Viðskipti erlent

Betur horfir í efnahagslífinu

Masaaki Shirakawa, seðlabankastjóri Japans, segir horfur jákvæðar í efnahagslífinu. Fréttablaðið/AP
Masaaki Shirakawa, seðlabankastjóri Japans, segir horfur jákvæðar í efnahagslífinu. Fréttablaðið/AP

Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Almennt var reiknað með þessari ákvörðun bankastjórnarinnar í skugga hræringa á fjármálamörkuðum.

Netmiðillinn MarketWatch bendir á að bankastjórnin gerir ráð fyrir jákvæðum horfum á næstu mánuðum enda sé efnahagslífið að rétta hægt og bítandi úr kútnum. Þá ætlar seðlabankinn að styðja betur við hagkerfið og auka lánveitingar til fyrirtækja. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×