Nóbelsverðlaunahafi rekinn frá örbanka sem hann stofnaði 2. mars 2011 11:21 Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir er haft eftir Muzammel Huq stjórnformanni Grameen Bank að Yunus hætti strax sem bankastjóri bankans en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2000. Í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu, NRK í nóvember s.l. kom fram Grameen Bank að tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þá hefur bankinn einnig verið ásakaður um skattsvik. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Grameen Bank 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Heimildarmyndin sýndi allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kom fram í myndinni að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir er haft eftir Muzammel Huq stjórnformanni Grameen Bank að Yunus hætti strax sem bankastjóri bankans en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2000. Í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu, NRK í nóvember s.l. kom fram Grameen Bank að tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þá hefur bankinn einnig verið ásakaður um skattsvik. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Grameen Bank 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Heimildarmyndin sýndi allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kom fram í myndinni að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira