Íslendingar bíða eftir lúxusbílum frá Japan 26. júlí 2011 07:00 Mikill fjöldi nýrra japanskra bifreiða gjöreyðilagðist í jarðskjálftanum í mars. nordicphotos/getty Eftirspurn eftir nýjum bifreiðum frá Japan er meiri en framboð hér á landi. Töluvert er um að Íslendingar, sem pöntuðu nýjan Land Cruiser eða Lexus-í vor, þurfi að bíða eftir afhendingu fram á haust. Vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir Japan í vor dróst framleiðsla Toyota saman um helming. Hún jókst þó á ný í júní og er samdráttur í sölu og framleiðslu um tíu prósentum minni sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á fréttavef Associated Press. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir Íslendinga þó afar skilningsríka hvað þetta varðar. „Viðskiptavinir sýna þessu fullan skilning, þeir vita að það er ekkert við þessu að gera,“ segir Páll. „Svona er þetta þegar náttúran tekur sig til. Og það könnumst við Íslendingar auðvitað afar vel við.“ Framleiðsla og sala hjá flestum japönskum bílaframleiðendum, svo sem Honda, Suzuki og Nissan, dróst sömuleiðis saman um allt að 50 prósent í maí miðað við sama tíma í fyrra, en líkt og hjá Toyota er sala sem og framleiðsla að komast á réttan kjöl. Áætlanir eru hjá Toyota um að framleiða aukalega 350 þúsund bifreiðar frá október næstkomandi og fram í mars 2012, til að bæta fyrir samdráttinn sem varð í framleiðslunni eftir hamfarirnar. Páll segir eina aðalástæðu tafarinnar vera þá að erfitt var fyrir verksmiðjurnar að nálgast aðföng. Hver bíll sé settur saman úr meira en tíu þúsund hlutum og erfitt hafi verið að nálgast þá frá öðrum löndum eftir jarðskjálftann. „Þetta hafði þau áhrif hér á landi að það varð töf á afgreiðslu Land Cruiser og Lexus, en það er verið að vinda ofan af þessu hægt og örugglega,“ segir Páll, en getur ekki gefið upp nákvæma tölu um hversu marga bíla vantar hingað til lands. „Þetta er einhver slatti,“ segir hann. „En á næstu mánuðum verður þetta komið í eðlilegt horf á ný.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Eftirspurn eftir nýjum bifreiðum frá Japan er meiri en framboð hér á landi. Töluvert er um að Íslendingar, sem pöntuðu nýjan Land Cruiser eða Lexus-í vor, þurfi að bíða eftir afhendingu fram á haust. Vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir Japan í vor dróst framleiðsla Toyota saman um helming. Hún jókst þó á ný í júní og er samdráttur í sölu og framleiðslu um tíu prósentum minni sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á fréttavef Associated Press. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir Íslendinga þó afar skilningsríka hvað þetta varðar. „Viðskiptavinir sýna þessu fullan skilning, þeir vita að það er ekkert við þessu að gera,“ segir Páll. „Svona er þetta þegar náttúran tekur sig til. Og það könnumst við Íslendingar auðvitað afar vel við.“ Framleiðsla og sala hjá flestum japönskum bílaframleiðendum, svo sem Honda, Suzuki og Nissan, dróst sömuleiðis saman um allt að 50 prósent í maí miðað við sama tíma í fyrra, en líkt og hjá Toyota er sala sem og framleiðsla að komast á réttan kjöl. Áætlanir eru hjá Toyota um að framleiða aukalega 350 þúsund bifreiðar frá október næstkomandi og fram í mars 2012, til að bæta fyrir samdráttinn sem varð í framleiðslunni eftir hamfarirnar. Páll segir eina aðalástæðu tafarinnar vera þá að erfitt var fyrir verksmiðjurnar að nálgast aðföng. Hver bíll sé settur saman úr meira en tíu þúsund hlutum og erfitt hafi verið að nálgast þá frá öðrum löndum eftir jarðskjálftann. „Þetta hafði þau áhrif hér á landi að það varð töf á afgreiðslu Land Cruiser og Lexus, en það er verið að vinda ofan af þessu hægt og örugglega,“ segir Páll, en getur ekki gefið upp nákvæma tölu um hversu marga bíla vantar hingað til lands. „Þetta er einhver slatti,“ segir hann. „En á næstu mánuðum verður þetta komið í eðlilegt horf á ný.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent