Fleiri fréttir Landsbankinn yfirtók íbúð Jóns Ásgeirs Skilanefnd Landsbankans tók yfir lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd bankans. 1.3.2011 08:58 Fjöldi milljarðamæringa fjórfaldast í Noregi Fjöldi milljarðamæringa, í norskum krónum, hefur fjórfaldast í Noregi frá árinu 1990 og eru þeir nú tæplega 400 talsins. Samhliða þessu hefur tekjubilið milli hinna ofurríku og millistéttarfólks aukist töluvert meira í Noregi en bæði Bandaríkjunum og Bretlandi á sama tímabili. 1.3.2011 08:32 Útgáfa íbúðabréfa ÍLS í ár allt að 38 milljarðar Áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) árið 2011 er 30 – 38 milljarðar króna að nafnverði sem samsvarar um 40 – 50 milljörðum króna að markaðsvirði. 1.3.2011 07:59 Jón Ásgeir selur glæsivillu í New York til annars Íslendings Jón Ásgeir Jóhannesson hefur selt glæsi-íbúð sína í Gramercy Park í New York en samkvæmt blaðinu New York Observer, var það athafnamaðurinn Eyjólfur Gunnarsson sem keypti íbúðina í gegnum eignarhaldsfélags sitt, Mynni ehf. 1.3.2011 07:25 Flytja út þegar verðið er hátt Könnun á hagkvæmni þess að flytja rafmagn með sæstreng frá Íslandi til Skotlands er enn í gangi hjá Landsvirkjun, en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í lok árs, segir Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar sem birtist í gær sagði að áformað væri að flytja út álíka mikla orku og framleidd er Íslandi í dag. 1.3.2011 05:00 Getur borgað sig að kaupa varahluti í útlöndum Það getur borgað sig að fljúga til útlanda og kaupa varahlut í bílinn í stað þess að versla hjá bílaumboði. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir verðlagningu umboðanna nálgast okur. 28.2.2011 18:48 Íbúðalánasjóður afskrifar 33 milljarða á fjórða ársfjórðungi Afskriftarþörf Íbúðalánasjóðs á fjórða ársfjórðungi síðasta árs reyndist mun meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sjóðurinn þarf að afskrifa 33,4 milljarða króna á tímabilinu og munar þar mest um aðild sjóðsins að samkomulagi lánveitenda á íbúðalánamarkaði. Afskriftir vegna þess samkomulags nema 21,8 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins námu afskriftir aðeins 3,2 milljörðum. 28.2.2011 16:08 Fjórða hvern tíma opnar ný 7-Eleven verslun í heiminum Á fjórða hverjum tíma allan sólarhringinn á síðasta ári opnaði ný 7-Eleven verslun einhverstaðar í heiminum. Fjöldi þeirra á heimsvísu náði 40.000 um síðustu helgi. 28.2.2011 15:08 Nær óbreyttur hagnaður hjá Íslandspósti milli ára Hagnaður varð af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2010 að fjárhæð 93 milljónir króna. Þetta er nær sami hagnaður og varð hjá póstinum árið áður. 28.2.2011 14:38 Telur að gengi krónunnar muni styrkjast "Erfitt er að sjá fyrir sér að gengið veikist verulega á næstunni miðað við óbreyttar forsendur og frekar að það styrkist vegna innflæðis, ekki síst ef til koma verulegar framkvæmdir innanlands." 28.2.2011 14:12 FME gagnrýnir Sameinaða lífeyrissjóðinn, krefst úrbóta Fjármálaeftirlitið (FME) gagnrýnir rekstur Sameinaða lífeyrissjóðsins og gerir fjölmargar athugasemdir við það hvernig málum er háttað hjá sjóðnum. Forráðamenn Sameinaða lífeyrissjóðsins hafa frest fram til aprílloka að koma lagi á hlutina hjá sér. 28.2.2011 13:51 Hækkanir á olíuverðinu ganga til baka Hinar miklu hækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu hafa stöðvast í dag og raunar gengið aðeins til baka. Þannig hefur verðið á Brent olíunni lækkað um 0,2% í dag og er komið rétt undir 112 dollara á tunnuna. 28.2.2011 13:29 Kauphöllin reiknar út nýja skuldabréfavísitölu Kauphöllin hóf í dag útreikning á 10 ára óverðtryggðri skuldabréfavísitölu (OMXI10YNI). Útreikningur óverðtryggðrar vísitölu með svo langan líftíma varð nýlega mögulegur í kjölfar fyrstu útgáfu Lánamála ríkisins á 20 ára óverðtryggðum ríkisbréfaflokki. 28.2.2011 13:16 Mesti afgangur af þjónustuviðskiptum frá 1994 Alger viðsnúningur hefur orðið í þjónustujöfnuði við útlönd frá hruni, og hafa þjónustuviðskipti við útlönd að jafnaði skilað verulegum afgangi undanfarin misseri eftir verulegan halla þensluárin á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var um að ræða mesta afgang af þjónustuviðskiptum í krónum talið á þessum árstíma frá árinu 1994. 28.2.2011 11:52 Verðbréfafyrirtækið Virðing flutt í Kópavoginn Verðbréfafyrirtækið Virðing hf. hefur flutt starfsemi sína úr Borgartúni 30 í nýtt og rúmgott húsnæði að Digranesvegi 1 í Kópavogi. 28.2.2011 11:47 Landsvirkjun kannar sæstreng til Skotlands Landsvirkjun er nú að kanna hagkvæmni Þess að leggja tæplega 1.200 km langan sæstreng til Skotlands. Strengurinn á að geta flutt allt að 18 tetravöttum á ári. 28.2.2011 11:17 Bónusinn skipti víst máli - Hæstiréttur hafnaði Ríkharði Hæstiréttur Íslands snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem launakrafa Ríkharðs Daðasonar, var viðurkennd sem forgangskrafa í þrotabú Kaupþings. 28.2.2011 10:58 Töluvert dró úr hagnaði SS á milli ára Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands (SS) í fyrra var 186 milljónir kr. Árið áður var hagnaðurinn 412 milljónir kr. hagnaður. Eigið fé er 1.547 milljónir kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 28%. 28.2.2011 10:46 Victoria Road er orðin dýrasta gatan í London Victoria Road er orðin dýrasta gatan í London og hefur þar með velt Chester Square úr sessi en Chester Square hefur verið dýrasta gatan undanfarin tvö ár. 28.2.2011 10:31 Áfall fyrir Dani, landsframleiðsla dregst saman Landsframleiðsla Danmerkur dróst saman um 0,4% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Þetta kemur eins og áfall fyrir Dani að sögn danskra viðskipamiðla þar sem reiknað hafði verið með því að hagvöxtur yrði jákvæður um 0,4% á fjórða ársfjórðungi. 28.2.2011 10:04 Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2.1% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2011 var 202,1 stig og hækkaði um 2,1% frá desember 2010. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 28.2.2011 09:04 Þjónustujöfnuðurinn jákvæður um 44 milljarða í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum er útflutningur á þjónustu 308,2 milljarðar á árinu 2010 en innflutningur á þjónustu 264,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2010 var því jákvæður um 44,0 milljarða. 28.2.2011 09:02 Olíuverð snarhækkar í Asíu Átökin í Líbíu hafa leitt til þess að olíuverð fer snarhækkandi í Asíu. Þannig kostar tunnan af olíu núna 100 dollara í Asíu. 28.2.2011 08:50 Skilanefndir gætu fengið 9 milljarða frá All Saints Breska tískuverslunarkeðjan All Saints er til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 140 milljónir punda. Skilanefndir Kaupþing og Glitnis gætu fengið um 9 milljarða kr. út úr sölunni á All Saints. 28.2.2011 08:48 Warren Buffett klæjar í gikkfingurinn Ofurfjárfestirinn Warren Buffet segir í bréfi til hluthafa Berkshire Hatahaway að til staðar séu 38 milljarðar dollara eða um 4.400 milljarða kr. í lausu fé í félaginu. Því sé hann að íhuga eignakaup og fjárfestingar í stórum stíl. „Við erum búnir að endurhlaða fílabyssuna og mig klæjar í gikkfingurinn,“ segir Buffet í bréfinu. 28.2.2011 08:25 Icelandair sleppur við 130 milljón stjórnvaldssekt Héraðsdómur hefur staðfest þá niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Icelandair hafi verið í markaðsráðandi stöðu og misnotað hana með kynningu á svokölluðum Netsmellum á árinu 2004. Hinsvegar hefur dómurinn fellt úr gildi stjórnvaldssekt upp á 130 milljónir kr. sem Icelandair hafði verið gert að greiða. 28.2.2011 08:07 Byggðastofnun tapaði 2,6 milljörðum í fyrra Byggðastofnun skilaði tapi upp á rúma 2,6 milljarða kr. í fyrra. Eigið fé stofnunarinnar neikvætt um rétt tæpan hálfan milljarð kr. Eiginfjárhlutfallið er komið niður í -2,4% en skal að lágmarki vera 8% af eiginfjárgrunni samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 28.2.2011 07:59 Íbúðakaup taka kipp að nýju í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 76. Þar af voru 56 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 28.2.2011 07:49 Skuldin gæti hækkað um 665 milljarða Mögulegur vaxtakostnaður vegna Icesave gæti orðið rúmir 713 milljarðar, tapist málið fyrir dómstólum árið 2014. Þessar niðurstöður miða við að Íslendingum verði gert að greiða sömu vexti og Portúgal greiðir af sínum neyðarlánum. Fái Íslendingar sömu vexti og Írar, endar málið í 513 milljörðum. Sé núverandi samningur látinn gilda, eftir að þrotabú gamla Landsbankans hefur verið gert upp, endar skuldin í 48 milljörðum króna. Þar er miðað við þá 20 milljarða sem nú þegar eru til staðar. 28.2.2011 05:00 Jarðhitaréttindi seld í Kaliforníu Orkuveita Reykjavíkur (OR) undirritaði fyrir helgi viljayfirlýsingu um sölu dótturfyrirtækis síns, REI, á jarðhitaréttindum í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Kaupandinn er Nevada Geothermal Power og er söluverð alls 4,15 milljónir dala, eða tæpur hálfur milljarður króna. 28.2.2011 05:00 Forstjórinn sem vildi ekki verða prófessor Því er ekki að neita að hún er skrýtin tilfinningin sem bærist manni í brjósti. Ég var búinn að starfa mjög náið með Þórði í langan tíma og mat hann mjög mikils,“ segir Páll Harðarson, sem á dögunum tók við forstjórastarfi í Kauphöllinni eftir fráfall Þórðar Friðjónssonar sem hafði gegnt starfinu í níu ár. 26.2.2011 21:00 Kaupþing yfirtók risavaxið lán Ólafs ári fyrir hrun Kaupþing yfirtók risavaxið lán Ólafs Ólafssonar hjá amerískum banka ári fyrir hrun, en án þess hefðu hlutabréf Kaupþings lækkað mikið í verði. Á svipuðum tíma var bankinn að gera gjaldeyrissamning við Ólaf, sem nú krefst 115 milljarða króna frá þrotabúi Kaupþings vegna gjaldeyrissamningsins. 26.2.2011 18:45 Færri gjaldþrot í ár en í fyrra Færri gjaldþrot voru í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni. 26.2.2011 09:00 Minni umsvif en á síðasta ári Alls var 97 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst á landinu í janúarmánuði. þar af voru 45 á höfuðborgarsvæðinu og 52 utan þess. 26.2.2011 08:00 Fyrsti Laundromat staðurinn á Íslandi Það styttist í að Íslendingar geti þvegið þvott yfir rjúkandi kaffibolla því fyrsti Laundromat staðurinn opnar í Reykjavík innan skamms. 25.2.2011 20:48 Gengur til liðs við Cintamani "Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi,“ segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. 25.2.2011 20:00 Litlu munaði á lægstu boðum í viðgerð Steingrímsstöðvar Fyrirtækið Verkvík-Sandtak ehf. í Hafnarfirði átti lægsta boð í viðgerðir á Steingrímsstöð, en tilboð voru opnuð í gær hjá Landsvirkjun. Verkvík-Sandtak bauð 168,5 milljónir króna, eða 88,6% af 190 milljóna króna kostnaðaráætlun. Verkefnið felst í viðgerð á árlokum Steingrímsstöðvar og steyptum mannvirkjum. 25.2.2011 14:12 Segja orkustefnu fyrir Ísland byggða á veikum grunni Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa skilað til iðnaðarráðuneytisins umsögn um drög að orkustefnu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau séu sammála um að drögunum sé verulega áfátt. 25.2.2011 14:08 Áætlun um gjaldeyrishöft kynnt á næstu dögum Seðlabankinn vinnur nú að áætlun um afnám hafta í samráði við efnahags- og viðskiptaráðuneytið og er ætlunin að kynna hana fyrir ríkisstjórninni fyrir mánaðamót. Verði hún samþykkt af ríkisstjórninni mun hún að líkindum verða birt opinberlega í kjölfarið. 25.2.2011 11:23 Iceland Foods í útrás til Austur Evrópu Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar á nú í samningaviðræðum við samstarfsaðila í Austur Evrópu. Walker hyggst koma á fót Iceland verslunum í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi. 25.2.2011 11:15 Besta ár í sögu Atlantic Petroleum var í fyrra Árið í fyrra var hið besta í sögu færeyska olíufélagsins Atlantic Petroleum frá stofnun þess 1998. Hagnaður félagsins nam 163 milljónum danskra kr. fyrir skatta eða um 3,5 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið af starfseminni 60 milljónum danskra kr. í fyrra. 25.2.2011 10:36 Byr skrifar undir jafnréttissáttmála Á dögunum skrifaði Jón Finnbogason, forstjóri Byrs undir jafnréttissáttmála UNIFEM og UN Global Compact. Með undirskriftinni skuldbindur Byr sig til að vinna að jafnréttismálum innan fyrirtækisins, sýna þar frumkvæði, samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. 25.2.2011 10:14 Breytingar í stjórn Bankasýslu ríkisins Breytingar hafa orðið í stjórn Bankasýslu ríkisins. Fjármálaráðherra hefur skipað Steinunni Kristínu Þórðardóttur, rekstrarhagfræðing sem nýjan stjórnarmann og Jón Sigurðsson, lögmann, til vara. 25.2.2011 10:07 Bakkavör í risavaxinni endurfjármögnun Bakkavör hefur gefið út skuldabréfaflokk og fengið nýtt sambankalán upp á samtals um 730 milljónir punda, um 138,4 milljarða króna. 25.2.2011 09:43 Hagnaður Landsnets 3,5 milljarðar í fyrra Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 3.563 milljónir kr. fyrir árið 2010 samanborið við hagnað að fjárhæð 1.471 milljón kr. á árinu 2009. 25.2.2011 09:28 Sjá næstu 50 fréttir
Landsbankinn yfirtók íbúð Jóns Ásgeirs Skilanefnd Landsbankans tók yfir lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd bankans. 1.3.2011 08:58
Fjöldi milljarðamæringa fjórfaldast í Noregi Fjöldi milljarðamæringa, í norskum krónum, hefur fjórfaldast í Noregi frá árinu 1990 og eru þeir nú tæplega 400 talsins. Samhliða þessu hefur tekjubilið milli hinna ofurríku og millistéttarfólks aukist töluvert meira í Noregi en bæði Bandaríkjunum og Bretlandi á sama tímabili. 1.3.2011 08:32
Útgáfa íbúðabréfa ÍLS í ár allt að 38 milljarðar Áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) árið 2011 er 30 – 38 milljarðar króna að nafnverði sem samsvarar um 40 – 50 milljörðum króna að markaðsvirði. 1.3.2011 07:59
Jón Ásgeir selur glæsivillu í New York til annars Íslendings Jón Ásgeir Jóhannesson hefur selt glæsi-íbúð sína í Gramercy Park í New York en samkvæmt blaðinu New York Observer, var það athafnamaðurinn Eyjólfur Gunnarsson sem keypti íbúðina í gegnum eignarhaldsfélags sitt, Mynni ehf. 1.3.2011 07:25
Flytja út þegar verðið er hátt Könnun á hagkvæmni þess að flytja rafmagn með sæstreng frá Íslandi til Skotlands er enn í gangi hjá Landsvirkjun, en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í lok árs, segir Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar sem birtist í gær sagði að áformað væri að flytja út álíka mikla orku og framleidd er Íslandi í dag. 1.3.2011 05:00
Getur borgað sig að kaupa varahluti í útlöndum Það getur borgað sig að fljúga til útlanda og kaupa varahlut í bílinn í stað þess að versla hjá bílaumboði. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir verðlagningu umboðanna nálgast okur. 28.2.2011 18:48
Íbúðalánasjóður afskrifar 33 milljarða á fjórða ársfjórðungi Afskriftarþörf Íbúðalánasjóðs á fjórða ársfjórðungi síðasta árs reyndist mun meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sjóðurinn þarf að afskrifa 33,4 milljarða króna á tímabilinu og munar þar mest um aðild sjóðsins að samkomulagi lánveitenda á íbúðalánamarkaði. Afskriftir vegna þess samkomulags nema 21,8 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins námu afskriftir aðeins 3,2 milljörðum. 28.2.2011 16:08
Fjórða hvern tíma opnar ný 7-Eleven verslun í heiminum Á fjórða hverjum tíma allan sólarhringinn á síðasta ári opnaði ný 7-Eleven verslun einhverstaðar í heiminum. Fjöldi þeirra á heimsvísu náði 40.000 um síðustu helgi. 28.2.2011 15:08
Nær óbreyttur hagnaður hjá Íslandspósti milli ára Hagnaður varð af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2010 að fjárhæð 93 milljónir króna. Þetta er nær sami hagnaður og varð hjá póstinum árið áður. 28.2.2011 14:38
Telur að gengi krónunnar muni styrkjast "Erfitt er að sjá fyrir sér að gengið veikist verulega á næstunni miðað við óbreyttar forsendur og frekar að það styrkist vegna innflæðis, ekki síst ef til koma verulegar framkvæmdir innanlands." 28.2.2011 14:12
FME gagnrýnir Sameinaða lífeyrissjóðinn, krefst úrbóta Fjármálaeftirlitið (FME) gagnrýnir rekstur Sameinaða lífeyrissjóðsins og gerir fjölmargar athugasemdir við það hvernig málum er háttað hjá sjóðnum. Forráðamenn Sameinaða lífeyrissjóðsins hafa frest fram til aprílloka að koma lagi á hlutina hjá sér. 28.2.2011 13:51
Hækkanir á olíuverðinu ganga til baka Hinar miklu hækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu hafa stöðvast í dag og raunar gengið aðeins til baka. Þannig hefur verðið á Brent olíunni lækkað um 0,2% í dag og er komið rétt undir 112 dollara á tunnuna. 28.2.2011 13:29
Kauphöllin reiknar út nýja skuldabréfavísitölu Kauphöllin hóf í dag útreikning á 10 ára óverðtryggðri skuldabréfavísitölu (OMXI10YNI). Útreikningur óverðtryggðrar vísitölu með svo langan líftíma varð nýlega mögulegur í kjölfar fyrstu útgáfu Lánamála ríkisins á 20 ára óverðtryggðum ríkisbréfaflokki. 28.2.2011 13:16
Mesti afgangur af þjónustuviðskiptum frá 1994 Alger viðsnúningur hefur orðið í þjónustujöfnuði við útlönd frá hruni, og hafa þjónustuviðskipti við útlönd að jafnaði skilað verulegum afgangi undanfarin misseri eftir verulegan halla þensluárin á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var um að ræða mesta afgang af þjónustuviðskiptum í krónum talið á þessum árstíma frá árinu 1994. 28.2.2011 11:52
Verðbréfafyrirtækið Virðing flutt í Kópavoginn Verðbréfafyrirtækið Virðing hf. hefur flutt starfsemi sína úr Borgartúni 30 í nýtt og rúmgott húsnæði að Digranesvegi 1 í Kópavogi. 28.2.2011 11:47
Landsvirkjun kannar sæstreng til Skotlands Landsvirkjun er nú að kanna hagkvæmni Þess að leggja tæplega 1.200 km langan sæstreng til Skotlands. Strengurinn á að geta flutt allt að 18 tetravöttum á ári. 28.2.2011 11:17
Bónusinn skipti víst máli - Hæstiréttur hafnaði Ríkharði Hæstiréttur Íslands snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem launakrafa Ríkharðs Daðasonar, var viðurkennd sem forgangskrafa í þrotabú Kaupþings. 28.2.2011 10:58
Töluvert dró úr hagnaði SS á milli ára Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands (SS) í fyrra var 186 milljónir kr. Árið áður var hagnaðurinn 412 milljónir kr. hagnaður. Eigið fé er 1.547 milljónir kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 28%. 28.2.2011 10:46
Victoria Road er orðin dýrasta gatan í London Victoria Road er orðin dýrasta gatan í London og hefur þar með velt Chester Square úr sessi en Chester Square hefur verið dýrasta gatan undanfarin tvö ár. 28.2.2011 10:31
Áfall fyrir Dani, landsframleiðsla dregst saman Landsframleiðsla Danmerkur dróst saman um 0,4% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Þetta kemur eins og áfall fyrir Dani að sögn danskra viðskipamiðla þar sem reiknað hafði verið með því að hagvöxtur yrði jákvæður um 0,4% á fjórða ársfjórðungi. 28.2.2011 10:04
Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2.1% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2011 var 202,1 stig og hækkaði um 2,1% frá desember 2010. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 28.2.2011 09:04
Þjónustujöfnuðurinn jákvæður um 44 milljarða í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum er útflutningur á þjónustu 308,2 milljarðar á árinu 2010 en innflutningur á þjónustu 264,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2010 var því jákvæður um 44,0 milljarða. 28.2.2011 09:02
Olíuverð snarhækkar í Asíu Átökin í Líbíu hafa leitt til þess að olíuverð fer snarhækkandi í Asíu. Þannig kostar tunnan af olíu núna 100 dollara í Asíu. 28.2.2011 08:50
Skilanefndir gætu fengið 9 milljarða frá All Saints Breska tískuverslunarkeðjan All Saints er til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 140 milljónir punda. Skilanefndir Kaupþing og Glitnis gætu fengið um 9 milljarða kr. út úr sölunni á All Saints. 28.2.2011 08:48
Warren Buffett klæjar í gikkfingurinn Ofurfjárfestirinn Warren Buffet segir í bréfi til hluthafa Berkshire Hatahaway að til staðar séu 38 milljarðar dollara eða um 4.400 milljarða kr. í lausu fé í félaginu. Því sé hann að íhuga eignakaup og fjárfestingar í stórum stíl. „Við erum búnir að endurhlaða fílabyssuna og mig klæjar í gikkfingurinn,“ segir Buffet í bréfinu. 28.2.2011 08:25
Icelandair sleppur við 130 milljón stjórnvaldssekt Héraðsdómur hefur staðfest þá niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Icelandair hafi verið í markaðsráðandi stöðu og misnotað hana með kynningu á svokölluðum Netsmellum á árinu 2004. Hinsvegar hefur dómurinn fellt úr gildi stjórnvaldssekt upp á 130 milljónir kr. sem Icelandair hafði verið gert að greiða. 28.2.2011 08:07
Byggðastofnun tapaði 2,6 milljörðum í fyrra Byggðastofnun skilaði tapi upp á rúma 2,6 milljarða kr. í fyrra. Eigið fé stofnunarinnar neikvætt um rétt tæpan hálfan milljarð kr. Eiginfjárhlutfallið er komið niður í -2,4% en skal að lágmarki vera 8% af eiginfjárgrunni samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 28.2.2011 07:59
Íbúðakaup taka kipp að nýju í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 76. Þar af voru 56 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 28.2.2011 07:49
Skuldin gæti hækkað um 665 milljarða Mögulegur vaxtakostnaður vegna Icesave gæti orðið rúmir 713 milljarðar, tapist málið fyrir dómstólum árið 2014. Þessar niðurstöður miða við að Íslendingum verði gert að greiða sömu vexti og Portúgal greiðir af sínum neyðarlánum. Fái Íslendingar sömu vexti og Írar, endar málið í 513 milljörðum. Sé núverandi samningur látinn gilda, eftir að þrotabú gamla Landsbankans hefur verið gert upp, endar skuldin í 48 milljörðum króna. Þar er miðað við þá 20 milljarða sem nú þegar eru til staðar. 28.2.2011 05:00
Jarðhitaréttindi seld í Kaliforníu Orkuveita Reykjavíkur (OR) undirritaði fyrir helgi viljayfirlýsingu um sölu dótturfyrirtækis síns, REI, á jarðhitaréttindum í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Kaupandinn er Nevada Geothermal Power og er söluverð alls 4,15 milljónir dala, eða tæpur hálfur milljarður króna. 28.2.2011 05:00
Forstjórinn sem vildi ekki verða prófessor Því er ekki að neita að hún er skrýtin tilfinningin sem bærist manni í brjósti. Ég var búinn að starfa mjög náið með Þórði í langan tíma og mat hann mjög mikils,“ segir Páll Harðarson, sem á dögunum tók við forstjórastarfi í Kauphöllinni eftir fráfall Þórðar Friðjónssonar sem hafði gegnt starfinu í níu ár. 26.2.2011 21:00
Kaupþing yfirtók risavaxið lán Ólafs ári fyrir hrun Kaupþing yfirtók risavaxið lán Ólafs Ólafssonar hjá amerískum banka ári fyrir hrun, en án þess hefðu hlutabréf Kaupþings lækkað mikið í verði. Á svipuðum tíma var bankinn að gera gjaldeyrissamning við Ólaf, sem nú krefst 115 milljarða króna frá þrotabúi Kaupþings vegna gjaldeyrissamningsins. 26.2.2011 18:45
Færri gjaldþrot í ár en í fyrra Færri gjaldþrot voru í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni. 26.2.2011 09:00
Minni umsvif en á síðasta ári Alls var 97 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst á landinu í janúarmánuði. þar af voru 45 á höfuðborgarsvæðinu og 52 utan þess. 26.2.2011 08:00
Fyrsti Laundromat staðurinn á Íslandi Það styttist í að Íslendingar geti þvegið þvott yfir rjúkandi kaffibolla því fyrsti Laundromat staðurinn opnar í Reykjavík innan skamms. 25.2.2011 20:48
Gengur til liðs við Cintamani "Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi,“ segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. 25.2.2011 20:00
Litlu munaði á lægstu boðum í viðgerð Steingrímsstöðvar Fyrirtækið Verkvík-Sandtak ehf. í Hafnarfirði átti lægsta boð í viðgerðir á Steingrímsstöð, en tilboð voru opnuð í gær hjá Landsvirkjun. Verkvík-Sandtak bauð 168,5 milljónir króna, eða 88,6% af 190 milljóna króna kostnaðaráætlun. Verkefnið felst í viðgerð á árlokum Steingrímsstöðvar og steyptum mannvirkjum. 25.2.2011 14:12
Segja orkustefnu fyrir Ísland byggða á veikum grunni Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa skilað til iðnaðarráðuneytisins umsögn um drög að orkustefnu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau séu sammála um að drögunum sé verulega áfátt. 25.2.2011 14:08
Áætlun um gjaldeyrishöft kynnt á næstu dögum Seðlabankinn vinnur nú að áætlun um afnám hafta í samráði við efnahags- og viðskiptaráðuneytið og er ætlunin að kynna hana fyrir ríkisstjórninni fyrir mánaðamót. Verði hún samþykkt af ríkisstjórninni mun hún að líkindum verða birt opinberlega í kjölfarið. 25.2.2011 11:23
Iceland Foods í útrás til Austur Evrópu Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar á nú í samningaviðræðum við samstarfsaðila í Austur Evrópu. Walker hyggst koma á fót Iceland verslunum í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi. 25.2.2011 11:15
Besta ár í sögu Atlantic Petroleum var í fyrra Árið í fyrra var hið besta í sögu færeyska olíufélagsins Atlantic Petroleum frá stofnun þess 1998. Hagnaður félagsins nam 163 milljónum danskra kr. fyrir skatta eða um 3,5 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið af starfseminni 60 milljónum danskra kr. í fyrra. 25.2.2011 10:36
Byr skrifar undir jafnréttissáttmála Á dögunum skrifaði Jón Finnbogason, forstjóri Byrs undir jafnréttissáttmála UNIFEM og UN Global Compact. Með undirskriftinni skuldbindur Byr sig til að vinna að jafnréttismálum innan fyrirtækisins, sýna þar frumkvæði, samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. 25.2.2011 10:14
Breytingar í stjórn Bankasýslu ríkisins Breytingar hafa orðið í stjórn Bankasýslu ríkisins. Fjármálaráðherra hefur skipað Steinunni Kristínu Þórðardóttur, rekstrarhagfræðing sem nýjan stjórnarmann og Jón Sigurðsson, lögmann, til vara. 25.2.2011 10:07
Bakkavör í risavaxinni endurfjármögnun Bakkavör hefur gefið út skuldabréfaflokk og fengið nýtt sambankalán upp á samtals um 730 milljónir punda, um 138,4 milljarða króna. 25.2.2011 09:43
Hagnaður Landsnets 3,5 milljarðar í fyrra Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 3.563 milljónir kr. fyrir árið 2010 samanborið við hagnað að fjárhæð 1.471 milljón kr. á árinu 2009. 25.2.2011 09:28