Fleiri fréttir Dönsk flugfélög fá ríkisábyrgð vegna öskunnar Dönsk flugfélög og ferðaskrifstofur munu fá ríkisábyrgð á þeim lánum sem þau þurfa að taka eftir skaðann sem askan frá gosinu í Eyjafjallajökli hefur valdið þeim. 18.5.2010 14:44 ESB þrengir reglur um fjárfestingar- og vogunarsjóði Löndin innan ESB eru sammála um þörfina á því að herða og þrengja reglurnar um starfsemi fjárfestingar- og vogunarsjóða innan landamæra sambandsins. Fjármálaráðherrar ESB hafa samþykkt að unnið skuli að nýjum reglum um þessa sjóði og að þær eigi að lögfesta árið 2012. 18.5.2010 13:01 Stjórn LV ætlar í mál við bankana vegna taps sjóðsins Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna (LV) ætlar láta á það reyna fyrir dómstólum, hvort hægt verður að sækja bætur til bankanna vegna taps sjóðsins, sem stjórnarmenn vilja rekja til blekkinga bankanna. Þær hafi einkum birst í markaðsmisnotkun í hlutabréfaviðskiptum. 18.5.2010 12:15 Aðeins dregur úr verðbólgunni Verðbólgan hér á landi var 11,1% í apríl samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) birti nú í morgun. Lækkar verðbólgan milli mánaða en hún var 11,6% hér á landi í mars á kvarða samræmdrar vísitölu. 18.5.2010 11:41 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkar á ný Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands til fimm ára stendur nú í 284 punktum (2,84%). Hefur álagið hækkað um 35 pkt. frá því fyrir viku síðan þegar það stóð í 249 pkt. og hafði þá ekki verið lægra síðan fyrir bankahrun. 18.5.2010 11:20 Verkfalli lokið hjá Carlsberg, Danir fá ölið sitt Verkfalli 1.100 starfsmanna Carlsberg brugghússins í Danmörku lauk í morgun. Starfsmennirnir hófu vinnu um hádegisbilið og Danir fá nú að nýju Carlsberg og Tuborg ölið sitt. 18.5.2010 11:15 Tryggingasjóður kallar eftir upplýsingum Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta mun kalla eftir upplýsingum um greiðsluskyldu sína gagnvart Byr, Sparisjóðnum í Keflavík og VBS fjárfestingabanka. Þetta er gert í framhaldi af því áliti Fjármálaeftirlitsins að greiðsluskylda hafi skapast hjá sjóðnum gagnvart viðskiptavinum þessara fjármálafyrirtækja og greint er frá hér á síðunni. 18.5.2010 10:38 Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs neikvæður um 13,8 milljarða Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs neikvæður um 13,8 milljarða kr. Á sama tíma í fyrra var hreinn lánsfjárjöfnuður því sem næst í jafnvægi, eða neikvæður upp á aðeins 0,1 milljarð kr. og er því staðan nú 13,7 milljörðum kr. verri en á sama tíma í fyrra. 18.5.2010 10:24 Íslendingar jákvæðastir allra þjóða Íslendingar eru jákvæðasta þjóð í heimi samkvæmt mælingum Efnahags- og framfarastofnun, eða OECD. Í mælingunni er stuðst við gögn sem safnað var í fyrra, sem sagt eftir bankahrun. 18.5.2010 09:58 DataMarket opnar gagnatorg á netinu Fyrirtækið DataMarket hefur hleypt af stokkunum gagnatorgi sínu á vefslóðinni DataMarket.com. 18.5.2010 08:57 Tryggingasjóður greiði viðskiptavinum Byr, Spkef og VBS Það er álit Fjármálaeftirlitsins (FME) að stofnast hafi greiðsluskylda hjá Tryggingasjóði innistæðueigenda gagnvart viðskiptavinum Byrs, Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og VBS fjárfestingabanka. 18.5.2010 08:50 Svissneskur franki ekki lengur flóttaleið í óvissuástandi Sókn alþjóðlegra fjárfesta í gjaldmiðlana Kanadadollar og jen er hefðbundin flóttaleið í óvissuástandi, en svissnenskur franki er vanalega einnig í þeim hópi. Nú hafa fjárfestar forðast hann vegna tengsla við Evrópu. 18.5.2010 08:29 Prófessor líkir Grikklandi við Lehman Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. 18.5.2010 00:01 Rannsókn sérstaks saksóknara á Exeter Holdings á lokastigum Rannsókn sérstaks saksóknar á viðskiptum Exeter Holdings ehf. með stofnfjárbréf í Byr er langt komin en það er þó óljóst hvenær og hvort ákærur verði gefnar út. 17.5.2010 17:37 Jóni vikið úr starfi hjá Stoðum Jóni Sigurðssyni hefur verið veitt lausn frá störfum sem framkvæmdastjóri Stoða samkvæmt tilkynningu sem Eiríkur Elís Þorláksson, stjórnarformaður Stoða, sendi frá sér í dag. 17.5.2010 17:15 Rifta niðurfellingu ábyrgða starfsmanna Kaupþings Slitastjórn Kaupþings banka sendi í morgun um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þáverandi stjórnendum og lykilstarfsmönnum til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. 17.5.2010 14:32 Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila. 17.5.2010 18:54 Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um tæp 1,4 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,37 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marels, sem fór niður um 0,24 prósent. 17.5.2010 16:37 Salan á Smáralind: Nærliggjandi lóðir líka til sölu Fasteignafélag Íslands ehf., eigandi verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, hefur ákveðið að gefa fjárfestum sem áhuga hafa á að kaupa verslunarmiðstöðina, kost á því að kaupa einnig nærliggjandi lóðir í eigu félagsins. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að lóðirnar séu sunnan Smáralindar við Hagasmára og Hæðasmára. „Þessar lóðir verða hvorki seldar sérstaklega sem heild né heldur stakar, heldur er ætlunin að gefa kaupanda verslunarmiðstöðvarinnar tækifæri á að eignast þær jafnhliða kaupum á Smáralindinni.“ 17.5.2010 16:31 Sigurður með mest undir eða 7,8 milljarða í riftuninni Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, nú eftirlýstur af Interpol, er með mest undir af þeim 80 fyrrum starfsmönnum Kaupþings sem fengu í morgun tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þeim. Sigurði er gert að greiða rúmalega 7,8 milljarða kr. 17.5.2010 15:38 Sem betur fer ráða stjórnvöld ekki för í sölu HS Orku „Rétt er að rifja upp að þegar Magma Energy festi fyrst hlut í HS Orku fyrir nokkrum misserum tók hluti ríkisstjórnar og alþingismanna því afar illa og fann flest til foráttu. Enn eru þeir sömu við sitt heygarðshorn. Sem betur fer ráða þeir ekki för í þessu máli," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í tilkynningu um kaup Magma Energy á HS Orku. 17.5.2010 14:05 Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagna hans úr stjórnum House of Fraser og Iceland Food en Fréttastofan greindi frá þessum afsögnum fyrir og um helgina. 17.5.2010 13:45 SA fagna sölunni á HS Orku Samtök atvinnulífsins fagna samkomulagi um kaup Magma Energy á stórum hlut í HS Orku. Í tilkynningu frá SA segir að með samkomulaginu hafi sterkt erlent fyrirtæki eignast ráðandi hlut í HS Orku og jafnframt lýst yfir áformum um að standa að öflugri uppbyggingu jarðvarmavirkjana hér á landi. 17.5.2010 13:44 BM Vallá óskar eftir gjaldþrotaskiptum Í dag, mánudaginn 17. maí, lagði stjórn BM Vallár hf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 17.5.2010 13:33 Pundið er komið undir 190 krónur Gengisvísitalan hefur verið að styrkjast töluvert frá því í hádeginu og er pundið nú komið undir 190 kr. Hefur pundið veikst gagnvart krónunni um tæplega 1,5% frá því fyrir helgina. 17.5.2010 13:20 Vilja að Hampiðjan greiði 59,6 milljónir í arð Á aðalfundi Hampiðjunnar á föstudaginn kemur verður lög fram tillaga stjórnar um að fundurinn samþykki að greiddur verði 12% arður vegna ársins 2009, alls að fjárhæð tæpar 59,6 milljónir kr. 17.5.2010 12:32 Krónan ekki verið jafnsterk gagnvart evrunni í rúmt ár Gengi krónunnar gagnvart evru heldur áfram að styrkjast og kostar evran 162,4 krónur á innlendum millibankamarkaði þegar þetta er ritað (kl. 11:30). Um áramótin stóð evran í 179,9 krónum og hefur krónan því styrkst um 10,7% gagnvart evru frá þeim tíma, og í raun hefur krónan ekki verið jafn sterk gagnvart evru í rúmt ár. 17.5.2010 12:16 Meniga í samvinnu við Applicon á Norðurlöndum Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga, sem rekur samnefndan fjármálavef fyrir heimili, hefur valið Applicon í Svíþjóð, dótturfélag Nýherja hf, til þess að annast endursölu á lausnum félagsins til banka á Norðurlöndunum. 17.5.2010 11:13 Magma Energy eignast 98,5% hlut í HS Orku Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins með 98,5% hlut. 17.5.2010 10:36 Formaður stjórnar TM segir sig úr stjórninni Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM), hefur sagt sig úr stjórn félagsins. 17.5.2010 10:19 Kosið um stjórn Icelandair Group á hluthafafundi Kosið verður um stjórn Icelandair Group á komandi hluthafafundi félagsins. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til stjórnar Icelandair Group á hluthafafundi sem haldinn verður föstudaginn 21. maí kl 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica. 17.5.2010 10:06 Miðlarar veðja á að evran veikist áfram Gengi evrunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið veikara í fjögur ár. Gjaldeyrismiðlarar veðja á að gengið muni veikjast enn frekar en fram kemur á Bloomberg fréttaveitunni að verðið fyrir að tryggja sig gegn frekari veikingu evrunnar hefur ekki verið hærra í sjö ár. 17.5.2010 10:01 HS Orka skilar 1,2 milljarða hagnaði Hagnaður HS Orku á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 1,2 milljörðum kr. en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 800 milljónum kr. 17.5.2010 09:33 Verkfall áfram hjá Carlsberg, bjórþurrkur hjá Dönum Meiri harka er nú hlaupin í verkfallsaðgerðir starfsmanna brugghússins Carlsberg í Danmörku en starfsmennirnir samþykktu að halda verkfalli sínu áfram á stórum fundi í morgun. Danskar verslanir og krár eru að verða uppiskroppa með Carlsberg og Tuborg bjóra. 17.5.2010 09:17 Heildaraflinn minnkaði um 16,5% milli ára í apríl Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum aprílmánuði, metinn á föstu verði, var 16,5% minni en í apríl 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 14,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 17.5.2010 09:01 Olíuverð lækkar hratt, tunnan fór undir 70 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka á töluverðum hraða og fór í morgun undir 70 dollara á tunnuna. Verðið stendur nú í rétt rúmum 70 dollurum. Það er einkum ótryggur efnahagur í Evrópu sem veldur þessum lækkunum. 17.5.2010 08:20 Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. 17.5.2010 06:30 Aldrei fleiri kaupmálar verið gerðir Aldrei hafa fleiri kaupmálar verið gerðir eins og strax eftir bankahrunið. Ekki verður hægt að rifta þeim öllum þrátt fyrir að fyrningarfrestur hafi verið lengdur. 16.5.2010 18:53 Tollstjóri getur krafist gjaldþrotaskipta Tollstjóri, fyrir hönd skattrannsóknarstjóra, getur krafist þess að fyrrverandi forsvarsmenn FL Group verði teknir til gjaldþrotaskipta. Enginn þeirra á eignir upp í kyrrsetningarkröfu skattrannsóknarstjóra vegna meintrar refsiverðar háttsemi þeirra á lögum um virðisaukaskatt. 16.5.2010 19:24 Helmingur stærstu útgerða stefna í þrot án fyrningar Elín Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sagði á opnum sjávarútvegsfundi á Ísafirði s.l. miðvikudag að samkvæmt skýrslu Rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sé skuldarstaða 12 af 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög slæm. 16.5.2010 14:21 Magma mun eignast bróðurhlutann í HS orku Fátt getur komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignist 98 prósenta hluti í HS orku. Þar með yrði þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í eigu erlendra aðila. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir þetta þýða að hagnaður af orkusölunni flytjist úr landi. Bæjarfélagið hafi selt frá sér mjólkurkúna. 16.5.2010 12:00 Schwarzenegger boðar niðurskurð Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri í Kaliforníu, boðar stórfelldan niðurskurð við gerð fjárlaga fylkisins. 16.5.2010 09:37 Jón Ásgeir segir sig úr stjórn Iceland Jón Ásgeir Jóhannesson mun segja sig úr stjórn Iceland matvöruverslunarkeðjunnar um helgina, að því er Sunday Mail fullyrðir. Hann sagði sig úr stjórn House of Fraser í síðustu viku. 15.5.2010 22:47 Fleiri riftunarmál í farvatninu Fleiri riftunarmál eru í farvatninu hjá slitastjórn Landsbankans en nú þegar hefur slitastjórnin endurheimt einn milljarð króna með riftun ráðstafanna. Þeir sem riftunarmálin beinast að hafa fram til loka næstu viku til að svara slitastjórninni, að öðrum kosti verður þeim stefnt. 15.5.2010 18:30 Frestur Jóns Ásgeirs framlengdur til mánudags Frestur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til að skila inn lista yfir eignir sínar til slitastjórnar Glitnis framlengist fram á mánudag, segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar. „Ég geng út frá því," segir Steinunn. Fresturinn átti upphaflega að renna út klukkan tvö í dag. 15.5.2010 13:58 Sjá næstu 50 fréttir
Dönsk flugfélög fá ríkisábyrgð vegna öskunnar Dönsk flugfélög og ferðaskrifstofur munu fá ríkisábyrgð á þeim lánum sem þau þurfa að taka eftir skaðann sem askan frá gosinu í Eyjafjallajökli hefur valdið þeim. 18.5.2010 14:44
ESB þrengir reglur um fjárfestingar- og vogunarsjóði Löndin innan ESB eru sammála um þörfina á því að herða og þrengja reglurnar um starfsemi fjárfestingar- og vogunarsjóða innan landamæra sambandsins. Fjármálaráðherrar ESB hafa samþykkt að unnið skuli að nýjum reglum um þessa sjóði og að þær eigi að lögfesta árið 2012. 18.5.2010 13:01
Stjórn LV ætlar í mál við bankana vegna taps sjóðsins Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna (LV) ætlar láta á það reyna fyrir dómstólum, hvort hægt verður að sækja bætur til bankanna vegna taps sjóðsins, sem stjórnarmenn vilja rekja til blekkinga bankanna. Þær hafi einkum birst í markaðsmisnotkun í hlutabréfaviðskiptum. 18.5.2010 12:15
Aðeins dregur úr verðbólgunni Verðbólgan hér á landi var 11,1% í apríl samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) birti nú í morgun. Lækkar verðbólgan milli mánaða en hún var 11,6% hér á landi í mars á kvarða samræmdrar vísitölu. 18.5.2010 11:41
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkar á ný Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands til fimm ára stendur nú í 284 punktum (2,84%). Hefur álagið hækkað um 35 pkt. frá því fyrir viku síðan þegar það stóð í 249 pkt. og hafði þá ekki verið lægra síðan fyrir bankahrun. 18.5.2010 11:20
Verkfalli lokið hjá Carlsberg, Danir fá ölið sitt Verkfalli 1.100 starfsmanna Carlsberg brugghússins í Danmörku lauk í morgun. Starfsmennirnir hófu vinnu um hádegisbilið og Danir fá nú að nýju Carlsberg og Tuborg ölið sitt. 18.5.2010 11:15
