Fleiri fréttir

Opera Software flytur gagnavinnslu sína til Íslands

Norska fyrirtækið Opera Software mun flytja gagnavinnslu sína til Íslands. Hefur Opera samið við íslenska fyrirtækið Thor Data Center um málið. Reiknað er með að starfsemi Opera muni valda stórfelldri aukingu á gagnaflutningum um sæstrengina Farice og Danice.

Getum sjálf kennt okkur um kreppuna

Ísland er hugsanlega komið lengra á veg með að fást við alþjóðafjármálakreppuna en mörg önnur ríki í Evrópu, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í grein sem birtist eftir hana í Businessweek

Telur Magma traustari bakhjarl en GGE

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út.

Skilur gremju vegna bónusa - en segir kröfuna réttmæta

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem vill hálfan milljarð króna í ógreiddan kauprétt frá þrotabúi bankans, segir að samningar verði að halda þótt mótaðili fari í þrot. Hann segist skilja gremju almennings en krafa sín sé réttmæt.

Starfsmenn Arion banka á fræðslufundarröð um siðferði

Starfsmenn Arion banka taka nú þátt í fræðslufundaröð um siðferði í samstarfi við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Einnig hefur starfshópur um siðferði verið skipaður í bankanum. Þetta kom fram á aðalfundi stjórnar bankans í dag fyrir starfsárið 2009.

Eistneskur auðjöfur vildi yfirtaka Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hafnaði síðasta sumar tilboði frá eistneskum auðjöfri um að yfirtaka knattspyrnudeildina og leggja tugi milljóna króna inn í rekstur hennar, segir Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildarinnar í samtali við Vísi.

Rúmlega 11 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 11,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 1,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 9,7 ma. viðskiptum.

Bréf Marels hækka um 2,39 prósent eftir fall

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 2,39 prósent í Kauphöllinni í dag eftir rúmlega átta prósenta fall í gær. Þá hækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,86 prósent.

Nær helmingur fyrirtækjalána í skilum hjá Íslandsbanka

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, birti í morgun á opnum fundi Samkeppniseftirlitsins yfirlit yfir lán Íslandsbanka til fyrirtækja. Athygli verkur að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður í atvinnulífinu er tæpur helmingur lána bankans til fyrirtækja, eða 46%, í skilum.

SI: Eitt atvinnuvegaráðuneyti er fagnaðarefni

Samtök iðnaðarins (SI) segir að sameining ráðuneyta sem sinna málefnum atvinnulífsins er fagnaðarefni og í samræmi við stefnu SI til margra ára. Ekki er þó sama hvernig er að verki staðið og þar skortir talsvert á af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Ræddi skilyrði fyrir banka til yfirtöku á fyrirtækjum

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi sett eignarhaldi bankanna á tilteknum atvinnufyrirtækjum ítarleg skilyrði. Þessi skilyrði koma fram í ákvörðunum sem birtar eru í hverju og einu samrunamáli.

Samkeppnishæfni Íslands talin í meðallagi

"Þetta styrkir okkur í trúnni um hvar við þurfum helst að bæta okkur á næstu árum," segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, um nýja skýrslu svissneska háskólans Institute for Management Development um samkeppnishæfni þjóða. Samkeppnishæfni Íslands er talin í meðallagi í hópi vestrænna ríkja í skýrslunni.

Tefja endurreisnina og spilla fyrir samkeppni

Hægagangur í úrlausn skuldsettra fyrirtækja tefur endurreisnina og spillir fyrir samkeppni, segir formaður Samtaka atvinnulífsins. Nú líti út fyrir að eitt til tvö ár líði í viðbót áður en eðlilegt ástand geti skapast meðal atvinnufyrirtækja.

Stýrivextir líklega aftur lækkaðir í lok júní

Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti sín í lok júní um a.m.k. sömu prósentu og raunin varð í þessum mánuði. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um fundagerð nefndarinnar.

Tal sett í söluferli

Fjarskiptafyrirtækið Tal, sem er þriðja stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi og er að stærstum hluta í eigu Landsbankans, hefur verið sett í söluferli en það var eitt af skilyrðum sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið.

Íslandsbanki veitir 10 námsstyrki

Íslandsbanki veitti í gær framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna. Námsstyrkir eru veittir árlega til námsmanna í viðskiptum við bankann sem eru félagar í Námsvild Íslandsbanka og í ár bárust 433 umsóknir um styrki.

Álverðið lækkar mikið, komið undir 2.000 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðfallið undanfarin mánuð og er nú komið undir 2.000 dollara á tonnið. Verðið m.v. þriggja mánaða framvirka saminga stendur nú í 1,997 dollurum á tonnið. Hefur verðið ekki verið lægra í ár síðan í febrúar.

SA: Hópur fyrirtækja á leið í þrot vegna kreppunnar

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis (SA) segir að samkvæmt upplýsingum frá bönkunum muni hópur fyrirtækja fara í þrot vegna kreppunnar. Framundan sé heilmikil endurskipulagning í atvinnulífinu sem ljúki vonandi að mestu á næstu 12 mánuðum. Vilhjálmur segir stöðu fyrirtækja vera mismunandi en erlend lán valdi mörgum þeirra vandræðum.

Eik Banki rekinn með 142 milljóna tapi

Eik Banki var rekinn með 6,6 milljóna danskra kr. eða 142 milljóna kr. tapi fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert betri niðurstaða en á sama tímabili í fyrra þegar tapið nam 36,5 milljónum danskra kr.

Tekur 20 ár að ná skuldum Íslands á viðráðanlegt stig

Samkvæmt áliti svissneska viðskiptaskólans IMD International mun það taka Ísland lengur en næstu 20 árin að ná opinberum skuldum sínum niður á viðráðanlegt stig. Þar er Ísland í hópi þjóða á borð við Ítalíu, Portúgal, Belgíu, Bandaríkjanna og Grikklands.

Tveir í Peningastefnunefnd vildu meiri vaxtalækkun

Tveir af fimm í Peningastefnunefnd Seðlabankans vildu lækka stýrivexti meira en ákveðið var á fundi nefndarinnar fyrr í mánuðinum. Annar þeirra vildi að vextirnir lækkuðu um 0,75 prósentustig og hinn vildi lækka þá um eitt prósentustig. Sem kunnugt er af fréttum var ákveðið að lækka vextina um 0,5 prósentustig.

Vill hálfan milljarð í ógreiddan bónus og ágreiningur fer fyrir dóm

Steinþór Gunnarsson sem gerir nú kröfu um að þrotabú Landsbankans greiði sér hálfan milljarð króna í ógreiddan bónus, sem greiða átti árið 2007, fékk sama ár rúmlega tvö hundruð milljónir krónar greiddar í bónus. Dæmi eru um að sviðið sem hann stýrði hafi greitt bónusa sem voru hærri en tekjur þess.

Áratugalangt starf í hættu

Stjórnendur Vörumerkingar sjá fram á að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta eftir 48 ár í rekstri sömu aðila. Ástæðan er gengishrun krónunnar, verðbólga og himinháir vextir, sagði Karl M. Karlsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Erlend skuldastaða þjóðarbúsins lækkar um 50 milljarða

Erlend skuldastaða þjóðarbúsins lækkar um 50 milljarða vegna samkomulags sem Seðlabanki Íslands hefur gert við Seðlabankann í Lúxemborg. Fjórðungur af krónueign í erlendri eigu flyst heim, en hundruð milljarða krónueign útlendinga er ein meginástæða gjaldeyrishaftanna. Seðlabankastjóri segir samkomulagið skref í átt að afnámi þeirra.

Fréttaskýring: Tugmilljarða gengishagnaður SÍ

Áætla má að gengishagnaður Seðlabanka Íslands (SÍ) og ríkissjóðs nemi rúmum 40 milljörðum kr. vegna samnings þess sem gerður var við Seðlabanka Lúxemborgar (BCL) og kynntur var í morgun. Krónueignin var keypt á aflandsgengi og í útreikningum hér er miðað við gengið 250 kr. fyrir evruna.

Úrvalsvísitalan féll um fimm prósent

Gengi hlutabréfa Marels féll um heil 8,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem fór niður um 3,59 prósent.

GBI vísitalan lækkaði í miklum viðskiptum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í töluvert miklum viðskiptum eða 19,7 milljörðum kr. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,6% í 4,6 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 14,5 milljarða kr. viðskiptum.

Gengisvísitalan komin undir 220 stig

Gengisvísitalan er komin undir 220 stig en gengi krónunnar hefur styrkst um 1,4% það sem af er deginum. Hefur gengisvísitalan ekki verið lægri síðan snemma árs í fyrra.

Athugasemd frá Arion banka

Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun:

Lilja Mósesdóttir vill uppboðsmarkað fyrir gjaldeyri

Þingmaður Vinstri grænna leggur til að komið verði á uppboðsmarkaði fyrir gjaldeyri þar sem innlendir eigendur gjaldeyris geta selt hann á yfirverði. Með slíkri aðferð væri hægt að tryggja hægfara afnám gjaldeyrishaftanna á sem ódýrasta hátt fyrir skattgreiðendur.

Innlend velta vex um 7,4% í krónum talið

Innlend velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum var ríflega 7,4% meiri í krónum talið á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga er aukningin þó mun minni, eða um 0,5%.

Atlantic Petroleum skilar 440 milljóna hagnaði

Hagnaður Atlantic Petroleum á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 20,5 milljónum danskra kr. eða ríflega 440 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er töluvert betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 15,3 milljónum danskra kr.

Skattaflótti stöðvaður með nýjum samningum

Norðurlöndin efla aðgerðir gegn alþjóðlegum skattaflótta með nýjum samingum um upplýsingamiðlun. Í dag undirrituðu norrænu ríkin samninga við ríkin Antigua og Babuda, Dominica, Grenada og St. Lucia.

Seðlabankinn keypti krónueignir á aflandsgengi

Seðlabanki Íslands fékk krónueignir þær sem hann keypti af Seðlabankanum í Lúxemborg á aflandsgengi eða um 250 kr. fyrir evruna. Evran hefur fallið töluvert að undanförnu og er hið opinbera gengi hennar nú skráð rétt rúmlega 160 kr.

Angela Merkel veldur dýfu á evrópskum mörkuðum

Sú ákvörðun stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands að banna ákveðnar tegundir af skortstöðum á þýska markaðinum hefur valdið því að hlutabréfamarkaðir um alla Evrópu byrja daginn í frjálsu falli.

Landsbankinn notaði Avens til að mjólka BCL

Hollenska fjármálafyrirtækið Avens B.V. var stofnað af Landsbankanum sumarið 2008 gagngert til að mjólka Seðlabanka Lúxemborgar (BCL) um 100 milljarða kr. Sagt er að Sigurjón Árnason þáverandi bankastjóri Landsbankans hafi átti hugmyndina að þessari fléttu.

Seðlabankinn semur við BCL um 120 milljarða eignir

Seðlabanki Íslands hefur fyrir sína hönd og Ríkissjóðs Íslands gert samkomulag við Seðlabankann í Lúxemborg (BCL) og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008. Landsbankinn í Lúxemborg (Landsbanki Luxembourg S.A.) er dótturfélag Landsbanka Íslands hf.

Sjá næstu 50 fréttir