Viðskipti innlent

Fjármagnstekjuskattur minnkar um 35,5% milli ára

Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 10,1 milljarði króna í ár og lækkar um 35,5% milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisskattstjóra.

Mikil breyting var á álagningu fjármagnstekjuskatts frá fyrra ári. Skatthlutfall var hækkað og nam 18% en með 100.000 kr. frítekjumarki vaxtatekna.  Mikil fækkun er á þeim sem greiða skattinn, einkum vegna frítekjumarksins og eru þeir nú tæplega 47 þúsund en voru 183 þúsund árið áður þegar greiddur var skattur af öllum vaxtatekjum.

Vextir eru enn stærsti einstaki liður fjármagnstekna þótt vaxtatekjur hafi dregist saman um nær helming frá árinu 2009. Samdrátturinn varð hlutfallslega mestur í arðs­tekjum en þær voru einungis 30% af því sem þær höfðu verið árið áður.

Söluhagnaður dregst saman um helming en eini liður fjármagnstekna sem vex eru leigutekjur. Fram­taldar fjármagns­tekjur námu samtals 66,3 milljörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×