Viðskipti innlent

Ráðherra bauð Branson í heimsókn til Íslands

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Richard Branson, stofnandi Virgin samsteypunnar, áttu góðan fund í Noregi fyrir helgina þar sem Katrín ítrekaði boð sitt til Branson uim að heimsækja Ísland.

Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hélt til Noregs í síðustu viku ásamt sendinefnd skipaðri fulltrúum frá níu íslenskum fyrirtækjum, sem öll vinna markvisst að nýsköpun í rekstri sínum. Markmið ferðarinnar var að kynna nýsköpun og vöruþróun Íslendinga á sviði orku- og upplýsingatækni, ferðamennsku og vistvænnar atvinnuþróunar.

Á ráðstefnu um norræna nýsköpun, þar sem Branson var staddur, sagði ráðherra í erindi sínu: „ Ég vil nota þetta tækifæri til að bjóða þér, hr. Branson, til Íslands í sumar. Ekki eingöngu vegna áhuga þíns á flugfélögum heldur einnig til að kynna þér hvernig mjög svo breytilegt landslag Íslands getur aukið sköpunargleðina í Virgin Galactic verkefninu sem er annars mjög spennandi verkefni.

Árin 1965 og 1967 valdi NASA tiltölulega ung og gróf hraunsvæði á Íslandi og íslenska hálendiseyðimörk til undirbúnings og þjálfunar fyrir geimfarana sem áttu að ganga á tunglinu í fyrsta sinn. Nasa horfði helst til Öskju þegar verið var að skipuleggja ferðir í jarðfræðilegu tilliti, staður sem þekktur er fyrir sprengigos. Hvað væri meira við hæfi í undirbúningi fyrir framtíðar ævintýri, ferðalög út í geim, en að feta í fótspor brautryðjenda og undirbúa tunglgöngu á Íslandi"

Virgin Galactic, geimfyrirtæki Richard Branson hyggst bjóða upp á farþegaflug út fyrir gufuhvolfið á komandi árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×