Opera Software flytur gagnavinnslu sína til Íslands 21. maí 2010 08:25 Norska fyrirtækið Opera Software mun flytja gagnavinnslu sína til Íslands. Hefur Opera samið við íslenska fyrirtækið Thor Data Center um málið. Reiknað er með að starfsemi Opera muni valda stórfelldri aukingu á gagnaflutningum um sæstrengina Farice og Danice. Í tilkynningu um málið segir að í dag klukkan tólf á hádegi munu forseti Íslands og iðnaðarráðherra gangsetja fyrsta íslenska gagnaverið, við Steinhellu í Hafnarfirði. Það er íslenska fyrirtækið Thor Data Center sem byggt hefur og reka mun gagnaverið. Fyrirtækið er stofnað af nokkrum íslenskum frumkvöðlum með áratugareynslu úr tölvugeiranum og með þátttöku íslenskra framtaksfjárfesta. Norska fyrirtækið Opera Software sem er heimsþekkt fyrirtæki í tölvugeiranum og hefur verið framarlega í þróun vefvafra síðastliðin 15 ár skrifar við þetta sama tilefni undir samning um að flytja stóran hluta af gagnavinnslu sinni til Íslands. Jón S. von Tetzchner stofnandi Opera Software kemur sérstaklega hingað til lands og mun undirrita samningana fyrir hönd fyrirtækis síns. Annars vegar er um að ræða samkomulag við Thor Data Center um gagnageymsluna hins vegar við íslenska fjarskiptafyrirtækið E-Farice um flutning gagnanna um sæstrengi á milli Noregs og Íslands og bækistöðva Opera sem eru víða um heim. Jón er íslenskur að hálfu og bjó hér á landi þar til hann hélt til háskólanáms í Noregi. Hann stofnaði Opera fyrir réttum 18 árum og er fyrirtækið nú með yfir 110 milljónir notenda um heim allan. Undirbúningur að stofnun gagnaversins hefur farið fremur hljótt en hann hófst af alvöru fyrir aðeins 18 mánuðum síðan. Þessi skammi tími sem liðinn er frá stofnun fyrirtækisins og þar til að gagnageymsla fyrir erlenda viðskiptavini gat hafist, var mögulegur vegna nýtingar á nýrri tækni í hönnun gagnavera sem rutt hefur sér til rúms á síðustu tveimur árum. Frá fyrsta degi sem starfsemi þess hefst telst Thor gagnaverið vera umhverfisvænasta gagnaver í heimi. Bæði er það vegna þeirrar tækni sem það notar og vegna þess að það nýtir einungis endurnýjanlega orku. Gagnaverið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og allt að 19,2 megawött ef þörf verður á. Gagnaverið Thor er fyrsta gagnaverið af þessum toga sem tekið er í notkun á Íslandi og Opera Software er fyrsta erlenda stórfyrirtækið sem færir gagnavörslu sína til Íslands. Miklar vonir hafa verið bundnar við þennan iðnað hér á landi og telja forsvarsmenn Thors Data Center fullt tilefni til bjartsýni. Von er á tilkynningum um fleiri erlenda samninga á næstunni og hafa upphaflegar áætlanir fyrirtækisins um hraða uppbyggingarinnar í Hafnarfirði verið endurskoðaðar. Búist er við að núverandi húsnæði verði orðið of lítið strax á næsta ári. „Ástæða þess að Opera Software ákveður að semja við Thor Data Center er sú að fyrirtækið getur boðið okkur upp á 100% endurnýjanlega orku. Framboð á orku á Íslandi verður fyrirsjáanlega stöðugra en víða annars staðar á næstu árum og sú staðreynd í bland við þá frábæru tæknikunnáttu sem er til staðar hjá Thor DC er megin ástæða þess að Opera Software hefur tekið ákvörðun um að hýsa gögn sín hér á land," segir Jón S. von Tetzchner stofnandi Opera Software. „Það er jafnframt mikið ánægjuefni, ekki síst fyrir mig persónulega vegna tengsla minna við Ísland, að geta átt þátt í að styrkja efnahag Íslands á þeirri stundu þegar landið þarfnast þess mest við. Ég hlakka til að eiga áframhaldandi samstarf við frumkvöðlana hjá Thor DC og fylgjast með uppbyggingu gagnaversiðnaðar hér á landi. Ljóst er að Íslendingar eiga mikil tækifæri á þessu sviði. Nýsköpun og þor er rétta leiðin út úr kreppunni og Ísland þarf einskis að kvíða ef þetta verða áherslurnar." Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Norska fyrirtækið Opera Software mun flytja gagnavinnslu sína til Íslands. Hefur Opera samið við íslenska fyrirtækið Thor Data Center um málið. Reiknað er með að starfsemi Opera muni valda stórfelldri aukingu á gagnaflutningum um sæstrengina Farice og Danice. Í tilkynningu um málið segir að í dag klukkan tólf á hádegi munu forseti Íslands og iðnaðarráðherra gangsetja fyrsta íslenska gagnaverið, við Steinhellu í Hafnarfirði. Það er íslenska fyrirtækið Thor Data Center sem byggt hefur og reka mun gagnaverið. Fyrirtækið er stofnað af nokkrum íslenskum frumkvöðlum með áratugareynslu úr tölvugeiranum og með þátttöku íslenskra framtaksfjárfesta. Norska fyrirtækið Opera Software sem er heimsþekkt fyrirtæki í tölvugeiranum og hefur verið framarlega í þróun vefvafra síðastliðin 15 ár skrifar við þetta sama tilefni undir samning um að flytja stóran hluta af gagnavinnslu sinni til Íslands. Jón S. von Tetzchner stofnandi Opera Software kemur sérstaklega hingað til lands og mun undirrita samningana fyrir hönd fyrirtækis síns. Annars vegar er um að ræða samkomulag við Thor Data Center um gagnageymsluna hins vegar við íslenska fjarskiptafyrirtækið E-Farice um flutning gagnanna um sæstrengi á milli Noregs og Íslands og bækistöðva Opera sem eru víða um heim. Jón er íslenskur að hálfu og bjó hér á landi þar til hann hélt til háskólanáms í Noregi. Hann stofnaði Opera fyrir réttum 18 árum og er fyrirtækið nú með yfir 110 milljónir notenda um heim allan. Undirbúningur að stofnun gagnaversins hefur farið fremur hljótt en hann hófst af alvöru fyrir aðeins 18 mánuðum síðan. Þessi skammi tími sem liðinn er frá stofnun fyrirtækisins og þar til að gagnageymsla fyrir erlenda viðskiptavini gat hafist, var mögulegur vegna nýtingar á nýrri tækni í hönnun gagnavera sem rutt hefur sér til rúms á síðustu tveimur árum. Frá fyrsta degi sem starfsemi þess hefst telst Thor gagnaverið vera umhverfisvænasta gagnaver í heimi. Bæði er það vegna þeirrar tækni sem það notar og vegna þess að það nýtir einungis endurnýjanlega orku. Gagnaverið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og allt að 19,2 megawött ef þörf verður á. Gagnaverið Thor er fyrsta gagnaverið af þessum toga sem tekið er í notkun á Íslandi og Opera Software er fyrsta erlenda stórfyrirtækið sem færir gagnavörslu sína til Íslands. Miklar vonir hafa verið bundnar við þennan iðnað hér á landi og telja forsvarsmenn Thors Data Center fullt tilefni til bjartsýni. Von er á tilkynningum um fleiri erlenda samninga á næstunni og hafa upphaflegar áætlanir fyrirtækisins um hraða uppbyggingarinnar í Hafnarfirði verið endurskoðaðar. Búist er við að núverandi húsnæði verði orðið of lítið strax á næsta ári. „Ástæða þess að Opera Software ákveður að semja við Thor Data Center er sú að fyrirtækið getur boðið okkur upp á 100% endurnýjanlega orku. Framboð á orku á Íslandi verður fyrirsjáanlega stöðugra en víða annars staðar á næstu árum og sú staðreynd í bland við þá frábæru tæknikunnáttu sem er til staðar hjá Thor DC er megin ástæða þess að Opera Software hefur tekið ákvörðun um að hýsa gögn sín hér á land," segir Jón S. von Tetzchner stofnandi Opera Software. „Það er jafnframt mikið ánægjuefni, ekki síst fyrir mig persónulega vegna tengsla minna við Ísland, að geta átt þátt í að styrkja efnahag Íslands á þeirri stundu þegar landið þarfnast þess mest við. Ég hlakka til að eiga áframhaldandi samstarf við frumkvöðlana hjá Thor DC og fylgjast með uppbyggingu gagnaversiðnaðar hér á landi. Ljóst er að Íslendingar eiga mikil tækifæri á þessu sviði. Nýsköpun og þor er rétta leiðin út úr kreppunni og Ísland þarf einskis að kvíða ef þetta verða áherslurnar."
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira