Fleiri fréttir

Aflinn jókst um 5,8% milli ára í júní

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 5,8% meiri en í júní 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,8% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.Aflinn nam alls 80.224 tonnum í júní 2011 samanborið við 85.181 tonn í júní 2010.

Deilur harðna um skuldaþak

Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Eignir tryggingarfélaga lækka

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 146,8 milljörðum kr í lok maí og lækkuðu um 684 milljónir kr. milli mánaða.

Miklar sveiflur á olíuverðinu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sveiflast töluvert fram og til baka í vikunni, Í nótt og morgun hefur niðursveifla verið í gangi.

Gengisvísitalan komin yfir 220 stig

Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að veikjast þvert á aðstæður í landinu. Gengisvísitalan er nú komin yfir 220 stig sem er svipað og hún var um vorið í fyrra.

Skuldaskrímslið étur framtíð okkar

„Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær.

Ríkið mun aðeins einkavæða hluta af eign sinni í bönkum

Ríkið mun hugsanlega aðeins einkavæða hluta af eign sinni í bönkunum, að sögn forstjóra Bankasýslu ríkisins. Hann útilokar ekki að salan taki lengri tíma en gert er ráð fyrir í lögum, en vinna er nú þegar hafin við gerð söluáætlunar.

Útgerðarfélag Akureyrar endurvakið

Útgerðarfélag Akureyrar hefur verið endurvakið. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir sitt leyti samþykkt kaup Snæfells ehf., dótturfélags Samherja hf., á aflaheimildum, landvinnslu á Akureyri og að Laugum og tveimur skipum Brims hf. Skrifað var undir kaupsamning þann 1. maí sl. með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Handrit eftir Jane Austen seldist á 188 milljónir

Fágætt handrit eftir enska rithöfundinn Jane Austen seldist á uppboði hjá Sotheby´s í London fyrir rétt tæp milljón pund eða um 188 milljónir kr. Þessi upphæð var meir en þrefalt matsverð handritsins fyrir uppboðið.

Bankarnir hækkuðu launin mest af öllum atvinnugreinum

Laun og launatengd gjöld meðalstarfsmanns í stóru viðskiptabönkunum eru um sjöhundruð þúsund krónur á mánuði og jukust meira en í nokkurri annarri atvinnugrein á síðasta ári. Bankasýslan vill taka til í rekstri bankanna.

Hagnaður jókst hjá JPMorgan

Hagnaður JPMorgan Chase bankans á öðrum ársfjórðungi ársins nam rúmum 5,4 milljörðum dollara eða um 630 milljarða kr. Þetta er töluvert yfir væntingum sérfræðinga og verulega betri árangur m.v. sama tímabil í fyrra þegar hagnaðurinn nam 4,8 milljörðum dollara.

Uggur vegna sameiningar Byrs og Íslandsbanka

Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir ljóst að haldið verði áfram á hagræðingarbraut, en um 1700 félagsmenn hans hafa misst vinnuna undanfarin tvö ár.

Vöxtur einkaneyslu ekki meiri síðan fyrir hrun

Myndarlegur vöxtur var í einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins ef marka má tölur um greiðslumiðlun. Raunar benda nýjustu tölur til þess að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun.

Kortanotkun útlendinga eykst verulega milli ára

Erlendir ferðamenn keyptu vöru og þjónustu fyrir sem nam tæpum 8 milljörðum kr. með greiðslukortum í júní síðastliðnum. Jafngildir það 16,5% aukningu milli ára að raungildi, sem verður að teljast býsna gott, og í raun í takti við kortanotkun landans á erlendri grund.

Skuldabréfaútboð Ítalíu betra en óttast var

Fyrsta alvarlega prófraunin á sýn fjárfesta á skuldakreppu Ítalíu gekk betur en óttast var. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir skuldabréfaútgáfu í dag upp á 4,5 milljarða evra eða tæplega 750 milljarða kr. en um 5 og 15 ára bréf var að ræða. Vextirnir á 15 ára bréfunum reyndust 5,9% en á 5 ára bréfunum urðu þeir 4,93%.

Verkfall hefur ekki áhrif hjá Faxaflóahöfnum

Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna sf. segir að hugsanlegt verkfall hafnsögumanna muni ekki hafa áhrifa hjá Faxaflóahöfnum né trufla komur skemmtiferðaskipa þangað. Faxaflóahafnir séu búnar að semja við hafnsögumenn sína.

Eigandi Kauphallarinnar í sigtinu í Svíþjóð

Samkeppniseftirlitið í Svíþjóð er nú með Nasdag OMX, eiganda kauphalla á Norðurlöndum og þar á meðal á Íslandi, til rannsóknar vegna meints brots á samkeppnislöggjöf landsins. Nasdag OMX er sakað um að hafa meinað samkeppnisaðila aðgangi að viðskiptakerfi í sinni eigu.

Ávöxtunarkrafan lækkar á dollarabréfum ríkisins

Ávöxtunarkrafa á dollaraskuldabréf ríkissjóðs hefur lækkað um 27 punkta frá því að viðskipti hófust með bréfin á eftirmarkaði. Bréfin hafa því hækkað í verði öfugt við það sem gerst hefur með ríkisskuldabréf margra annarra Evrópulanda.

Almenn útlán ÍLS aukast milli ára

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 1,9 milljörðum króna í júní en þar af voru rúmir 1,7 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní í fyrra tæpum 1,6 milljörðum króna.

Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum.

Kortaveltan eykst áfram milli ára

Heildarvelta debetkorta í júní síðastliðnum var 33,2 milljarðar kr. sem er 4,1% samdráttur frá fyrra mánuði en 4,5% aukning miðað við júní í fyrra.

Ekki færri íbúðir síðan í stríði

Um síðustu áramót voru aðeins 14 nýjar íbúðir í smíðum í Reykjavík, samkvæmt tölum frá byggingarfulltrúaembættinu. Byggingamarkaðurinn er í sögulegu lágmarki og virðist lítið vera að taka við sér.

AGS vill mikinn niðurskurð á Ítalíu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að Ítalía ráðist í veigamiklar niðurskurðaráætlanir til að draga úr skuldum ríkissjóðs landsins. Óttast er að Ítalía verði næsta land á evrusvæðinu sem lendi í miklum vandræðum vegna skulda sinna.

Horn seldi Framtakssjóði 40% í Promens

Framtakssjóður Íslands hefur gengið frá samkomulagi um kaup á 40% hlutafjár í Promens hf. Kaupverð hlutarins er 6,6 milljarðar króna og er að hluta til hlutafjáraukning í Promens sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga.

Íslandsbanki kaupir Byr - kaupverð trúnaðarmál

Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja Byr til nýtt hlutafé og hafa fyrirtækin undirritað samkomulag þess efnis. Einnig hefur verið gert samkomulag við slitastjórn Byrs sparisjóðs og Fjármálaráðuneytið sem selja Íslandsbanka allt hlutafé sitt í Byr hf. og er gert ráð fyrir að í kjölfarið verði starfsemi Íslandsbanka og Byrs hf. sameinuð undir merkjum Íslandsbanka. Kaupverðið er trúnaðarmál, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka.

Horn eignast Promens

Horn fjárfestingarfélag hf., dótturfyrirtæki Landsbankans hf., eignaðist í dag 99% hlutafjár í Promens hf samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum.

Stóru bankarnir ósammála Samkeppniseftirlitinu

Stóru bankarnir þrír Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru ósammála Samkeppniseftirlitnu um skaðsemi þess að bankar á landinu sameinist. Samkeppniseftirlitið telur brýnt að fara að huga að þessu máli og telur að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka.

