Viðskipti innlent

Hægt að tilkynna nafnlaust um tryggingarsvik hjá VÍS

„Við hjá VÍS viljum leggja okkar að mörkum til að draga úr vátryggingasvikum, til hagsbóta fyrir bæði viðskipavini, félagið sjálft og samfélagið í heild. Því hefur verið skerpt enn frekar á stefnu félagsins varðandi vátryggingasvik," segir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS í tilkynninguni.
„Við hjá VÍS viljum leggja okkar að mörkum til að draga úr vátryggingasvikum, til hagsbóta fyrir bæði viðskipavini, félagið sjálft og samfélagið í heild. Því hefur verið skerpt enn frekar á stefnu félagsins varðandi vátryggingasvik," segir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS í tilkynninguni.

Vátryggingafélag Íslands hf. hefur komið upp sérstakri tilkynningasíðu á vef félagsins þar sem hægt er að láta vita nafnlaust um meint vátryggingasvik en ný könnun Capacent Gallup sýnir að meira en helmingur landsmanna er tilbúinn að tilkynna um slík svik, ef hægt er að gera það nafnlaust.

Í tilkynningu segir að vátryggingasvik kosta íslenskt samfélag verulegar fjárhæðir en ætla má að um 10-15% af greiddum tryggingabótum sé vegna vátryggingasvika. Því má gera ráð fyrir að kostnaður vegna vátryggingasvika á Íslandi sé ekki undir þremur milljörðum króna á hverju ári, en sá kostnaður lendir að lokum á viðskiptavinum tryggingafélaganna sem þurfa að greiða fyrir svikin með hærri iðgjöldum.

„Við hjá VÍS viljum leggja okkar að mörkum til að draga úr vátryggingasvikum, til hagsbóta fyrir bæði viðskipavini, félagið sjálft og samfélagið í heild. Því hefur verið skerpt enn frekar á stefnu félagsins varðandi vátryggingasvik," segir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS í tilkynninguni.

Niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), um að þriðji hver Íslendingur þekki einhvern sem stundað hafi vátryggingasvik, er sláandi að mati forstjóra VÍS og ekki seinna vænna að grípa til aðgerða.

„Við viljum m.a. koma á stórefldu samstarfi stjórnvalda og vátryggingafélaganna í þessari baráttu og styrkja enn frekar lagalegan grundvöll kærumála vegna vátryggingasvika," segir Guðmundur og bætir við að aðstoð almennings sé einnig mikilvæg. Fram komi í könnuninni að nær allir aðspurðra telji að vátryggingasvik séu alvarlegt lagabrot og yfir helmingur aðspurðra sé viljugur að tilkynna um slíkt brot, ef hægt sé að gera það nafnlaust. Þessi hópur geti verið enn stærri því einungis fjórðungur aðspurðra hafi talið það ólíklegt að þeir myndu tilkynna um vátryggingasvik.

„Það er út frá þessum svörum sem við ákváðum að setja sérstakan tilkynningahnapp vegna vátryggingasvika á heimasíðuna okkar. Þar getur fólk tilkynnt nafnlaust um hugsanleg vátryggingasvik og verið alveg öruggt um að nafn þeirra verði ekki dregið inn í málið. Starfsfólk okkar fer síðan yfir hverja tilkynningu um sig og ákveður hvað gera skal í framhaldinu," segir forstjóri VÍS en undirstrikar jafnframt að langflestir viðskiptavina félagsins séu heiðarlegir í tjónsuppgjörum og því þurfi þeir ekki að taka þessar aðgerðir til sín á neinn hátt.

Vátryggingasvik flokkast undir fjársvik og samkvæmt 248.gr. íslensku hegningarlaganna varðar það allt að 6 ára fangelsi að gerast sekur um fjársvik.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×