FME sektar Marel um 5 milljónir 4. maí 2010 07:17 Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur sektað Marel Food Systems um 5 milljónir kr. vegna brota gegn þeim lögum um verðbréfaviðskipti sem fjalla um innherjaupplýsingar.Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að þann 25. september 2009 birti Marel Food Systems hf. (Marel) tilkynningu um að sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Managament (Columbia) hefðu fest kaup á samtals 32,2 milljónum hluta í Marel sem jafngildir 5,2% eignarhlut.Það var mat Fjármálaeftirlitsins að innherjaupplýsingar hefðu myndast vegna kaupanna hjá Marel þann 23. september 2009 þar sem að á stjórnarfundi félagsins þann dag hafi stjórn félagsins heimilað og tekið ákvörðun um útgáfu nýrra hluta og sölu eigin bréfa til Columbia.Mat Marel var að innherjaupplýsingar hefðu ekki myndast fyrr en að kvöldi 25. september. Þá hafi legið fyrir að kaupandi hafði fullan hug á að eignast bréfin, verðhugmyndir hafi verið orðnar nokkuð fastmótaðar og þ.a.l. hafi seljendur verið tilbúnir til þess að selja bréfin auk þess sem afhendingartími var ákveðinn þennan dag ásamt því að ljóst var orðið að ekki yrðu gerð frekari skilyrði af hálfu kaupanda.Fjármálaeftirlitið taldi hins vegar að þær upplýsingar sem fram komu á stjórnarfundi félagsins hafi verið nægjanlega tilgreindar og nákvæmar í skilningi laganna enda er þar tekið fram að selja eigi mikið magn hluta í félaginu, til hvaða aðila eigi að selja hlutina, hve marga hluti og með hvaða hætti, þ.e. með því að nota heimild til útgáfu nýrra hluta og sölu eigin bréfa, ásamt því að annað félag selji Columbia samhliða hluti sína í Marel.Fjármálaeftirlitið taldi að þó svo að ekki hafi legið fyrir fyrr en að kvöldi 25. september 2009 að samningar myndu nást við Columbia um kaup á hlutum í Marel, þá hafi upplýsingarnar verið þess eðlis að þær gæfu til kynna aðstæður sem eru fyrir hendi eða sem ætla má að verði fyrir hendi eða atburð sem hefur átt sér stað eða sem ætla má að muni eiga sér stað samanber reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik.Fjármálaeftirlitið taldi einnig að Marel hefði borið að senda Fjármálaeftirlitinu lista yfir þá aðila sem fengu aðgang að upplýsingunum en voru ekki á fruminnherjalista félagsins og tilkynna viðkomandi innherjum um það skriflega ásamt því að greina þeim frá þeim réttarreglum sem gilda um innherja og meðferð innherjaupplýsingaVið ákvörðun stjórnvaldssektar var litið til alvarleika brots, málsatvika og þess tíma sem brotið stóð yfir sem og sambærilegra mála. Með hliðsjón af framangreindu þótti hæfilegt að gera Marel stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 5.000.000,-.Marel fór fram á að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins yrði afturkölluð þar sem félagið taldi ákvörðunina háða verulegum annmarka og þar með ógildanlega. Fjármálaeftirlitið féllst ekki á þau rök og vakti athygli á því að vilji aðili ekki una ákvörðun Fjármálaeftirlitsins getur hann höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum samkvæmt lögum opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur sektað Marel Food Systems um 5 milljónir kr. vegna brota gegn þeim lögum um verðbréfaviðskipti sem fjalla um innherjaupplýsingar.Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að þann 25. september 2009 birti Marel Food Systems hf. (Marel) tilkynningu um að sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Managament (Columbia) hefðu fest kaup á samtals 32,2 milljónum hluta í Marel sem jafngildir 5,2% eignarhlut.Það var mat Fjármálaeftirlitsins að innherjaupplýsingar hefðu myndast vegna kaupanna hjá Marel þann 23. september 2009 þar sem að á stjórnarfundi félagsins þann dag hafi stjórn félagsins heimilað og tekið ákvörðun um útgáfu nýrra hluta og sölu eigin bréfa til Columbia.Mat Marel var að innherjaupplýsingar hefðu ekki myndast fyrr en að kvöldi 25. september. Þá hafi legið fyrir að kaupandi hafði fullan hug á að eignast bréfin, verðhugmyndir hafi verið orðnar nokkuð fastmótaðar og þ.a.l. hafi seljendur verið tilbúnir til þess að selja bréfin auk þess sem afhendingartími var ákveðinn þennan dag ásamt því að ljóst var orðið að ekki yrðu gerð frekari skilyrði af hálfu kaupanda.Fjármálaeftirlitið taldi hins vegar að þær upplýsingar sem fram komu á stjórnarfundi félagsins hafi verið nægjanlega tilgreindar og nákvæmar í skilningi laganna enda er þar tekið fram að selja eigi mikið magn hluta í félaginu, til hvaða aðila eigi að selja hlutina, hve marga hluti og með hvaða hætti, þ.e. með því að nota heimild til útgáfu nýrra hluta og sölu eigin bréfa, ásamt því að annað félag selji Columbia samhliða hluti sína í Marel.Fjármálaeftirlitið taldi að þó svo að ekki hafi legið fyrir fyrr en að kvöldi 25. september 2009 að samningar myndu nást við Columbia um kaup á hlutum í Marel, þá hafi upplýsingarnar verið þess eðlis að þær gæfu til kynna aðstæður sem eru fyrir hendi eða sem ætla má að verði fyrir hendi eða atburð sem hefur átt sér stað eða sem ætla má að muni eiga sér stað samanber reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik.Fjármálaeftirlitið taldi einnig að Marel hefði borið að senda Fjármálaeftirlitinu lista yfir þá aðila sem fengu aðgang að upplýsingunum en voru ekki á fruminnherjalista félagsins og tilkynna viðkomandi innherjum um það skriflega ásamt því að greina þeim frá þeim réttarreglum sem gilda um innherja og meðferð innherjaupplýsingaVið ákvörðun stjórnvaldssektar var litið til alvarleika brots, málsatvika og þess tíma sem brotið stóð yfir sem og sambærilegra mála. Með hliðsjón af framangreindu þótti hæfilegt að gera Marel stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 5.000.000,-.Marel fór fram á að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins yrði afturkölluð þar sem félagið taldi ákvörðunina háða verulegum annmarka og þar með ógildanlega. Fjármálaeftirlitið féllst ekki á þau rök og vakti athygli á því að vilji aðili ekki una ákvörðun Fjármálaeftirlitsins getur hann höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum samkvæmt lögum opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira