Vangaveltur um hvað SÍ geri við Lúxemborgarbréfin 21. maí 2010 09:56 Greining Arion banka veltir fyrir sér hvernig krónueignum þeim sem Seðlabanki Íslands (SÍ) eignaðist í vikunni með samkomulagi við Seðlabankann í Lúxemborg. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um ráðstöfun eignanna en þær nema 120 milljarða kr. eins og kunnugt er.Greiningin segir að þar af er þriðjungur, eða 40 milljarðar kr., innstæður í bönkum en afgangurinn, eða 80 milljarða kr. eru í formi íslenskra skuldabréfa - þar sem langstærstur hluti (um 90%) eru verðtryggð íbúðabréf.Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sagt að ef ákveðið yrði að selja skuldabréfin yrði farið í opið og gagnsætt ferli. Þar til niðurstaðan í því máli verður tilkynnt mun hinsvegar óvissuástand áfram ríkja um hvort og þá á hve löngum tíma þessi bréf koma inn á markaðinn.„Verði bréfin seld á markaði er líklegt að það verði gert í skömmtum enda eru 80 milljarðar kr. stór upphæð miðað við það framboð sem er fyrirsjáanlegt restina af árinu. Einnig má benda á að fari slík bréf á markað myndi það jafnframt draga úr lausafé í umferð þar sem peningar myndu þá streyma úr innlánum yfir í skuldabréfin," segir í umfjöllun greiningarinnar.„Aðrar mögulegar leiðir sem hafa verið nefndar er að skuldabréfin yrðu sett inn í Íbúðalánasjóð til að styrkja eiginfjárgrunn sjóðsins. Þá hafa verið uppi hugmyndir að skuldabréfin yrðu seld til lífeyrissjóða gegn greiðslum í evrum með afslætti. Jafnframt gæti Seðlabankinn ákveðið að eiga bréfin og geyma þau út líftíma bréfanna.Annar óvissuþáttur fyrir peningamagnið snýr að 40 milljarða kr. af innstæðunum sem Seðlabankinn eignast við þessi viðskipti. Ef fyrrgreind innlán hafa verið í Seðlabankanum allan tímann þarf ekki að hafa áhyggjur af þýðingu þeirra fyrir peningamagn. Ef við gefum okkur hinsvegar að innstæðurnar séu nú þegar í umferð í bankakerfinu þá þýðir það einfaldlega að Seðlabankinn getur dregið þær til sín og þannig dregið úr peningamagni í umferð.Við það myndu veðlánavextir bankans fá aukið vægi en í dag eru millibankavextir (REIBOR) 90 punktum undir veðlánavöxtum. E.t.v. hefur þó Seðlabankinn ekki áhuga á því að fara út í of róttækar aðgerðir af þessu tagi enda myndi það skapa hættu á of miklum lausafjárskorti og þar með of mikilli herðingu á peningalegu aðhaldi.Áhyggjur Seðlabankamanna af of miklu peningamagni í umferð hafa enda dvínað að undanförnu, þar sem útgáfa innstæðubréfa til að draga úr peningamagni hefur virkað. Hefur það birst í minnkandi bili milli veðlánavaxta og millibankavaxta. Engu að síður er hugsanlegt að bankinn haldi áfram að toga millibankavextina í átt að veðlánavöxtum og eru peningarnir sem Seðló í Lúx gaf okkur aðeins eitt af mögulegum tækjum í því samhengi." Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greining Arion banka veltir fyrir sér hvernig krónueignum þeim sem Seðlabanki Íslands (SÍ) eignaðist í vikunni með samkomulagi við Seðlabankann í Lúxemborg. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um ráðstöfun eignanna en þær nema 120 milljarða kr. eins og kunnugt er.Greiningin segir að þar af er þriðjungur, eða 40 milljarðar kr., innstæður í bönkum en afgangurinn, eða 80 milljarða kr. eru í formi íslenskra skuldabréfa - þar sem langstærstur hluti (um 90%) eru verðtryggð íbúðabréf.Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sagt að ef ákveðið yrði að selja skuldabréfin yrði farið í opið og gagnsætt ferli. Þar til niðurstaðan í því máli verður tilkynnt mun hinsvegar óvissuástand áfram ríkja um hvort og þá á hve löngum tíma þessi bréf koma inn á markaðinn.„Verði bréfin seld á markaði er líklegt að það verði gert í skömmtum enda eru 80 milljarðar kr. stór upphæð miðað við það framboð sem er fyrirsjáanlegt restina af árinu. Einnig má benda á að fari slík bréf á markað myndi það jafnframt draga úr lausafé í umferð þar sem peningar myndu þá streyma úr innlánum yfir í skuldabréfin," segir í umfjöllun greiningarinnar.„Aðrar mögulegar leiðir sem hafa verið nefndar er að skuldabréfin yrðu sett inn í Íbúðalánasjóð til að styrkja eiginfjárgrunn sjóðsins. Þá hafa verið uppi hugmyndir að skuldabréfin yrðu seld til lífeyrissjóða gegn greiðslum í evrum með afslætti. Jafnframt gæti Seðlabankinn ákveðið að eiga bréfin og geyma þau út líftíma bréfanna.Annar óvissuþáttur fyrir peningamagnið snýr að 40 milljarða kr. af innstæðunum sem Seðlabankinn eignast við þessi viðskipti. Ef fyrrgreind innlán hafa verið í Seðlabankanum allan tímann þarf ekki að hafa áhyggjur af þýðingu þeirra fyrir peningamagn. Ef við gefum okkur hinsvegar að innstæðurnar séu nú þegar í umferð í bankakerfinu þá þýðir það einfaldlega að Seðlabankinn getur dregið þær til sín og þannig dregið úr peningamagni í umferð.Við það myndu veðlánavextir bankans fá aukið vægi en í dag eru millibankavextir (REIBOR) 90 punktum undir veðlánavöxtum. E.t.v. hefur þó Seðlabankinn ekki áhuga á því að fara út í of róttækar aðgerðir af þessu tagi enda myndi það skapa hættu á of miklum lausafjárskorti og þar með of mikilli herðingu á peningalegu aðhaldi.Áhyggjur Seðlabankamanna af of miklu peningamagni í umferð hafa enda dvínað að undanförnu, þar sem útgáfa innstæðubréfa til að draga úr peningamagni hefur virkað. Hefur það birst í minnkandi bili milli veðlánavaxta og millibankavaxta. Engu að síður er hugsanlegt að bankinn haldi áfram að toga millibankavextina í átt að veðlánavöxtum og eru peningarnir sem Seðló í Lúx gaf okkur aðeins eitt af mögulegum tækjum í því samhengi."
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira