Viðskipti innlent

Seðlabankinn lækkar dráttarvexti

Seðlabanki Íslands hefur lækkað dráttarvexti og verða þeir 15,5 %. Þetta er lækkun um hálft prósentustig.

Greint er frá þessu á vefsíðu Seðlabankans í mánaðarlegri tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa lækkað um hálft prósentustig frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun og voru stýrivextir lækkaðir niður í 8,5% hinn 5. maí sl. er Seðlabankinn tilkynnti stýrivaxtaákvörðun sína.

Fyrir tímabilið 1. júní - 30. júní 2010 verða vextir eftirfarandi:

Vextir af óverðtryggðum lánum lækka og verða 8,25%

Vextir af skaðabótakröfum lækka og verða 5,5%.

Vextir verðtryggðra lána haldast aftur á móti óbreyttir frá síðustu vaxtatilkynningu er gilti fyrir maí 2010 og verða áfram 4,8%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×