Angela Merkel veldur dýfu á evrópskum mörkuðum 19. maí 2010 09:25 Sú ákvörðun stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands að banna ákveðnar tegundir af skortstöðum á þýska markaðinum hefur valdið því að hlutabréfamarkaðir um alla Evrópu byrja daginn í frjálsu falli.Í frétt um málið á BbC segir að ákvörðun þýskra yfirvalda hafi komið öllum í opna skjöldu og skapað mikla óvissu. FTSE vísitalan í London hefur fallið um 2,4%, Dax vísitalan í Frankfurt hefur fallið um 2,6%, Cac 40 í París um rúm 3% og C20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur fallið um 3%.Áætlanir þýskra stjórnvalda ganga út á að banna svokallaðar naktar skortstöður í skuldabréfum í evrum og í tíu af stærstu fjármálafyrirtækjum Þýskalands.Skortstöður ganga út á að miðlarar fá fjármálavörur þ.e. skuldabréf, hlutabréf o. sv.fr. að láni til einhvers tíma, selja þær strax og gera svo dæmið upp í lok lánstímans. Nakin skortstaða er þegar miðlarar selja fjármálavöru án þess að hafa fengið hana að láni fyrst.Bannið á þessum gerningi á að gilda frá deginum í dag og fram til marsloka á næsta ári. Stjórn Merkels er nú harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft neitt samráð við önnur evrópsk yfirvöld um þessa ákvörðun sína. Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sú ákvörðun stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands að banna ákveðnar tegundir af skortstöðum á þýska markaðinum hefur valdið því að hlutabréfamarkaðir um alla Evrópu byrja daginn í frjálsu falli.Í frétt um málið á BbC segir að ákvörðun þýskra yfirvalda hafi komið öllum í opna skjöldu og skapað mikla óvissu. FTSE vísitalan í London hefur fallið um 2,4%, Dax vísitalan í Frankfurt hefur fallið um 2,6%, Cac 40 í París um rúm 3% og C20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur fallið um 3%.Áætlanir þýskra stjórnvalda ganga út á að banna svokallaðar naktar skortstöður í skuldabréfum í evrum og í tíu af stærstu fjármálafyrirtækjum Þýskalands.Skortstöður ganga út á að miðlarar fá fjármálavörur þ.e. skuldabréf, hlutabréf o. sv.fr. að láni til einhvers tíma, selja þær strax og gera svo dæmið upp í lok lánstímans. Nakin skortstaða er þegar miðlarar selja fjármálavöru án þess að hafa fengið hana að láni fyrst.Bannið á þessum gerningi á að gilda frá deginum í dag og fram til marsloka á næsta ári. Stjórn Merkels er nú harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft neitt samráð við önnur evrópsk yfirvöld um þessa ákvörðun sína.
Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira