Viðskipti erlent

Horfur batna innan Evrópusambandsins

Framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá ESB segir aðildarríki sambandsins vera að rétta úr kútnum. Fréttablaðið/AP
Framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá ESB segir aðildarríki sambandsins vera að rétta úr kútnum. Fréttablaðið/AP

Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra.

Framkvæmdastjórn ESB birti uppfærða hag- og verðbólguspá á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að aðstæður í efnahagslífinu hafi batnað og séu horfur aðildarríkja ESB almennt góðar. Hún er almennt í takt við endurskoðaðar hagspár á fleiri hagsvæðum sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið.

Samtök viðskiptahagfræðinga í Bandaríkjunum spáðu því á dögunum að hagvöxtur þar í landi yrði 3,3 prósent í ár. Fyrri spá þeirra hljóðaði upp á 2,6 prósent. Líkt og aðrir setja þeir ýmsa fyrirvara við spá sína. Þar á meðal geti hátt olíuverð og verðhækkanir á hrávöru sett strik í reikninginn.

Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða lestina með 2,4 prósenta hagvexti á árinu.
Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála hja ESB, að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn, sem kynnt hagspá framkvæmdastjórnarinnar í Brussel á þriðjudag, sagði efnahagsbatann misjafnan eftir aðildarríkjum. Nokkur þeirra sem hafi glímt við efnahagsörðugleika í fyrra muni gera það enn um sinn. Þá eru fjármálamarkaðir víða í aðildarríkjunum enn viðkvæmir. jonab@frettabladid.is
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.