Spáir því að verðbólgan fari í 4,7% í júlí

Greiningin Arion banka spáir 0,2% verðhjöðnun í júlí, þ.e. 0,2% lækkun á vísitölu neysluverðs (VNV). Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 4,7% samanborið við 4,2% í júní. Lækkun þessi á verðlagi má fyrst og fremst rekja til tímabundinna áhrifa frá sumarútsölum sem koma nú fram af fullum þunga í þessum mánuði.

Cameron segir Murdoch að gleyma BSkyB

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch eigi að hætt að hugsa um yfirtökuna á breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Í staðinn eigi Murdoch að einbeita sér að hneykslismálinu sem skekur nú fjölmiðlaveldi hans.

Seðlabankastjóri segir þróunina í rétta átt

Eigendur aflandskróna losuðu sig við krónur við sterkara gengi í öðru gjaldeyrisútboði Seðlabankans en því fyrsta. Seðlabankastjóri segir þróunina í rétta átt, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar.

Seldu ríkisvíxla fyrir 19 milljarða

Rífandi gangur var í ríkisvíxlaútboði dagsins hjá Lánamálum ríkisins. Samtals seldust víxlar í tveimur flokkum fyrir 19 milljarða kr. Vextir í báðum flokkunum voru undir 3%.

Gjaldeyrisútboð Seðlabankans í tilteknum farvegi

Niðurstaða í öðru gjaldeyrisútboði Seðlabankans til eigenda aflandskróna var að mörgu leyti í samræmi við útkomu fyrsta útboðsins, og virðist sem þessi þáttur í afléttingu gjaldeyrishafta sé kominn í tiltekinn farveg, hvað varðar verð, magn og tíðni útboða næsta kastið. Það hlýtur að teljast jákvætt, en ljóst má þó vera að fleiri þættir þurfa að koma til svo draga megi nægilega mikið úr lausum krónueignum erlendra aðila til þess að hægt sé að ráðast í almenna afléttingu hafta.

Ergo býður sérkjör á grænum bílalánum

Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérkjör á bílalánum til kaupa á orkusparandi bifreiðum.

Gull slær aftur verðmet sitt

Heimsmarkaðsverð á gulli sló fyrra met sitt í gærkvöldi þegar það náði rúmum 1.562 dollurum á únsuna í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Þetta er hækkun um 0,9% yfir daginn að því er segir í frétt á CNNMoney.

Skuldatryggingaálag Íslands aftur að hækka

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað aðeins í þessari viku og stendur nú í 244 punktum samkvæmt viðskiptavefnum keldan.is. Fyrir helgina stóð álagið í 232 punktum en var komið í 241 punkt í gærdag.

Vísir hf. kaupir búnað frá Marel

Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Vísir hf., sem er með höfuðstöðvar í Grindavík, hefur undirritað samning um kaup á vinnslubúnaði frá Marel í allar fjórar landvinnslueiningar sínar.

Keyptu gjaldeyrinn með óbundnum innistæðum

Þeir sem nýttu sér kaup á gjaldeyri í útboði Seðlabankans í gærdag greiddu fyrir alla upphæðina af óbundnum innistæðum á Íslandi. Enginn nýtti sér tækifærið til að losa sig við ríkisskuldabréf í útboðinu eins og möguleiki var á.

Rafbíll á vegum Landsvirkjunar vekur athygli

Landsvirkjun hefur í sumar haft til leigu TH!NK rafbíl í samstarfi við Íslenska NýOrku. Bíllinn var nýlega til prófunar fyrir almenning á Blönduósi og Akureyri og greip fjöldi fólks tækifærið og prófaði þennan fararkost.

Olíusjóðurinn með 1.800 milljarða í ruslbréfum

Norski olíusjóðurinn átti 84 milljarða norskra kr. eða rétt tæplega 1.800 milljarða kr. í ruslbréfum og öðrum áhættufjárfestingum um síðustu áramót. Þetta kemur fram í Finansavisen í dag.

Moody´s setur Írland í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfi Írlands niður í ruslið. Einkunnin var lækkuð niður í Ba1 með neikvæðum horfum.

Sjá næstu 50 fréttir