Viðskipti innlent

Verkfall gæti stöðvað flutninga frá stærstu álverum landsins

Boðað verkfall hafnsögumanna eða lóðsa við tvær af lykilhöfnum landsins gæti stöðvað alla flutninga til og frá tveimur af stærstu álverum landsins.

Um er að ræða hafnsögumenn í Hafnarfirði sem sinna skipaflutningum í Straumsvíkurhöfn og hafnsögumenn á Reyðarfirði þar sem flutningar Fjarðaráls fara í gegn. Í hvorri höfninni um sig sinna tveir menn þessum verkefnum á hverri vakt.

Stéttarfélag þeirra hefur boðað verkfall í þessum tveimur höfnum og raunar Akureyrarhöfn einnig frá og með 4. ágúst. Samningaviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið yfir síðan snemma í vor en hafa siglt í strand og ber mikið í milli.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu hefur hafnsögumönnunum verið boðinn svipaður samningur og öðrum á vinnumarkaðinum. Þeir vilja hinsegar færa launkjör sín nær því sem gengur og gerist í Faxaflóahöfnum sem er best rekna hafnarsvæði landsins hvað varðar arð af starfseminni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×