Viðskipti innlent

Afkoma Reykjanesbæjar mun betri en áætlanir

Afkoma bæjarsjóðs Reykjanesbæjar á fyrsta ársfjórðungi ársins var mun betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrstu 3 mánuðina er 65 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að rekstrarhalla á þessu tímabili upp á 277 milljónir króna.

Reykjanesbær hefur nú gengið frá rekstraruppgjöri fyrir fyrstu 3 mánuði ársins 2010 sem meðal annars er unnið fyrir Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga.

Í tilkynningu segir að skatttekjur voru 191 milljónum kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 1.724 milljónir kr. Aðrar tekjur eru í samræmi við áætlanir eða 376 milljónir króna.

Rekstrargjöld voru 85 milljónum kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 1.972 milljónir króna.

Fjármagnsliðir voru 70 milljónum kr. lægri en áætlanir gerður ráð fyrir eða 63 milljónir króna.

Reykjanesbær hefur greitt upp annað af tveimur erlendu lánum sem bærinn var með og er því einungis með eitt erlent lán. Önnur lán bæjarsjóðsins eru flest hjá Lánasjóði sveitarfélaga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×