Viðskipti innlent

Hótel Rangá á lista yfir 100 bestu hótel Evrópu

Hótel Rangá er að finna á lista yfir 100 bestu hótelin í Evrópu. Listinn er tekinn saman af sérfræðingum fyrir breska blaðið The Times.

Í umfjöllun Times um Hótel Rangá segir m.a. að allir ferðamenn með sjálfsvirðingu sem ætla að heimsækja Ísland í sumar mun reyna að koma sér eins nálægt eldfjallinu Eyjafjallajökli og þeir geta án þess að brenna sig. Þar til í mars s.l. var lúxussveitahótelið Rangá ábyggilegasti staðurinn á jörðinni til að fylgjast með norðurljósunum. Nú er það besti staðuinn til að fylgjast með eldglæringunum frá nágrannaeldfjallinu.

Það fylgir sögunni að lífleg laxveiðiá renni við hlið hótelsins og að gestir þess geti slappað af í heitum potti sem nýtir jarðhitavatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×