Tryggingasjóður kallar eftir upplýsingum Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta mun kalla eftir upplýsingum um greiðsluskyldu sína gagnvart Byr, Sparisjóðnum í Keflavík og VBS fjárfestingabanka. Þetta er gert í framhaldi af því áliti Fjármálaeftirlitsins að greiðsluskylda hafi skapast hjá sjóðnum gagnvart viðskiptavinum þessara fjármálafyrirtækja og greint er frá hér á síðunni. 18.5.2010 10:38
Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs neikvæður um 13,8 milljarða Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs neikvæður um 13,8 milljarða kr. Á sama tíma í fyrra var hreinn lánsfjárjöfnuður því sem næst í jafnvægi, eða neikvæður upp á aðeins 0,1 milljarð kr. og er því staðan nú 13,7 milljörðum kr. verri en á sama tíma í fyrra. 18.5.2010 10:24
Íslendingar jákvæðastir allra þjóða Íslendingar eru jákvæðasta þjóð í heimi samkvæmt mælingum Efnahags- og framfarastofnun, eða OECD. Í mælingunni er stuðst við gögn sem safnað var í fyrra, sem sagt eftir bankahrun. 18.5.2010 09:58
DataMarket opnar gagnatorg á netinu Fyrirtækið DataMarket hefur hleypt af stokkunum gagnatorgi sínu á vefslóðinni DataMarket.com. 18.5.2010 08:57
Tryggingasjóður greiði viðskiptavinum Byr, Spkef og VBS Það er álit Fjármálaeftirlitsins (FME) að stofnast hafi greiðsluskylda hjá Tryggingasjóði innistæðueigenda gagnvart viðskiptavinum Byrs, Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og VBS fjárfestingabanka. 18.5.2010 08:50
Svissneskur franki ekki lengur flóttaleið í óvissuástandi Sókn alþjóðlegra fjárfesta í gjaldmiðlana Kanadadollar og jen er hefðbundin flóttaleið í óvissuástandi, en svissnenskur franki er vanalega einnig í þeim hópi. Nú hafa fjárfestar forðast hann vegna tengsla við Evrópu. 18.5.2010 08:29
Prófessor líkir Grikklandi við Lehman Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. 18.5.2010 00:01
Rannsókn sérstaks saksóknara á Exeter Holdings á lokastigum Rannsókn sérstaks saksóknar á viðskiptum Exeter Holdings ehf. með stofnfjárbréf í Byr er langt komin en það er þó óljóst hvenær og hvort ákærur verði gefnar út. 17.5.2010 17:37
Jóni vikið úr starfi hjá Stoðum Jóni Sigurðssyni hefur verið veitt lausn frá störfum sem framkvæmdastjóri Stoða samkvæmt tilkynningu sem Eiríkur Elís Þorláksson, stjórnarformaður Stoða, sendi frá sér í dag. 17.5.2010 17:15
Rifta niðurfellingu ábyrgða starfsmanna Kaupþings Slitastjórn Kaupþings banka sendi í morgun um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þáverandi stjórnendum og lykilstarfsmönnum til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. 17.5.2010 14:32
Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila. 17.5.2010 18:54
Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um tæp 1,4 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,37 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marels, sem fór niður um 0,24 prósent. 17.5.2010 16:37
Salan á Smáralind: Nærliggjandi lóðir líka til sölu Fasteignafélag Íslands ehf., eigandi verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, hefur ákveðið að gefa fjárfestum sem áhuga hafa á að kaupa verslunarmiðstöðina, kost á því að kaupa einnig nærliggjandi lóðir í eigu félagsins. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að lóðirnar séu sunnan Smáralindar við Hagasmára og Hæðasmára. „Þessar lóðir verða hvorki seldar sérstaklega sem heild né heldur stakar, heldur er ætlunin að gefa kaupanda verslunarmiðstöðvarinnar tækifæri á að eignast þær jafnhliða kaupum á Smáralindinni.“ 17.5.2010 16:31
Sigurður með mest undir eða 7,8 milljarða í riftuninni Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, nú eftirlýstur af Interpol, er með mest undir af þeim 80 fyrrum starfsmönnum Kaupþings sem fengu í morgun tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þeim. Sigurði er gert að greiða rúmalega 7,8 milljarða kr. 17.5.2010 15:38
Sem betur fer ráða stjórnvöld ekki för í sölu HS Orku „Rétt er að rifja upp að þegar Magma Energy festi fyrst hlut í HS Orku fyrir nokkrum misserum tók hluti ríkisstjórnar og alþingismanna því afar illa og fann flest til foráttu. Enn eru þeir sömu við sitt heygarðshorn. Sem betur fer ráða þeir ekki för í þessu máli," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í tilkynningu um kaup Magma Energy á HS Orku. 17.5.2010 14:05
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagna hans úr stjórnum House of Fraser og Iceland Food en Fréttastofan greindi frá þessum afsögnum fyrir og um helgina. 17.5.2010 13:45
SA fagna sölunni á HS Orku Samtök atvinnulífsins fagna samkomulagi um kaup Magma Energy á stórum hlut í HS Orku. Í tilkynningu frá SA segir að með samkomulaginu hafi sterkt erlent fyrirtæki eignast ráðandi hlut í HS Orku og jafnframt lýst yfir áformum um að standa að öflugri uppbyggingu jarðvarmavirkjana hér á landi. 17.5.2010 13:44
BM Vallá óskar eftir gjaldþrotaskiptum Í dag, mánudaginn 17. maí, lagði stjórn BM Vallár hf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 17.5.2010 13:33
Pundið er komið undir 190 krónur Gengisvísitalan hefur verið að styrkjast töluvert frá því í hádeginu og er pundið nú komið undir 190 kr. Hefur pundið veikst gagnvart krónunni um tæplega 1,5% frá því fyrir helgina. 17.5.2010 13:20
Vilja að Hampiðjan greiði 59,6 milljónir í arð Á aðalfundi Hampiðjunnar á föstudaginn kemur verður lög fram tillaga stjórnar um að fundurinn samþykki að greiddur verði 12% arður vegna ársins 2009, alls að fjárhæð tæpar 59,6 milljónir kr. 17.5.2010 12:32
Krónan ekki verið jafnsterk gagnvart evrunni í rúmt ár Gengi krónunnar gagnvart evru heldur áfram að styrkjast og kostar evran 162,4 krónur á innlendum millibankamarkaði þegar þetta er ritað (kl. 11:30). Um áramótin stóð evran í 179,9 krónum og hefur krónan því styrkst um 10,7% gagnvart evru frá þeim tíma, og í raun hefur krónan ekki verið jafn sterk gagnvart evru í rúmt ár. 17.5.2010 12:16
Meniga í samvinnu við Applicon á Norðurlöndum Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga, sem rekur samnefndan fjármálavef fyrir heimili, hefur valið Applicon í Svíþjóð, dótturfélag Nýherja hf, til þess að annast endursölu á lausnum félagsins til banka á Norðurlöndunum. 17.5.2010 11:13
Magma Energy eignast 98,5% hlut í HS Orku Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins með 98,5% hlut. 17.5.2010 10:36
Formaður stjórnar TM segir sig úr stjórninni Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM), hefur sagt sig úr stjórn félagsins. 17.5.2010 10:19
Kosið um stjórn Icelandair Group á hluthafafundi Kosið verður um stjórn Icelandair Group á komandi hluthafafundi félagsins. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til stjórnar Icelandair Group á hluthafafundi sem haldinn verður föstudaginn 21. maí kl 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica. 17.5.2010 10:06
Miðlarar veðja á að evran veikist áfram Gengi evrunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið veikara í fjögur ár. Gjaldeyrismiðlarar veðja á að gengið muni veikjast enn frekar en fram kemur á Bloomberg fréttaveitunni að verðið fyrir að tryggja sig gegn frekari veikingu evrunnar hefur ekki verið hærra í sjö ár. 17.5.2010 10:01
HS Orka skilar 1,2 milljarða hagnaði Hagnaður HS Orku á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 1,2 milljörðum kr. en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 800 milljónum kr. 17.5.2010 09:33
Verkfall áfram hjá Carlsberg, bjórþurrkur hjá Dönum Meiri harka er nú hlaupin í verkfallsaðgerðir starfsmanna brugghússins Carlsberg í Danmörku en starfsmennirnir samþykktu að halda verkfalli sínu áfram á stórum fundi í morgun. Danskar verslanir og krár eru að verða uppiskroppa með Carlsberg og Tuborg bjóra. 17.5.2010 09:17
Heildaraflinn minnkaði um 16,5% milli ára í apríl Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum aprílmánuði, metinn á föstu verði, var 16,5% minni en í apríl 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 14,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 17.5.2010 09:01
Olíuverð lækkar hratt, tunnan fór undir 70 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka á töluverðum hraða og fór í morgun undir 70 dollara á tunnuna. Verðið stendur nú í rétt rúmum 70 dollurum. Það er einkum ótryggur efnahagur í Evrópu sem veldur þessum lækkunum. 17.5.2010 08:20
Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. 17.5.2010 06:30
Aldrei fleiri kaupmálar verið gerðir Aldrei hafa fleiri kaupmálar verið gerðir eins og strax eftir bankahrunið. Ekki verður hægt að rifta þeim öllum þrátt fyrir að fyrningarfrestur hafi verið lengdur. 16.5.2010 18:53
Tollstjóri getur krafist gjaldþrotaskipta Tollstjóri, fyrir hönd skattrannsóknarstjóra, getur krafist þess að fyrrverandi forsvarsmenn FL Group verði teknir til gjaldþrotaskipta. Enginn þeirra á eignir upp í kyrrsetningarkröfu skattrannsóknarstjóra vegna meintrar refsiverðar háttsemi þeirra á lögum um virðisaukaskatt. 16.5.2010 19:24
Helmingur stærstu útgerða stefna í þrot án fyrningar Elín Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sagði á opnum sjávarútvegsfundi á Ísafirði s.l. miðvikudag að samkvæmt skýrslu Rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sé skuldarstaða 12 af 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög slæm. 16.5.2010 14:21
Magma mun eignast bróðurhlutann í HS orku Fátt getur komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignist 98 prósenta hluti í HS orku. Þar með yrði þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í eigu erlendra aðila. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir þetta þýða að hagnaður af orkusölunni flytjist úr landi. Bæjarfélagið hafi selt frá sér mjólkurkúna. 16.5.2010 12:00
Schwarzenegger boðar niðurskurð Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri í Kaliforníu, boðar stórfelldan niðurskurð við gerð fjárlaga fylkisins. 16.5.2010 09:37
Jón Ásgeir segir sig úr stjórn Iceland Jón Ásgeir Jóhannesson mun segja sig úr stjórn Iceland matvöruverslunarkeðjunnar um helgina, að því er Sunday Mail fullyrðir. Hann sagði sig úr stjórn House of Fraser í síðustu viku. 15.5.2010 22:47
Fleiri riftunarmál í farvatninu Fleiri riftunarmál eru í farvatninu hjá slitastjórn Landsbankans en nú þegar hefur slitastjórnin endurheimt einn milljarð króna með riftun ráðstafanna. Þeir sem riftunarmálin beinast að hafa fram til loka næstu viku til að svara slitastjórninni, að öðrum kosti verður þeim stefnt. 15.5.2010 18:30
Frestur Jóns Ásgeirs framlengdur til mánudags Frestur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til að skila inn lista yfir eignir sínar til slitastjórnar Glitnis framlengist fram á mánudag, segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar. „Ég geng út frá því," segir Steinunn. Fresturinn átti upphaflega að renna út klukkan tvö í dag. 15.5.2010 13:58
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent