Viðskipti innlent

Eik Banki rekinn með 142 milljóna tapi

Marner Jacobsen bankastjóri Eik Banki segir í tilkynningunni að eiginfjárhlutfall bankans og lausafjárstaða hans séu viðunandi.
Marner Jacobsen bankastjóri Eik Banki segir í tilkynningunni að eiginfjárhlutfall bankans og lausafjárstaða hans séu viðunandi.
Eik Banki var rekinn með 6,6 milljóna danskra kr. eða 142 milljóna kr. tapi fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert betri niðurstaða en á sama tímabili í fyrra þegar tapið nam 36,5 milljónum danskra kr.

Í tilkynningu um uppgjör bankans fyrir ársfjórðunginn segir að niðurstaðan sé í takt við væntingar. Verulega hafi dregið úr afskriftum og vaxtatekjur fari vaxandi.

Marner Jacobsen bankastjóri Eik Banki segir í tilkynningunni að eiginfjárhlutfall bankans og lausafjárstaða hans séu viðunandi. Eiginfjárhlutfallið sé 11,9% og bankinn eigi 4,8 milljarða danskra kr. í lausu fé.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×