Fleiri fréttir

Blóðbað á Wall Street

Hlutabréf hafa lækkað mikið á mörkuðunum á Wall Street frá því þeir opnuðu nú eftir hádegið. Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 3% og Nasdag er 3,2% í mínus í fyrstu viðskiptum dagsins.

Straumur selur 10% í viðbót í West Ham

Straumur hefur selt þeim félögum David Sullivan og David Gold 10% hlut í enska úrvaldsdeildarliðinu West Ham og eiga þeir því nú 60% í félaginu. Sullivan og Gold borguðu 8 milljónir punda eða rúman 1,5 milljarð kr. fyrir 10% að því er segir í frétt í Guardian um málið.

Evrópska fyrirtækjavikan hefst á morgun

Evrópska fyrirtækjavikan hefst á Grand hóteli á morgun, 26. maí. Þar fá frumkvöðlar, fulltrúar fyrirtækja í nýsköpun og einstaklingar með viðskiptahugmyndir tækifæri til að fá heildstætt yfirlit yfir stuðning við nýsköpun á Íslandi.

Bjarsýni landsmanna áfram á uppleið

Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var nú í morgun. Vísitalan hækkar um tæplega þrjú stig frá fyrri mánuði og stendur nú í 57,4 stigum, sem er hæsta gildi hennar frá því fyrir hrun.

Orkuútrásin byggir á samstarfi við MHI í Japan

Samstarfi átta leiðandi fyrirtækja í jarðhitanýtingu hérlendis var komið á í framhaldi af samstarfsyfirlýsingu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og japanska stórfyrirtækisins Mitsubishi Heavy Industries (MHI), sem undirrituð var í Tókýó 15. apríl sl. Í samræmi við hana er OR að skapa breiðan vettvang íslenskrar sérþekkingar í jarðhitanýtingu.

Orkufyrirtæki sameinast í útrás

Í morgun undirrituðu fulltrúar átta fyrirtækja, sem eru leiðandi í jarðhitanýtingu hér á landi, viljayfirlýsingu um samstarf sín á milli að erlendum verkefnum.

SÍ hyggst koma á uppboðsmarkaði með gjaldeyri

Seðlabanki Íslands (SÍ) hyggst koma á fót uppboðsmarkaði með gjaldeyri sem lið í afnámi gjaldeyrishaftanna í náinni framtíð. Þetta kemur fram í skjali sem Selabankinn gaf út í ágúst í fyrra undir heitinu „Afnám gjaldeyrishaftanna".

Óbreytt stjórnarlaun hjá Icelandair Group

Samþykkt var á aðalfundi Icelandair Group fyrir helgina að stjórnarlaun verði óbreytt. Stjórnarmenn fái 160 þúsund krónur á mánuði, formaður fái 320 þúsund krónur á mánuði og varamenn fái 80 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund.

Lego veðjar á Prince of Persia í Bandaríkjunum

Lego í Danmörku, stærsti leikfangaframleiðandi Evrópu, ætlar að veðja á kvikmyndina Prince of Persia til að tvöfalda sölu sína á Bandaríkjamarkaði á næstu fimm árum. Ætlunin er að setja Legokubbasett á markaðinn í Bandaríkjunum sem yrði byggt á myndinni.

Norðursjávarolían undir 70 dollara á tunnuna

Verð á Norðursjávarolíunni fór undir 70 dollara á tunnuna í morgun en það hefur ekki gerst síðan í febrúar s.l. Verðið stendur nú í 69,7 dollurum sem er lækkun um 2,1%. Bandaríska WTI olían selst nú á 68,6 dollara tunnan en verið á henni fór undir 70 dollara fyrir helgina.

Verðfall á öllum mörkuðum

Verð hafa fallið á öllum helstu hlutabréfa í heiminum frá því í gærkvöldi. Í morgun opnuðu allar helstu kauphallir Evrópu í rauðu eftir svipaða þróun í Asíu í nótt.

Kaupþingsrannsókn Breta nær til Lúx

Rannsókn Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, á starfsemi Kaupþings í Bretlandi hefur nú teygt anga sína til Lúxemborgar. Fulltrúar embættisins hittu sérstakan saksóknara í Amsterdam í síðustu viku. Þar voru einnig fulltrúar belgískra rannsakenda sem og heimamanna og efnahagsbrotadeildar Europol.

Grynnka á skuldum ríkis með sölu eigna

„Mælikvarði IMD er misvísandi, hann málar stöðuna of dökkum litum,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um útreikninga svissneska viðskiptaháskólans á skuldastöðu hins opinbera.

AGS hefur þungar áhyggjur af Spáni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir veiku hagkerfi Spánar og segir ríkið langt því frá að ná nauðsynlegum umbótum til þess að rétta af efnahagskerfið sem hefur mátt þola þung högg undanfarið.

Segja Panama-peninginn hafa ratað aftur til Íslands

Yfirvöld hafa til rannsóknar 3 milljarða sem Pálmi Haraldsson, oft kenndur við hlutafélagið Fons, fékk lánaða en peningurinn á að hafa farið til Panama í gegnum Lúxemborg og þaðan aftur til Íslands. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Tap íslenskra fyrirtækja gríðarlegt

Tap íslenskra fyrirtækja nam rúmum níu þúsund og sexhundruð milljörðum króna á árinu 2008 og hefur eigið fé þeirra nánast gufað upp. Þetta leiðir til minni skatttekna en útlit er fyrir að tekjuskattsstofninn hafi rýrnað um tæpan fjórðung á milli ára.

Ódýrari leið fyrir skattgreiðendur

Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður Vinstri grænna, íhugar að leggja fram þingsályktunartillögu um að farin verði svo kölluð uppboðsleið við afnám gjaldeyrishafta hér á landi. Hún segir þá leið ódýrasta fyrir skattgreiðendur.

Fæðuöryggi falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar

Hagfræðiprófessor segir fæðuöryggi þjóðarinnar vera falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar. Hann segir eldgosið í Eyjafjallajökli hafa sýnt fram á það með áþreifanlegum hætti, og leggur til að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað frá grunni.

Nígeríumaður vill hlut í Arsenal

Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í

Heimsins dýrasta frímerki selt

Heimsins dýrasta frímerki var selt á uppboði í Genf í gær, fullyrðir Ritzau fréttastofan. Frímerkið er svokallaður „Gulur þrískildingur“ og er hluti af frímerkjaröð sem byrjað var að gefa út í Svíþjóð árið 1855. Gulur þrískildingur var prentaður í grænu. Það sem gerir eintakið sem seldist um helgina svo sérstakt er að það var óvart prentað í gulum lit.

Neðri deildin samþykkti björgunarpakkann

Neðri deild þýska þingsins samþykkti í gær hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu. Angela Merkel, kanslari, hafði varað við því að evran væru í hættu. „Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Merkel fyrr í vikunni þegar hún hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands. 319 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 73 á móti.

Síminn telur sig ekki hafa brotið lög

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir að fyrirtækið hafi talið að þær aðgerðir þegar Síminn útbjó lista með upplýsingum um mörg þúsund viðskiptavina símafyrirtækisins Nova væru í samræmi við gildandi lög og reglur.

Betur horfir í efnahagslífinu

Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Almennt var reiknað með þessari ákvörðun bankastjórnarinnar í skugga hræringa á fjármálamörkuðum.

Hertar reglur um bankana

Öldungadeild Bandaríkjanna samþykkti á fimmtudag nýjar og strangar reglur um fjármálastarfsemi, sem eiga að koma í veg fyrir nýtt hrun.

Eignir innlánsstofnana rýrnuðu um 12.000 milljarða

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.956 milljarða kr. í lok árs 2009 samanborið við 14.895 milljarða kr. í lok september 2008. Útlán og kröfur nema um 70% af heildareignum bankanna í árslok 2009.

Líklegt að Síminn hafi brotið samkeppnislög

Samkeppniseftirlitið telur sennilegt að Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og þannig gerst brotlegt gagnvart samkeppnislögum. Þetta kemur fram í bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag.

Rólegt á skuldabréfamarkaðinum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 0,7 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 4,2 milljarða kr. viðskiptum.

Arion banki yfirtekur hluta af starfsemi BM Vallá

Skiptastjóri þrotabús BM Vallár hefur gert samkomulag við Arion banka um að bankinn taki yfir hluta af steypustarfsemi BM Vallár en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota fyrir skömmu.

Landsbankinn kaupir eignir úr þrotabúi BM Vallár

Skiptastjóri þrotabús BM Vallár hefur tekið tilboði Landsbankans um kaup bankans á rekstrareiningunum Vírneti í Borgarbyggð, Límtré á Flúðum og Yleininga í Reykholti en þessar rekstrareiningar voru sá hluti af rekstri BM Vallár hf. sem fjármagnaður var af Landsbankanum.

Marel styður við leikskólana í Garðabæ

Marel afhenti leikskólunum í Garðabæ gjöf í dag til eflingar kennslu á sviði raungreina og náttúruvísinda. Leikskólarnir níu sem starfræktir eru í Garðabæ fengu hver um sig afhenta víðsjá og pakka með ýmsum öðrum kennslubúnaði, að því er segir í tilkynningu.

Öflugt atvinnumálaráðuneyti styrkir atvinnulífið

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) fagna því að stefnt skuli að fækkun ráðuneyta og þannig stefnt að hagræðingu og nauðsynlegum sparnaði hjá hinu opinbera. Samtökin telja að öflugt atvinnumálaráðuneyti muni styrkja atvinnulífið.

Tíundi hver banki vestan hafs í vandræðum

Tíundi hver banki í Bandaríkjum er í fjárhagsvandræðum. Þetta sýna tölur úr uppgjörum í bandaríska bankakerfinu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs.

Afkoma Reykjanesbæjar mun betri en áætlanir

Afkoma bæjarsjóðs Reykjanesbæjar á fyrsta ársfjórðungi ársins var mun betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrstu 3 mánuðina er 65 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að rekstrarhalla á þessu tímabili upp á 277 milljónir króna.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkar áfram

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur hækkað nokkuð allra síðustu daga. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 367 punktum (3,67%) og hafði það hækkað um heila 90 punkta frá því síðastliðinn föstudag.

Dótturfélög Landsbankans hafa frítt spil um launastefnu

Dótturfélögum Landsbankans er gefið frítt spil með launastefnu eftir að Samkeppniseftirlitið gerði þá kröfu um að félögin yrðu færð frá bankanum. Nú hefur Kjararáð ekkert um laun stjórnenda þessara fyrirtækja að segja. Landsbankinn segir að launastefna hjá dótturfélögum sé hins vegar ekki frábrugðin stefnu bankans og að þar séu engir hálaunamenn.

Ástralar vilja leita að gulli austur á fjörðum

Ástralskt fyrirtæki, Platina Resources, hefur sótt um rannsóknarleyfi til Orkustofnunnar til að leita að gulli og öðrum málmum á Austurlandi. Lárus Ólafsson lögmaður Orkustofnunar segir að Platina Resources hafi haft samband við stofnunina fyrir ári síðan. Samskiptin hafa nú leitt til umsóknar Ástralana.

Jón Ólafsson gerir stóran samning við Hilton hótelin

Icelandic Water Holdings, að stórum hluta í eigu Jón Ólafssonar, hefur gert stóran samning við Hilton hótelkeðjuna í Bandaríkjunum um sölu á Icelandic Glacial vatni sínu. Niðurstaðan er að Icelandic Glacial verður hér eftir helsta átappaða drykkjarvatnið á 750 hótelum Hilton um alla Norður-Ameríku.

Uppboðsmarkaður með gjaldeyri léttir á stöðunni

Valdimar Ármann hagfræðingur hjá hinu óháða fjármálafyrirtæki GAM Management segir að samhliða gjaldeyrishöftum geti uppboðsmarkaður með gjaldeyri verið nytsamlegur til að létta á „óþolinmóðu" fjármagni.

Vangaveltur um hvað SÍ geri við Lúxemborgarbréfin

Greining Arion banka veltir fyrir sér hvernig krónueignum þeim sem Seðlabanki Íslands (SÍ) eignaðist í vikunni með samkomulagi við Seðlabankann í Lúxemborg. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um ráðstöfun eignanna en þær nema 120 milljarða kr. eins og kunnugt er.

Sjá næstu 50 fréttir