Viðskipti innlent

Stoðir hagnast á hlut sínum í Inspired Gaming

Afþreyingarfyrirtækið Inspired Gaming hefur verið yfirtekið af fjárfestingarsjóðnum Vitruvian Partners. Sjóðurinn greiddi 21% yfirverð fyrir Inspired Gaming og því hafa Stoðir hagnast töluvert á yfirtökunni en Stoðir áttu 4,3% í fyrirtækinu.

Samkvæmt frétt um málið á Reuters greiddi Vitruvian Partners 74,5 milljónir punda, eða um 14,6 milljarða kr. fyrir Inspired Partners. Samkvæmt því er eignarhlutur Stoða 620 kr. virði.

Fram kemur í frétt Reuters að núverandi hluthöfum í Inspired Gaming verði boðið að fá hluti sína borgaða með hæutum í nýju félagi, Gaming Acquistions sem Vitruvian Partners notaði til yfirtökunnar, í stað þess að fá hlutina staðgreidda. Stjórnendur Inspired gaming hafa þegar fallist á að fjárfesta í Gaming Acquistions og var það hluti af samkomulaginu um yfirtökuna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×