Fleiri fréttir Black fundaði með sérstökum saksóknara og FME William K. Black, lögfræðingur og fyrrum fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum hefur átt fundi með bæði Ólafi Þór Haukssyni sérstökum saksóknara og Gunnari Andersen forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins (FME). 4.5.2010 14:06 Engar öskubætur til evrópskra flugfélaga Samgöngumálaráðherrar ESB urðu sammála um það í dag að löndin innan sambandsins ættu ekki að reiða fram skaðabætur vegna öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli. Sem kunnugt er stöðvaði askan allt flug um norðanverða Evrópu dagana 15. til 21. apríl s.l. 4.5.2010 13:47 Reikningurinn líklega ekki í eigu Fl Group Allt bendir til að reikningurinn í Lúxemborg, sem féð frá FL Group fór inn á árið 2005, hafi ekki verið í eigu FL Group. Málið er til rannsóknar, en fyrrverandi forstjóri félagsins hætti meðal annars vegna þessarar grunsamlegu millifærslu. 4.5.2010 12:21 Evran ekki verið ódýrari hérlendis í heilt ár Þegar markaðir lokuðu í gær kostaði evran 169,99 kr. og hefur evran ekki kostað jafn fáar krónur í heilt ár. Þannig hefur evran kostað yfir 170 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði allt frá maíbyrjun í fyrra. Krónan hefur svo haldið áfram að styrkjast nú í morgun og kostar þegar þetta er ritað (11:45) 169 kr. á millibankamarkaði með gjaldeyri. 4.5.2010 12:03 Verðbólga á Íslandi næstmest innan OECD Í nýju yfirliti frá OECD um verðbólgu í aðildarlöndum samtakanna kemur fram að verðbólgan á Íslandi mældist næsthæst eða 8,5% í marsmánuði s.l. Það er aðeins Tyrkland sem býr við meiri verðbólgu en þar í landi mældist hún 9,6%.Næst á eftir Íslandi var verðbólgan mest í Ungverjalandi eða 6%. 4.5.2010 12:00 Spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun Greining MP Banka spáir því að stýrivextir verði lækkaðir um 0,5% prósentustig á morgun. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar. 4.5.2010 11:57 Marel furðar sig á málsmeðferð FME „Marel furðar sig á málsmeðferð FME, ekki síst í ljósi þess að um matsatriði er að ræða. Óskaði félagið m.a. eftir fundum með FME til að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en þeim beiðnum var ávallt hafnað." 4.5.2010 11:20 BankNordik gefur út skuldabréf fyrir 27 milljarða BankNordik, áður Færeyjabanki, mun gefa út skuldabréf upp á 1,2 milljarða danskra kr. eða um 27 milljarða kr. Skuldabréfin eru með gjalddaga 2. maí árið 2013 og eru tryggð af dönskum stjórnvöldum. 4.5.2010 11:13 Hressileg lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað hressilega undanfarna viku. Í morgun stóð álagið til 5 ára í 375 punktum (3,75%) en fyrir viku síðan stóð það í 425 punktum (4,25%). Álagið nú er með lægra móti miðað við þróun þessa árs, en það sem af er ári hefur álagið verið að meðaltali 487 punktar. Hámarki náði álagið í byrjun febrúar þegar það toppaði í 675 punktum. 4.5.2010 10:59 Kaupþing eignast skuldabréf frá Lehman Brothers Skilanefnd Kaupþings hefur eignast skuldabréf útgefin af Lehman Brothers og allar kröfur tengdar þeim. Er þetta hluti af samkomulagi sem Kaupþing hefur gert við Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð. 4.5.2010 10:53 Stoðir hagnast á hlut sínum í Inspired Gaming Afþreyingarfyrirtækið Inspired Gaming hefur verið yfirtekið af fjárfestingarsjóðnum Vitruvian Partners. Sjóðurinn greiddi 21% yfirverð fyrir Inspired Gaming og því hafa Stoðir hagnast töluvert á yfirtökunni en Stoðir áttu 4,3% í fyrirtækinu. 