Bjarsýni landsmanna áfram á uppleið 25. maí 2010 11:55 Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var nú í morgun. Vísitalan hækkar um tæplega þrjú stig frá fyrri mánuði og stendur nú í 57,4 stigum, sem er hæsta gildi hennar frá því fyrir hrun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að eins og kunnugt er mælir vístalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Þetta er einungis í annað skiptið sem vísitalan kemst yfir 50 stig frá bankahruninu og er því augljóslega bjartara yfir landanum nú en undanfarin misseri. Bjartsýni landsmanna nú er þó líkt og undanfarna mánuði fyrst og fremst bundin framtíðinni. Mat á núverandi ástandi í efnahags- og atvinnumálum versnar hins vegar frá síðustu mælingu og mælist því áfram afar lágt, eða 8,0 stig. Tæplega 78% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt um þessar mundir og rúm 57% þeirra telja að atvinnumöguleikar séu litlir. Væntingar til framtíðarinnar glæðast hinsvegar en mat landsmanna á aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum eftir 6 mánuði hækkar úr 83,7 stigum í 90,3 stig. Þó að lund landans sé nú að léttast þegar horft er til framtíðar bólar enn ekkert á því að mat á núverandi aðstæðum færist til betri vegar. Líklega þarf að létta meira til í efnahagsmálunum áður en það gerist en verðbólgan hér er enn sú mesta á EES-svæðinu, atvinnuleysi er i sögulegu hámarki og Icesave deilan bíður lausnar. Mögulegt er að allt þetta hafi verið landanum ofarlega í huga þegar mæling Capacent Gallup fór fram fyrr í þessum mánuði, og í ofanálag var Eyjafjallajökull þá enn að spúa ösku sinni og varpaði stórum skugga á ferðamannatímabilið sem nú er að hefjast. Núna horfir það til betri vegar en athyglisvert verður að sjá hvernig væntingar landsmanna þróast næstu mánuði. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var nú í morgun. Vísitalan hækkar um tæplega þrjú stig frá fyrri mánuði og stendur nú í 57,4 stigum, sem er hæsta gildi hennar frá því fyrir hrun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að eins og kunnugt er mælir vístalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Þetta er einungis í annað skiptið sem vísitalan kemst yfir 50 stig frá bankahruninu og er því augljóslega bjartara yfir landanum nú en undanfarin misseri. Bjartsýni landsmanna nú er þó líkt og undanfarna mánuði fyrst og fremst bundin framtíðinni. Mat á núverandi ástandi í efnahags- og atvinnumálum versnar hins vegar frá síðustu mælingu og mælist því áfram afar lágt, eða 8,0 stig. Tæplega 78% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt um þessar mundir og rúm 57% þeirra telja að atvinnumöguleikar séu litlir. Væntingar til framtíðarinnar glæðast hinsvegar en mat landsmanna á aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum eftir 6 mánuði hækkar úr 83,7 stigum í 90,3 stig. Þó að lund landans sé nú að léttast þegar horft er til framtíðar bólar enn ekkert á því að mat á núverandi aðstæðum færist til betri vegar. Líklega þarf að létta meira til í efnahagsmálunum áður en það gerist en verðbólgan hér er enn sú mesta á EES-svæðinu, atvinnuleysi er i sögulegu hámarki og Icesave deilan bíður lausnar. Mögulegt er að allt þetta hafi verið landanum ofarlega í huga þegar mæling Capacent Gallup fór fram fyrr í þessum mánuði, og í ofanálag var Eyjafjallajökull þá enn að spúa ösku sinni og varpaði stórum skugga á ferðamannatímabilið sem nú er að hefjast. Núna horfir það til betri vegar en athyglisvert verður að sjá hvernig væntingar landsmanna þróast næstu mánuði.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira