Viðskipti innlent

Kaupþing fær 70 milljarða endurgreidda af lánum

Í skýrslunni segir að af þessum fjölda lána hafi 28 verið greidd upp að fullu og nemur sú fjárhæð 55 miljörðum kr.
Í skýrslunni segir að af þessum fjölda lána hafi 28 verið greidd upp að fullu og nemur sú fjárhæð 55 miljörðum kr.

Frá haustinu 2008 og fram að þessu hefur skilanefnd Kaupþings fengið 35 af lánum sínum endurgreidd að fullu eða hluta og nemur upphæðin 70 milljörðum kr. Þetta kemur fram í uppfærðri skýrslu skilanefndar til kröfuhafa bankans.

Í skýrslunni segir að af þessum fjölda lána hafi 28 verið greidd upp að fullu og nemur sú fjárhæð 55 miljörðum kr. Hin lánin sjö voru greidd að hluta til og nemur upphæð þeirra 15 milljörðum kr.

Af fyrrgreindum 35 lánum voru sjö seld öðrum,þar af fimm undir pari. Meðal þessara lána má nefna tvö lán sem voru seld s.l. vor á verði sem var mun hærra en áætlað markaðsvirði þeirra og eitt var lán til félags sem varð gjaldþrota og átti engar eigur. Kaupþing fékk endurheimtur af því gegnum tryggingar sem eigendur hins gjaldþrota félags veittu bankanum.

Fram kemur í skýrslunni að af lánum sem gerð voru upp á síðasta ári hafi endurheimtur numið 97%. Frá október 2008 nemur þetta hlutfall rúmlega 90%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×