4.5.2010 09:44 Hlutfall starfandi fólks aldrei mælst minna Síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna og atvinnuleysi meira en árið 2009. Mest atvinnuleysi fram að því var á árunum 1992 til 1995 eða á bilinu 4,3% til 5,3%. 4.5.2010 09:05 Straumur selur hlut sinn í Magasin du Nord Straumur hefur selt helmingshlut sinn í Magasin du Nord til pakistanska fjárfestisins Alshair Fiyaz. Er þessi þekkta danska stórverslun því komin alfarið í eigu Fiyaz. 4.5.2010 08:45 Kaupþing fær 70 milljarða endurgreidda af lánum Frá haustinu 2008 og fram að þessu hefur skilanefnd Kaupþings fengið 35 af lánum sínum endurgreidd að fullu eða hluta og nemur upphæðin 70 milljörðum kr. Þetta kemur fram í uppfærðri skýrslu skilanefndar til kröfuhafa bankans. 4.5.2010 08:22 Gjaldþrotuum fyrirtækja í Danmörku fjölgar áfram Ekkert lát er á gjaldþrotum fyrirtækja i Danmörku og slær fjöldi þeirra met í hverjum mánuði nú um stundir. 4.5.2010 07:32 Stærsta snekkja heimsins í fyrstu sjóferðinni Eclipse stærsta og dýrasta lystisnekkja heimsins er farin í sína fyrstu sjóferð en hún er í eigu rússneska auðmannsins og Íslandsvinarins Roman Abramovitch. 4.5.2010 07:28 FME sektar Marel um 5 milljónir Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur sektað Marel Food Systems um 5 milljónir kr. vegna brota gegn þeim lögum um verðbréfaviðskipti sem fjalla um innherjaupplýsingar. 4.5.2010 07:17 Telur matsfyrirtæki kynda undir skuldavanda Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir matsfyrirtæki fjármálaheimsins kynda undir skuldavanda Grikkja og ætlar að láta franska eftirlitið fylgjast grannt með þeim. 4.5.2010 00:01 United Airlines og Continental Airlines sameinuð Stjórnendur flugfélaganna United Airlines og Continental Airlines skrifuðu í gær undir samning um samruna flugfélaganna tveggja. Með samrunanum verður til stærsta flugfélag í heimi. 3.5.2010 23:00 Már myndi ekki taka við 400 þúsund króna launahækkun Forsætisráðherra segir að engin fyrirheit hafi verið gefin um launakjör Seðlabankastjóra. Forseti ASÍ segir að tillaga um fjögur hundruð þúsund króna launahækkun bankastjórans sé ekki í samræmi við neitt sem þjóðin sé að glíma við. Seðlabankastjórinn segist sjálfur aldrei myndu taka við slíkri launahækkun. 3.5.2010 19:32 Gengi hlutabréfa Össurar féll um tvö prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar féll um 2,04 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marels, sem lækkaði um 0,11 prósent. 3.5.2010 16:34 Átta milljarða viðskipti með skuldabréf í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 8 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,9 milljarða viðskiptum. 3.5.2010 16:15 Viðskipti með hlutabréf minnkuðu nokkuð í apríl Heildarviðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu rúmum 1.285 milljónum kr. eða 71 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í mars tæpar 2.279 milljónir kr. , eða 99 milljónir kr. á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels (MARL) 750 milljónir kr. og með bréf Össurar (OSSR) 211 milljónir kr. 3.5.2010 15:39 Ráðherra bauð Branson í heimsókn til Íslands Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Richard Branson, stofnandi Virgin samsteypunnar, áttu góðan fund í Noregi fyrir helgina þar sem Katrín ítrekaði boð sitt til Branson uim að heimsækja Ísland. 3.5.2010 14:29 Bretar óttast áhlaup á pundið í kjölfar kosninga Bretland gæti orðið fyrir miklum skelli nóttina eftir kosningadaginn 6. maí þar sem spákaupmenn eru líklegir til að gera áhlaup á pundið ef kosningarnar skila ekki meirihlutastjórn í landinu. 3.5.2010 13:38 Velheppnað útboð hjá LSS Ágætis undirtektir voru við útboð Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) á skuldabréfaflokknum LSS150224 sem haldið var síðastliðinn föstudag. Alls bárust tilboð að nafnvirði 2.815 milljónum kr. í flokkinn á ávöxtunarkröfu sem var á bilinu 4,50%-4,76%. 3.5.2010 11:53 Hlutabréf Icelandair Group sett á Athugunarlista Hlutabréf gefin út af Icelandair Group hf. (ICEAIR) hafa verið færð á Athugunarlista í Kauphöllinni. 3.5.2010 11:26 GBI vísitalan hækkaði um rúm 2% í apríl Vísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 2,07% í apríl. GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 2,25% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,98%. 3.5.2010 11:07 Kristinn Geirsson ráðinnn aðstoðarforstjóri Nýherja Kristinn Geirsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Nýherja hf. 3.5.2010 11:03 Greining spáir 0,75 prósentustiga stýrivaxtalækkun Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 5. maí næstkomandi. Greining Íslandsbanka reiknar með að peningastefnunefnd bankans ákveði að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana úr 7,5% í 6,75% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga úr 9,0% í 8,25%. 3.5.2010 10:52 Tugir Dana vilja fjárfesta í loðdýrarækt á Íslandi Tugir Dana hafa nú áhuga á því að fjárfesta í loðdýrarækt á Íslandi. Danir hafa þegar keypt eitt minkabú sem ekki var í rekstri norður í Skagafirði og ætla að hefja framleiðslu þar í ár. 3.5.2010 10:40 Hægt að tilkynna nafnlaust um tryggingarsvik hjá VÍS Vátryggingafélag Íslands hf. hefur komið upp sérstakri tilkynningasíðu á vef félagsins þar sem hægt er að láta vita nafnlaust um meint vátryggingasvik en ný könnun Capacent Gallup sýnir að meira en helmingur landsmanna er tilbúinn að tilkynna um slík svik, ef hægt er að gera það nafnlaust. 3.5.2010 09:45 Árslaun forstjóra Icelandair Group tæpar 39 milljónir Heildarlaun Björgólf Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group, á síðasta ári voru um 38,7 milljónir króna eða um 3,2 milljónir króna að meðaltali á mánuði. 3.5.2010 09:32 Spákaupmenn veðja gegn evrunni Gjaldeyrismarkaðurinn reiknar með að gengi evrunnar muni falla ennfrekar en orðið er. Vogunarsjóðir og spákaupmenn taka nú stöðu gegn evrunni á þessum markaði í töluverðum mæli. 3.5.2010 09:02 Endurskipulagning Sparisjóðs Bolungarvíkur frestast Endurskipulagning Sparisjóðs Bolungarvíkur frestast og því reyndist ekki unnt að birta ársreikning sjóðsins fyrir mánaðarmótin eins og reglur kveða á um. 3.5.2010 08:42 Þakkar guði og krónu að Ísland er ekki í stöðu Grikklands „Ó guð minn góður ég vildi ekki vera í stöðunni sem þeir eru í," segir Steingrímur J. Sigfússonar fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttaveituna þar sem hann segir að Íslandi hafi tekist að forðast grísk örlög að hluta til sökum þess að Ísland er með sinn eigin gjaldmiðil. 3.5.2010 08:24 Jóhanna áætlar að tafir á Icesave hafi kostað 30 milljarða Ætla má að tafir á Icesave-viðræðum og framgangi efnhagsáætlunar íslenskra stjórnvalda hafi leitt til þess að samdráttur ársins 2010 verði nærri 2% meiri en áður var spáð. Það svarar til 30 milljarða króna og 1-2% meira atvinnuleysi en annars hefði verið. 3.5.2010 08:06 Tugir fyrrverandi stjórnenda banka fá bakreikninga Rúmlega 30 fyrrverandi stjórnendur Glitnis og Kaupþings hafa fengið bakreikning frá skattayfirvöldum vegna söluréttasamninga. Krefjast skattayfirvöld að samningarnir verði skattlagðir sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur. Dæmi eru um að menn hafi hagnast um hálfan milljarð á samningunum. 2.5.2010 18:29 Íslandsbanki opnar skrifstofu í New York Íslandsbanki ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum með fjármálaráðgjöf við fjárfesta í sjávarútvegi og jarðvarmaorku. Til stendur að opna skrifstofu í New York og segir bankastjórinn að ímynd Íslands í þessum geirum hafi ekki laskast þrátt fyrir bankahrun. 2.5.2010 18:33 Grikkir boða sársaukafullan niðurskurð Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum. 2.5.2010 18:37 William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl „Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. 2.5.2010 13:40 Sekt Byko lækkuð um sex og hálfa milljón Áfrýjunarnefnd Neytendamála lækkaði sekt Byko úr tíu milljónum króna niður í þrjár og hálfa milljón fyrir að hafa blekkt neytendur þegar Byko auglýsti 20 prósent afslátt af málningu sem reyndist ekki raunverulegur afsláttur. 2.5.2010 10:22 Grikkir búnir að ná samkomulagi við AGS og Evrópusambandið George Papandreou forsætisráðherra Grikklands greindi frá því í morgun að samkomulag hafi tekist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið um risavaxna efnahagsaðstoð við landið. 2.5.2010 09:52 Gjaldþrotum fjölgar um 6 prósent Í mars 2010 voru 106 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 100 fyrirtæki í mars 2009, sem jafngildir 6% fjölgun milli ára. 2.5.2010 09:43 Greiddu út ólöglegan arð upp á milljarða Ríflega tvöhundruð fyrirtæki greiddu út ólögmætan arð á síðustu fimm árum samkvæmt fyrstu niðurstöðu skattayfirvalda. Grunur leikur á að arðgreiðslurnar nemi nokkrum milljörðum króna. 1.5.2010 18:25 Sjá næstu 50 fréttir
Black fundaði með sérstökum saksóknara og FME William K. Black, lögfræðingur og fyrrum fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum hefur átt fundi með bæði Ólafi Þór Haukssyni sérstökum saksóknara og Gunnari Andersen forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins (FME). 4.5.2010 14:06
Engar öskubætur til evrópskra flugfélaga Samgöngumálaráðherrar ESB urðu sammála um það í dag að löndin innan sambandsins ættu ekki að reiða fram skaðabætur vegna öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli. Sem kunnugt er stöðvaði askan allt flug um norðanverða Evrópu dagana 15. til 21. apríl s.l. 4.5.2010 13:47
Reikningurinn líklega ekki í eigu Fl Group Allt bendir til að reikningurinn í Lúxemborg, sem féð frá FL Group fór inn á árið 2005, hafi ekki verið í eigu FL Group. Málið er til rannsóknar, en fyrrverandi forstjóri félagsins hætti meðal annars vegna þessarar grunsamlegu millifærslu. 4.5.2010 12:21
Evran ekki verið ódýrari hérlendis í heilt ár Þegar markaðir lokuðu í gær kostaði evran 169,99 kr. og hefur evran ekki kostað jafn fáar krónur í heilt ár. Þannig hefur evran kostað yfir 170 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði allt frá maíbyrjun í fyrra. Krónan hefur svo haldið áfram að styrkjast nú í morgun og kostar þegar þetta er ritað (11:45) 169 kr. á millibankamarkaði með gjaldeyri. 4.5.2010 12:03
Verðbólga á Íslandi næstmest innan OECD Í nýju yfirliti frá OECD um verðbólgu í aðildarlöndum samtakanna kemur fram að verðbólgan á Íslandi mældist næsthæst eða 8,5% í marsmánuði s.l. Það er aðeins Tyrkland sem býr við meiri verðbólgu en þar í landi mældist hún 9,6%.Næst á eftir Íslandi var verðbólgan mest í Ungverjalandi eða 6%. 4.5.2010 12:00
Spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun Greining MP Banka spáir því að stýrivextir verði lækkaðir um 0,5% prósentustig á morgun. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar. 4.5.2010 11:57
Marel furðar sig á málsmeðferð FME „Marel furðar sig á málsmeðferð FME, ekki síst í ljósi þess að um matsatriði er að ræða. Óskaði félagið m.a. eftir fundum með FME til að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en þeim beiðnum var ávallt hafnað." 4.5.2010 11:20
BankNordik gefur út skuldabréf fyrir 27 milljarða BankNordik, áður Færeyjabanki, mun gefa út skuldabréf upp á 1,2 milljarða danskra kr. eða um 27 milljarða kr. Skuldabréfin eru með gjalddaga 2. maí árið 2013 og eru tryggð af dönskum stjórnvöldum. 4.5.2010 11:13
Hressileg lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað hressilega undanfarna viku. Í morgun stóð álagið til 5 ára í 375 punktum (3,75%) en fyrir viku síðan stóð það í 425 punktum (4,25%). Álagið nú er með lægra móti miðað við þróun þessa árs, en það sem af er ári hefur álagið verið að meðaltali 487 punktar. Hámarki náði álagið í byrjun febrúar þegar það toppaði í 675 punktum. 4.5.2010 10:59
Kaupþing eignast skuldabréf frá Lehman Brothers Skilanefnd Kaupþings hefur eignast skuldabréf útgefin af Lehman Brothers og allar kröfur tengdar þeim. Er þetta hluti af samkomulagi sem Kaupþing hefur gert við Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð. 4.5.2010 10:53
Stoðir hagnast á hlut sínum í Inspired Gaming Afþreyingarfyrirtækið Inspired Gaming hefur verið yfirtekið af fjárfestingarsjóðnum Vitruvian Partners. Sjóðurinn greiddi 21% yfirverð fyrir Inspired Gaming og því hafa Stoðir hagnast töluvert á yfirtökunni en Stoðir áttu 4,3% í fyrirtækinu. 4.5.2010 09:44
Hlutfall starfandi fólks aldrei mælst minna Síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna og atvinnuleysi meira en árið 2009. Mest atvinnuleysi fram að því var á árunum 1992 til 1995 eða á bilinu 4,3% til 5,3%. 4.5.2010 09:05
Straumur selur hlut sinn í Magasin du Nord Straumur hefur selt helmingshlut sinn í Magasin du Nord til pakistanska fjárfestisins Alshair Fiyaz. Er þessi þekkta danska stórverslun því komin alfarið í eigu Fiyaz. 4.5.2010 08:45
Kaupþing fær 70 milljarða endurgreidda af lánum Frá haustinu 2008 og fram að þessu hefur skilanefnd Kaupþings fengið 35 af lánum sínum endurgreidd að fullu eða hluta og nemur upphæðin 70 milljörðum kr. Þetta kemur fram í uppfærðri skýrslu skilanefndar til kröfuhafa bankans. 4.5.2010 08:22
Gjaldþrotuum fyrirtækja í Danmörku fjölgar áfram Ekkert lát er á gjaldþrotum fyrirtækja i Danmörku og slær fjöldi þeirra met í hverjum mánuði nú um stundir. 4.5.2010 07:32
Stærsta snekkja heimsins í fyrstu sjóferðinni Eclipse stærsta og dýrasta lystisnekkja heimsins er farin í sína fyrstu sjóferð en hún er í eigu rússneska auðmannsins og Íslandsvinarins Roman Abramovitch. 4.5.2010 07:28
FME sektar Marel um 5 milljónir Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur sektað Marel Food Systems um 5 milljónir kr. vegna brota gegn þeim lögum um verðbréfaviðskipti sem fjalla um innherjaupplýsingar. 4.5.2010 07:17
Telur matsfyrirtæki kynda undir skuldavanda Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir matsfyrirtæki fjármálaheimsins kynda undir skuldavanda Grikkja og ætlar að láta franska eftirlitið fylgjast grannt með þeim. 4.5.2010 00:01
United Airlines og Continental Airlines sameinuð Stjórnendur flugfélaganna United Airlines og Continental Airlines skrifuðu í gær undir samning um samruna flugfélaganna tveggja. Með samrunanum verður til stærsta flugfélag í heimi. 3.5.2010 23:00
Már myndi ekki taka við 400 þúsund króna launahækkun Forsætisráðherra segir að engin fyrirheit hafi verið gefin um launakjör Seðlabankastjóra. Forseti ASÍ segir að tillaga um fjögur hundruð þúsund króna launahækkun bankastjórans sé ekki í samræmi við neitt sem þjóðin sé að glíma við. Seðlabankastjórinn segist sjálfur aldrei myndu taka við slíkri launahækkun. 3.5.2010 19:32
Gengi hlutabréfa Össurar féll um tvö prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar féll um 2,04 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marels, sem lækkaði um 0,11 prósent. 3.5.2010 16:34
Átta milljarða viðskipti með skuldabréf í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 8 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,9 milljarða viðskiptum. 3.5.2010 16:15
Viðskipti með hlutabréf minnkuðu nokkuð í apríl Heildarviðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu rúmum 1.285 milljónum kr. eða 71 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í mars tæpar 2.279 milljónir kr. , eða 99 milljónir kr. á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels (MARL) 750 milljónir kr. og með bréf Össurar (OSSR) 211 milljónir kr. 3.5.2010 15:39
Ráðherra bauð Branson í heimsókn til Íslands Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Richard Branson, stofnandi Virgin samsteypunnar, áttu góðan fund í Noregi fyrir helgina þar sem Katrín ítrekaði boð sitt til Branson uim að heimsækja Ísland. 3.5.2010 14:29
Bretar óttast áhlaup á pundið í kjölfar kosninga Bretland gæti orðið fyrir miklum skelli nóttina eftir kosningadaginn 6. maí þar sem spákaupmenn eru líklegir til að gera áhlaup á pundið ef kosningarnar skila ekki meirihlutastjórn í landinu. 3.5.2010 13:38
Velheppnað útboð hjá LSS Ágætis undirtektir voru við útboð Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) á skuldabréfaflokknum LSS150224 sem haldið var síðastliðinn föstudag. Alls bárust tilboð að nafnvirði 2.815 milljónum kr. í flokkinn á ávöxtunarkröfu sem var á bilinu 4,50%-4,76%. 3.5.2010 11:53
Hlutabréf Icelandair Group sett á Athugunarlista Hlutabréf gefin út af Icelandair Group hf. (ICEAIR) hafa verið færð á Athugunarlista í Kauphöllinni. 3.5.2010 11:26
GBI vísitalan hækkaði um rúm 2% í apríl Vísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 2,07% í apríl. GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 2,25% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,98%. 3.5.2010 11:07
Kristinn Geirsson ráðinnn aðstoðarforstjóri Nýherja Kristinn Geirsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Nýherja hf. 3.5.2010 11:03
Greining spáir 0,75 prósentustiga stýrivaxtalækkun Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 5. maí næstkomandi. Greining Íslandsbanka reiknar með að peningastefnunefnd bankans ákveði að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana úr 7,5% í 6,75% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga úr 9,0% í 8,25%. 3.5.2010 10:52
Tugir Dana vilja fjárfesta í loðdýrarækt á Íslandi Tugir Dana hafa nú áhuga á því að fjárfesta í loðdýrarækt á Íslandi. Danir hafa þegar keypt eitt minkabú sem ekki var í rekstri norður í Skagafirði og ætla að hefja framleiðslu þar í ár. 3.5.2010 10:40
Hægt að tilkynna nafnlaust um tryggingarsvik hjá VÍS Vátryggingafélag Íslands hf. hefur komið upp sérstakri tilkynningasíðu á vef félagsins þar sem hægt er að láta vita nafnlaust um meint vátryggingasvik en ný könnun Capacent Gallup sýnir að meira en helmingur landsmanna er tilbúinn að tilkynna um slík svik, ef hægt er að gera það nafnlaust. 3.5.2010 09:45
Árslaun forstjóra Icelandair Group tæpar 39 milljónir Heildarlaun Björgólf Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group, á síðasta ári voru um 38,7 milljónir króna eða um 3,2 milljónir króna að meðaltali á mánuði. 3.5.2010 09:32
Spákaupmenn veðja gegn evrunni Gjaldeyrismarkaðurinn reiknar með að gengi evrunnar muni falla ennfrekar en orðið er. Vogunarsjóðir og spákaupmenn taka nú stöðu gegn evrunni á þessum markaði í töluverðum mæli. 3.5.2010 09:02
Endurskipulagning Sparisjóðs Bolungarvíkur frestast Endurskipulagning Sparisjóðs Bolungarvíkur frestast og því reyndist ekki unnt að birta ársreikning sjóðsins fyrir mánaðarmótin eins og reglur kveða á um. 3.5.2010 08:42
Þakkar guði og krónu að Ísland er ekki í stöðu Grikklands „Ó guð minn góður ég vildi ekki vera í stöðunni sem þeir eru í," segir Steingrímur J. Sigfússonar fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttaveituna þar sem hann segir að Íslandi hafi tekist að forðast grísk örlög að hluta til sökum þess að Ísland er með sinn eigin gjaldmiðil. 3.5.2010 08:24
Jóhanna áætlar að tafir á Icesave hafi kostað 30 milljarða Ætla má að tafir á Icesave-viðræðum og framgangi efnhagsáætlunar íslenskra stjórnvalda hafi leitt til þess að samdráttur ársins 2010 verði nærri 2% meiri en áður var spáð. Það svarar til 30 milljarða króna og 1-2% meira atvinnuleysi en annars hefði verið. 3.5.2010 08:06
Tugir fyrrverandi stjórnenda banka fá bakreikninga Rúmlega 30 fyrrverandi stjórnendur Glitnis og Kaupþings hafa fengið bakreikning frá skattayfirvöldum vegna söluréttasamninga. Krefjast skattayfirvöld að samningarnir verði skattlagðir sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur. Dæmi eru um að menn hafi hagnast um hálfan milljarð á samningunum. 2.5.2010 18:29
Íslandsbanki opnar skrifstofu í New York Íslandsbanki ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum með fjármálaráðgjöf við fjárfesta í sjávarútvegi og jarðvarmaorku. Til stendur að opna skrifstofu í New York og segir bankastjórinn að ímynd Íslands í þessum geirum hafi ekki laskast þrátt fyrir bankahrun. 2.5.2010 18:33
Grikkir boða sársaukafullan niðurskurð Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum. 2.5.2010 18:37
William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl „Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. 2.5.2010 13:40
Sekt Byko lækkuð um sex og hálfa milljón Áfrýjunarnefnd Neytendamála lækkaði sekt Byko úr tíu milljónum króna niður í þrjár og hálfa milljón fyrir að hafa blekkt neytendur þegar Byko auglýsti 20 prósent afslátt af málningu sem reyndist ekki raunverulegur afsláttur. 2.5.2010 10:22
Grikkir búnir að ná samkomulagi við AGS og Evrópusambandið George Papandreou forsætisráðherra Grikklands greindi frá því í morgun að samkomulag hafi tekist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið um risavaxna efnahagsaðstoð við landið. 2.5.2010 09:52
Gjaldþrotum fjölgar um 6 prósent Í mars 2010 voru 106 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 100 fyrirtæki í mars 2009, sem jafngildir 6% fjölgun milli ára. 2.5.2010 09:43
Greiddu út ólöglegan arð upp á milljarða Ríflega tvöhundruð fyrirtæki greiddu út ólögmætan arð á síðustu fimm árum samkvæmt fyrstu niðurstöðu skattayfirvalda. Grunur leikur á að arðgreiðslurnar nemi nokkrum milljörðum króna. 1.5.2010 18:25