Viðskipti innlent

Vinstri grænir vildu bráðabirðalög á Magma Energy

Ráðherrar Vinstri grænna vildu beita bráðabirgðalögum gegn Magma Energy. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag og birt er á vefsíðu blaðsins.

Í fréttinni segir að gríðarlegur titringur er innan stjórnarráðsins vegna þess að Magma Energy hefur nú eignast HS Orku nánast að öllu leyti. Það stríðir enda gegn stefnu annars stjórnarflokksins, Vinstri grænna, að orkufyrirtæki sem leigir auðlindir til lengri tíma sé í eigu erlends einkaaðila.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að ýmsir ráðherrar úr röðum VG hafi viljað setja bráðabirgðalög á kaup Magma þegar félagið keypti um þriðjungshlut HS Orku í ágúst í fyrra. Ráðherrar Samfylkingar hafi þó sett sig á móti því . Í kjölfarið var reynt að fá lífeyrissjóði landsins og Grindavíkurbæ til liðs við ríkissjóð til að kaupa það sem eftir stóð af hlut GGE í HS Orku. Það tókst ekki og sá hlutur hefur nú verið seldur til Magma.

Nú leita Vinstri grænir alla leiða til að hafa áhrif á málið. Ein hugmyndin er sú að gera varðveislu orkuauðlinda í almenningseigu að kosningamáli í þeim sveitarfélögum sem halda á skipulagsrétti á framtíðarnýtingarsvæðum HS Orku. Þar er helst átt við Krísuvík og Trölladyngju, en HS Orka er með rannsóknarleyfi á þeim svæðum.

Vinstri grænir vilja beita sér fyrir því að þau sveitarfélög sem halda á skipulagsréttinum á þessum svæðum, en það eru aðallega Hafnarfjörður og Grindavík, meini orkufyrirtækjum í einkaeigu að nýta auðlindirnar. Þess í stað hugnast þeim að leita til OR eða Landsvirkjunar sem eru í opinberri eigu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.