Bjarsýni landsmanna áfram á uppleið 25. maí 2010 11:55 Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var nú í morgun. Vísitalan hækkar um tæplega þrjú stig frá fyrri mánuði og stendur nú í 57,4 stigum, sem er hæsta gildi hennar frá því fyrir hrun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að eins og kunnugt er mælir vístalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Þetta er einungis í annað skiptið sem vísitalan kemst yfir 50 stig frá bankahruninu og er því augljóslega bjartara yfir landanum nú en undanfarin misseri. Bjartsýni landsmanna nú er þó líkt og undanfarna mánuði fyrst og fremst bundin framtíðinni. Mat á núverandi ástandi í efnahags- og atvinnumálum versnar hins vegar frá síðustu mælingu og mælist því áfram afar lágt, eða 8,0 stig. Tæplega 78% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt um þessar mundir og rúm 57% þeirra telja að atvinnumöguleikar séu litlir. Væntingar til framtíðarinnar glæðast hinsvegar en mat landsmanna á aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum eftir 6 mánuði hækkar úr 83,7 stigum í 90,3 stig. Þó að lund landans sé nú að léttast þegar horft er til framtíðar bólar enn ekkert á því að mat á núverandi aðstæðum færist til betri vegar. Líklega þarf að létta meira til í efnahagsmálunum áður en það gerist en verðbólgan hér er enn sú mesta á EES-svæðinu, atvinnuleysi er i sögulegu hámarki og Icesave deilan bíður lausnar. Mögulegt er að allt þetta hafi verið landanum ofarlega í huga þegar mæling Capacent Gallup fór fram fyrr í þessum mánuði, og í ofanálag var Eyjafjallajökull þá enn að spúa ösku sinni og varpaði stórum skugga á ferðamannatímabilið sem nú er að hefjast. Núna horfir það til betri vegar en athyglisvert verður að sjá hvernig væntingar landsmanna þróast næstu mánuði. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var nú í morgun. Vísitalan hækkar um tæplega þrjú stig frá fyrri mánuði og stendur nú í 57,4 stigum, sem er hæsta gildi hennar frá því fyrir hrun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að eins og kunnugt er mælir vístalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Þetta er einungis í annað skiptið sem vísitalan kemst yfir 50 stig frá bankahruninu og er því augljóslega bjartara yfir landanum nú en undanfarin misseri. Bjartsýni landsmanna nú er þó líkt og undanfarna mánuði fyrst og fremst bundin framtíðinni. Mat á núverandi ástandi í efnahags- og atvinnumálum versnar hins vegar frá síðustu mælingu og mælist því áfram afar lágt, eða 8,0 stig. Tæplega 78% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt um þessar mundir og rúm 57% þeirra telja að atvinnumöguleikar séu litlir. Væntingar til framtíðarinnar glæðast hinsvegar en mat landsmanna á aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum eftir 6 mánuði hækkar úr 83,7 stigum í 90,3 stig. Þó að lund landans sé nú að léttast þegar horft er til framtíðar bólar enn ekkert á því að mat á núverandi aðstæðum færist til betri vegar. Líklega þarf að létta meira til í efnahagsmálunum áður en það gerist en verðbólgan hér er enn sú mesta á EES-svæðinu, atvinnuleysi er i sögulegu hámarki og Icesave deilan bíður lausnar. Mögulegt er að allt þetta hafi verið landanum ofarlega í huga þegar mæling Capacent Gallup fór fram fyrr í þessum mánuði, og í ofanálag var Eyjafjallajökull þá enn að spúa ösku sinni og varpaði stórum skugga á ferðamannatímabilið sem nú er að hefjast. Núna horfir það til betri vegar en athyglisvert verður að sjá hvernig væntingar landsmanna þróast næstu mánuði.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira