Íslendingar bíða eftir lúxusbílum frá Japan 26. júlí 2011 07:00 Mikill fjöldi nýrra japanskra bifreiða gjöreyðilagðist í jarðskjálftanum í mars. nordicphotos/getty Eftirspurn eftir nýjum bifreiðum frá Japan er meiri en framboð hér á landi. Töluvert er um að Íslendingar, sem pöntuðu nýjan Land Cruiser eða Lexus-í vor, þurfi að bíða eftir afhendingu fram á haust. Vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir Japan í vor dróst framleiðsla Toyota saman um helming. Hún jókst þó á ný í júní og er samdráttur í sölu og framleiðslu um tíu prósentum minni sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á fréttavef Associated Press. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir Íslendinga þó afar skilningsríka hvað þetta varðar. „Viðskiptavinir sýna þessu fullan skilning, þeir vita að það er ekkert við þessu að gera,“ segir Páll. „Svona er þetta þegar náttúran tekur sig til. Og það könnumst við Íslendingar auðvitað afar vel við.“ Framleiðsla og sala hjá flestum japönskum bílaframleiðendum, svo sem Honda, Suzuki og Nissan, dróst sömuleiðis saman um allt að 50 prósent í maí miðað við sama tíma í fyrra, en líkt og hjá Toyota er sala sem og framleiðsla að komast á réttan kjöl. Áætlanir eru hjá Toyota um að framleiða aukalega 350 þúsund bifreiðar frá október næstkomandi og fram í mars 2012, til að bæta fyrir samdráttinn sem varð í framleiðslunni eftir hamfarirnar. Páll segir eina aðalástæðu tafarinnar vera þá að erfitt var fyrir verksmiðjurnar að nálgast aðföng. Hver bíll sé settur saman úr meira en tíu þúsund hlutum og erfitt hafi verið að nálgast þá frá öðrum löndum eftir jarðskjálftann. „Þetta hafði þau áhrif hér á landi að það varð töf á afgreiðslu Land Cruiser og Lexus, en það er verið að vinda ofan af þessu hægt og örugglega,“ segir Páll, en getur ekki gefið upp nákvæma tölu um hversu marga bíla vantar hingað til lands. „Þetta er einhver slatti,“ segir hann. „En á næstu mánuðum verður þetta komið í eðlilegt horf á ný.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Eftirspurn eftir nýjum bifreiðum frá Japan er meiri en framboð hér á landi. Töluvert er um að Íslendingar, sem pöntuðu nýjan Land Cruiser eða Lexus-í vor, þurfi að bíða eftir afhendingu fram á haust. Vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir Japan í vor dróst framleiðsla Toyota saman um helming. Hún jókst þó á ný í júní og er samdráttur í sölu og framleiðslu um tíu prósentum minni sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á fréttavef Associated Press. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir Íslendinga þó afar skilningsríka hvað þetta varðar. „Viðskiptavinir sýna þessu fullan skilning, þeir vita að það er ekkert við þessu að gera,“ segir Páll. „Svona er þetta þegar náttúran tekur sig til. Og það könnumst við Íslendingar auðvitað afar vel við.“ Framleiðsla og sala hjá flestum japönskum bílaframleiðendum, svo sem Honda, Suzuki og Nissan, dróst sömuleiðis saman um allt að 50 prósent í maí miðað við sama tíma í fyrra, en líkt og hjá Toyota er sala sem og framleiðsla að komast á réttan kjöl. Áætlanir eru hjá Toyota um að framleiða aukalega 350 þúsund bifreiðar frá október næstkomandi og fram í mars 2012, til að bæta fyrir samdráttinn sem varð í framleiðslunni eftir hamfarirnar. Páll segir eina aðalástæðu tafarinnar vera þá að erfitt var fyrir verksmiðjurnar að nálgast aðföng. Hver bíll sé settur saman úr meira en tíu þúsund hlutum og erfitt hafi verið að nálgast þá frá öðrum löndum eftir jarðskjálftann. „Þetta hafði þau áhrif hér á landi að það varð töf á afgreiðslu Land Cruiser og Lexus, en það er verið að vinda ofan af þessu hægt og örugglega,“ segir Páll, en getur ekki gefið upp nákvæma tölu um hversu marga bíla vantar hingað til lands. „Þetta er einhver slatti,“ segir hann. „En á næstu mánuðum verður þetta komið í eðlilegt horf á ný.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira