William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl 2. maí 2010 13:40 William K. Black ásamt Agli Helgasyni fyrir ári síðan. „Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér. Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
„Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér.
Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent