Viðskipti innlent

Gengi Össurar 13% hærra hér heima en í Kaupmannahöfn

Talsverður munur hefur verið á gengi Össurar hf. í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hér heima.  Í lok síðustu viku, gengið var um það bil 13% hærra hér heima en það var í Kaupmannahöfn.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að síðustu vikur hafi verið nokkur munur á genginu, en engin viðskiptavakt er lengur með bréf Össurar á markaðinum hér heima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×