Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fjölgaði um helming

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls voru 137 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júní síðastliðnum, en þau voru 99 í sama mánuði í fyrra. Þetta er 38% fjölgun milli ára. Flest gjaldþrot voru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð annarsvegar og flokknum heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum hins vegar.

Alls hafa 829 fyrirtæki verið gerð gjaldþrota á fyrstu sex mánuðum ársins, en það er um 51% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þá voru 555 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta.

Nýskráðum fyrirtækjum fækkaði um þrjú prósent í júnímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. 145 einkahlutafélög voru nýskráð í júní en 150 fyrirtæki í sama mánuði í fyrra. Þá voru 841 einkahlutafélög skráð á fyrstu sex mánuðum ársins en þau voru 899 á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×