Grynnka á skuldum ríkis með sölu eigna 25. maí 2010 03:00 Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir of mikið gert úr skuldastöðu hins opinbera. Byrja verði á að vinda ofan af skuldum ríkisins þegar ró færist yfir í ríkisbúskapnum.Fréttablaðið/vilhelm „Mælikvarði IMD er misvísandi, hann málar stöðuna of dökkum litum,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um útreikninga svissneska viðskiptaháskólans á skuldastöðu hins opinbera. Skólinn gerir ráð fyrir að íslenska ríkið nái ásættanlegri skuldastöðu (sextíu prósentum af landsframleiðslu) eftir 22 ár, eða árið 2032. Jöfnuður náist í fjármálum hins opinbera eftir fimm ár og verði einu prósenti af landsframleiðslu eftir það varið til að greiða niður skuldir. Á svipuðu róli eru nokkur lönd í skuldavanda, svo sem Ítalía, Portúgal, Belgía, Bandaríkin og Grikkland. Gylfi Magnússon segir að pottur sé brotinn í ríkisfjármálum hér líkt og víða um heim um þessar mundir. Staðan hér sé þó betri en víða. Því til staðfestingar bendir hann á að ætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda feli í sér að jafnvægi verði komið í ríkisfjármálum 2012 og afgangur verði árið 2013. „Á síðasta ári vorum við aðeins á undan áætlun. Við stöndum mun betur en þau lönd sem valdið hafa mestum titringi undanfarnar vikur,“ segir hann og dregur í efa að önnur lönd í skuldavanda hafi pólitíska og efnahagslega getu til að leysa úr vanda sínum í bráð. „Með því að horfa á brúttóskuldir hins opinbera þá erum við frekar illa stödd. Að mínu mati er eðlilegra að horfa á hreinar skuldir. Á þeim mælikvarða erum við betur stödd með vergar skuldir innan við 50 prósent af landsframleiðslu,“ segir Gylfi. Viðskiptaráðherra segir mögulegt að vinda ofan af skuldaklafanum með ýmsu móti, svo sem með því að draga hratt úr gjaldeyrisvaraforðanum þegar ró færist yfir ríkisbúskapinn. Þá megi selja stórar eignir sem ríkið hafi eignast eftir bankahrunið. Þar á meðal er Landsbankinn, sem hið opinbera hafi lagt til mikið fjármagn. Með sölu bankans muni skuldir hins opinbera lækka. Salan er þó ekki á dagskrá í nánustu framtíð, að sögn viðskiptaráðherra. jonab@frettabladid.is Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
„Mælikvarði IMD er misvísandi, hann málar stöðuna of dökkum litum,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um útreikninga svissneska viðskiptaháskólans á skuldastöðu hins opinbera. Skólinn gerir ráð fyrir að íslenska ríkið nái ásættanlegri skuldastöðu (sextíu prósentum af landsframleiðslu) eftir 22 ár, eða árið 2032. Jöfnuður náist í fjármálum hins opinbera eftir fimm ár og verði einu prósenti af landsframleiðslu eftir það varið til að greiða niður skuldir. Á svipuðu róli eru nokkur lönd í skuldavanda, svo sem Ítalía, Portúgal, Belgía, Bandaríkin og Grikkland. Gylfi Magnússon segir að pottur sé brotinn í ríkisfjármálum hér líkt og víða um heim um þessar mundir. Staðan hér sé þó betri en víða. Því til staðfestingar bendir hann á að ætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda feli í sér að jafnvægi verði komið í ríkisfjármálum 2012 og afgangur verði árið 2013. „Á síðasta ári vorum við aðeins á undan áætlun. Við stöndum mun betur en þau lönd sem valdið hafa mestum titringi undanfarnar vikur,“ segir hann og dregur í efa að önnur lönd í skuldavanda hafi pólitíska og efnahagslega getu til að leysa úr vanda sínum í bráð. „Með því að horfa á brúttóskuldir hins opinbera þá erum við frekar illa stödd. Að mínu mati er eðlilegra að horfa á hreinar skuldir. Á þeim mælikvarða erum við betur stödd með vergar skuldir innan við 50 prósent af landsframleiðslu,“ segir Gylfi. Viðskiptaráðherra segir mögulegt að vinda ofan af skuldaklafanum með ýmsu móti, svo sem með því að draga hratt úr gjaldeyrisvaraforðanum þegar ró færist yfir ríkisbúskapinn. Þá megi selja stórar eignir sem ríkið hafi eignast eftir bankahrunið. Þar á meðal er Landsbankinn, sem hið opinbera hafi lagt til mikið fjármagn. Með sölu bankans muni skuldir hins opinbera lækka. Salan er þó ekki á dagskrá í nánustu framtíð, að sögn viðskiptaráðherra. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira