Fleiri fréttir Skuldatryggingaálag ríkissjóðs að ná áramótastöðunni Skuldatryggingaálag ríkissjóðs stendur nú í 353 punktum samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni og er þar með að ná svipaðari stöðu og var um áramótin síðustu. Þá stóð álagið í 345 punktum. 26.4.2010 09:05 Olían hækkar í krafti nýrra hagtalna vestan hafs Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka í dag og er tunnan af Brent olíu á markaðinum í London nú komin í 87,50 dollara. Hefur verðið á henni ekki verið hærra undanfarna 18 mánuði. Það er nýjar hagtölur í Bandaríkjunum sem valda hækkunum á olíunni nú. 26.4.2010 08:34 Bandaríska hagkerfið tapaði 100 milljörðum á öskunni Bandaríska hagkerfið tapaði 813 milljón dollara eða ríflega 100 milljörðum kr. vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Hér er átt við fyrstu sex dagana sem gosið stóð og lamaði meir og minna flugsamgöngur í norðurhluta Evrópu. 26.4.2010 08:11 Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. 26.4.2010 06:00 Breskar flugstöðvar vilja opinbera aðstoð vegna gossins Rekstraraðilar breskra flugstöðva hafa beðið stjórnvöld um aðstoð eftir að hafa tapað 80 milljónum sterlingspunda vegna röskunar á flugi sem varð vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 25.4.2010 15:34 Hafa tæpan mánuð til að bjarga Grikklandi frá greiðslufalli Grikkir hafa aðeins rétt tæpan mánuð til að komast að samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslur til að forða ríkinu frá greiðslufalli. Sérfræðingar óttast að sá björgunarpakki sem nú er til umræðu dugi hins vegar ekki til bjarga Grikkjum. 25.4.2010 13:26 Á von á að fleiri matsfyrirtæki breyti mati á Íslandi Gylfi Magnússon, efnhags- og viðskiptaráðherra, væntir þess að fleiri matsfyrirtæki muni á næstu mánuðum fylgja í kjölfar Moody's sem á föstudag breytti lánshæfismati ríkisjóðs úr neikvæðum í stöðugar. 25.4.2010 12:00 Eignir ríkasta fólks í Bretlandi aukast á ný - myndir Eignir ríkustu manna í Bretlandi eru að aukast á ný eftir ósköpin sem dundu yfir hagkerfi alheimsins árin 2008 og 2009. Hlutabréfaverð er að hækka, bankarnir eru að hagnast á ný og sjálfstraust fjárfesta eykst. Eignir 1000 milljarðamæringa á lista breska blaðsins Sunday Times yfir ríkustu menn árið 2010 hafa því aukist um tæp 30% frá því árið á undan og er það mesta hækkun á ársgrundvelli í 22 ár. 25.4.2010 10:10 Efnahagsráðherra telur að krónan hljóti að styrkjast brátt Efnhags- og viðskiptaráðherra telur allt benda til þess að krónan fari að styrkjast á næstu misserum. Gjaldeyrishöftum verður hins vegar ekki aflétt í bráð vegna þeirra tafa sem orðið hafa á framvindu efnhagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 24.4.2010 18:30 Aðstæður í Grikklandi einstakar Aðstæður í Grikklandi eru einstakar og ástandið mun ekki breiðast út til annarra ríkja, t.d. Spánar, segir Jean Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu. 24.4.2010 16:25 Eigendur Saab vilja breyta nafninu en geta það ekki Spyker fyrirtækið, sem hefur nýlega keypt Saab bílaframleiðsluna, vill breyta nafni Saab. Stjórnendur Spyker vilja að Saab og Spyker nöfnunum verði skeytt saman. 24.4.2010 15:13 Óska eftir fundi með ráðherra vegna sparisjóðsins Fulltrúar sveitarstjórna Húnaþings vestra og Bæjarhrepps og Samtaka stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda funduðu í gær á Hvammstanga vegna yfirtöku ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík. 24.4.2010 10:49 Áliðnaður nýtir þrjá fjórðu orkunnar Áliðnaðurinn nýtir meira en 75 prósent af allri raforku sem framleidd er í landinu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan jarðhitamarkað. 24.4.2010 07:15 Þýskir kröfuhafar fengu leið á ríkinu „Þetta hefur vissulega neikvæð áhrif á lífeyrissjóðina. En við byrjuðum að færa niður kröfur okkar á sparisjóðina árið 2008 og höfum gert það reglulega síðan þá,“ segir Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festa lífeyrissjóðs, um yfirtöku ríkisins á Sparisjóði Keflavíkur og Byr í gærnótt. Hann segir niðurfærsluna þegar komna fram í ársreikningi. 24.4.2010 06:00 Jákvæð umfjöllun „Þetta er út af fyrir sig ágætt. Umfjöllunin er mjög jákvæð,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýja lánshæfiseinkunn Moody‘s. 24.4.2010 06:00 Horfur úr neikvæðum í stöðugar Moody‘s breytti lánshæfiseinkunn ríkisins þegar fyrir lá samþykki annarrar endurskoðunar áætlunar stjórnvalda og AGS. Þá lá fyrir nýtt óbirt mat sem gerði ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum horfum. 24.4.2010 06:00 Bankinn verði leiðandi afl í endurreisninni Bankinn á að vera leiðandi afl í endurreisn íslensks efnahagslífs, segir nýr bankastjóri Arion banka. Hann getur ekki tjáð sig um hvernig hann hyggst taka á málefnum stærstu skuldara bankans, hann þurfi að kynna sér þau frá sjónarhóli bankans. 23.4.2010 18:47 Hlutabréf Marels lækkuðu um 1,19 prósent Gengi hlutabréfa í Marel lækkaði um 1,19 prósent í Kauphöllinni í dag og gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri um 0,52 prósent. Önnur hreyfing var ekki á markaðnum í dag. 23.4.2010 16:17 GBI vísitalan hækkaði um 0,3% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 7,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 3,7 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,8 milljarða kr. viðskiptum. 23.4.2010 15:52 Íslandsbanki býður fyrirtækjum höfuðstólslækkun „Íslandsbanki mun í næstu viku hefja að bjóða fyrirtækjum sem eru með tekjur í íslenskum krónum og lán í erlendri mynt að sækja um höfuðstólslækkun þannig að höfuðstóll lánanna færist eins og hann var 29. september 2008. Um leið verður lánunum breytt í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum og við það getur höfuðstóll erlendra lána til fyrirtækja lækkað allt að 30%." 23.4.2010 15:41 Áfram dræm sala á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl til og með 22. apríl 2010 var 40. Þar af voru 30 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.168 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,2 milljónir króna. 23.4.2010 15:03 Lánshæfimat ÍLS einnig sett á stöðugar horfur Matsfyrirtækið Moody's greindi frá því í dag að það hefði breytt horfum á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs (ÍLS), sem er Baa3, í stöðugar úr neikvæðum. 23.4.2010 14:58 Yfirmönnum sagt upp hjá BYR Fjórum starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Byr eftir að ríkið tók bankann yfir í gærkvöldi. 23.4.2010 14:35 Ríkið leggur Byr og Spkef til samtals 1,7 milljarð Eiginfjárframlag ríkisins inn Byr og Sparisjóði Keflavíkur (Spkef) nemur samtals rúmum 1,7 milljörðum kr. Í hvorn sparisjóð nemur framlagið 5 milljónum evra, eða um 860 milljónum króna. Bankasýsla ríkisins muni síðan taka ákvörðun um framtíðar fjármögnun sparisjóðanna. 23.4.2010 14:15 Höskuldur Ólafsson ráðinn bankastjóri Arion banka Stjórn Arion banka hefur ráðið Höskuld H. Ólafsson í starf bankastjóra Arion banka og mun hann taka til starfa eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Höskuldur var valinn úr hópi 40 umsækjenda sem sóttu um stöðuna þegar Arion banki auglýsti eftir bankastjóra í desember sl. 23.4.2010 14:03 Ný framkvæmdastjórn SA skipuð Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) í vikunni var skipuð ný framkvæmdastjórn SA fyrir starfsárið 2010-2011. Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni samtakanna ásamt 6 mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna. 23.4.2010 13:58 Atlantic Airways tapar 57 til 100 milljónum á gosinu Færeyska flugfélagið Atlantic Airways, sem skráð er í Kauphöllinni, hefur tapað 2,5 til 4,5 milljónum danskra kr. eða 57 til 100 milljónum kr. á eldgosinu í Eyjafjallajökli. 23.4.2010 13:22 Stofnfjáreigendur missa allt sitt í Byr og Spkef Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og eru þeir nú að fullu í eigu ríkisins. Stofnfjáreigendur missa allt sitt. 23.4.2010 12:23 Moodys´s telur hagstæðari Icesavesamninga framundan Matsfyrirtækið Moody´s segir að líklega muni nýr Icesavesamningur við Breta og Hollendinga verða Íslendingum hagstæðari en fyrri samningar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s þar sem horfum á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er breytt úr neikvæðum í stöðugar. 23.4.2010 11:30 Dreifing flytur í nýtt vöruhús Dreifing heildverslun hefur flutt í nýtt vöruhús sem eigendur fyrirtækisins hafa byggt undir starfsemi þess og er nýtt heimilsfang að Brúarvogi 1-3, rétt um 1 km sunnar en Vatnagarðar 8 eða nánar tiltekið við hliðina á Samskip beint fyrir neðan Húsasmiðjuna og Bónus í Skútuvogi. 23.4.2010 11:15 Moody´s breytir horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar Matsfyrirtækið Moody´s hefur breytt horfum sínum fyrir lánshæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum og yfir í stöðugar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s sem birt er í dag. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá Moody´s stendur í Baa3. 23.4.2010 11:06 Hátækni og þjónusta 5,5% af útflutningstekjum þjóðarinnar Verðmæti útflutnings á hátæknivörum og þjónustu á síðasta ári nam 37 milljörðum íslenskra króna. Það jafngilti 5,5% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. 23.4.2010 10:29 Samband íslenskra sparisjóða segir óvissu lokið „Með þessum atburðum lýkur þeirri óvissu sem hefur ríkt um einstaka sparisjóði og sparisjóðanetið alveg frá bankahruninu í október 2008," segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða um fréttirnar af Byr og Spkef. 23.4.2010 10:17 Kauphöllin lokar á BYR og Spkef í viðskiptakerfi sínu Kauphöllin hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir aðgang Byr sparisjóðs (Kauphallarauðkenni: BYR) og Byr verðbréfa (Kauphallarauðkenni: BYRV) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar, með vísan til yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á rekstri Byrs. 23.4.2010 09:33 Ofsahræðsla meðal fjárfesta vegna stöðu Grikklands Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau. 23.4.2010 09:21 Sala skuldabréfa í útboðum stóð í stað milli mánaða Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í mars 2010 nam 29,35 milljarða kr. á söluverði samanborið við 29,94 milljarða kr. mánuðinn áður. 23.4.2010 08:44 Höfnuðu sátt FME, borga tvöfalda upphæðina í sekt Tvö sveitarfélög, Reykjanesbær og Langanesbyggð, brutu gegn lögum um verðbréfaviðskipti í fyrra að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Báðum félögunum var boðin sátt í málinu en þau höfnuðu bæði þeirri sátt. Þá fengu þau stjórnvaldssekt á sig í staðinn og nam sektin tvöfaldri sáttarupphæðinni í báðum tilvikum. 23.4.2010 08:22 Starfsemi útibúa Byrs og SpKef óbreytt í dag Ríkið hefur tekið yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs-sparisjóðs. Þetta var staðfest í tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá að ganga hálfeitt í nótt en fyrr um kvöldið hafði Vísir greint frá fyrirætlunum ríkisins. 23.4.2010 06:26 Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. 23.4.2010 00:01 Hagur sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast „Hagur íslenskra sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast að neinu ráði eftir hrun bankanna,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja, einn frummælenda á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag. 23.4.2010 00:01 Byr og SpKef teknir yfir af ríkinu Byr Sparisjóður verður tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í fyrramálið. Heimildir Vísis herma að stjórn sjóðsins hafi farið fram á þetta í kvöld. Á vef Víkurfrétta er greint frá því að stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hafi farið fram á hið sama og að sá sjóður verði því einnig tekinn yfir á morgun. 22.4.2010 23:43 Veit ekki til þess að eignir verði kyrrsettar Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 frá í gær um kyrrsetningu eigna stjórnarmanna félagsins. Hann viti ekki til þess að standi til að skattrannsóknarstjóri hyggist kyrrsetja eignir hans. 22.4.2010 19:45 Eldgosið hraðar einkavæðingu í Svíþjóð Eldgosið á Eyjafjallajökla hefur flýtt fyrir einkavæðingu járnbrauta í Svíþjóð. Líkt og víða annars staðar lág flug niðri í nokkra daga vegna eldgossins hér á landi og olli það miklum truflunum og auknu álagi á lestakerfi Svíþjóðar. Til stóð að einokun ríkisins á helstu leiðum yrði afnumin í haust en vegna flugbannsins hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að flýta ferlinu. 22.4.2010 15:29 Fylgist áfram með rekstri Fljótsdalshéraðs Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem hefur verið með rekstur Fljótdalshéraðs til athugunar í ljósi hallareksturs bæjarfélagsins á árinu 2008 hyggst ekki aðhafast frekar í málinu. Ákvörðunin byggir á þeim gögnum sem sveitarfélagið hefur lagt fram þar sem m.a. er gert ráð fyrir viðsnúningi í rekstri og að afgangur verði af rekstrinum. Eftirlitsnefndin muni þó áfram fylgjast með framvindu rekstrar og fjárhagsáætlunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Eiríki B. Björgvinssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. 22.4.2010 12:25 Boltinn er hjá bönkunum „Helstu lykilstærðir eru betri en menn spáðu. Samdráttur í fyrra var talsvert minni en menn gerðu ráð fyrir og góður afgangur var af vöruskiptum. Í raun erum við aðeins á undan áætlun þótt mörg verk séu enn eftir,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna annarrar endurskoðunar 22.4.2010 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs að ná áramótastöðunni Skuldatryggingaálag ríkissjóðs stendur nú í 353 punktum samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni og er þar með að ná svipaðari stöðu og var um áramótin síðustu. Þá stóð álagið í 345 punktum. 26.4.2010 09:05
Olían hækkar í krafti nýrra hagtalna vestan hafs Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka í dag og er tunnan af Brent olíu á markaðinum í London nú komin í 87,50 dollara. Hefur verðið á henni ekki verið hærra undanfarna 18 mánuði. Það er nýjar hagtölur í Bandaríkjunum sem valda hækkunum á olíunni nú. 26.4.2010 08:34
Bandaríska hagkerfið tapaði 100 milljörðum á öskunni Bandaríska hagkerfið tapaði 813 milljón dollara eða ríflega 100 milljörðum kr. vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Hér er átt við fyrstu sex dagana sem gosið stóð og lamaði meir og minna flugsamgöngur í norðurhluta Evrópu. 26.4.2010 08:11
Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. 26.4.2010 06:00
Breskar flugstöðvar vilja opinbera aðstoð vegna gossins Rekstraraðilar breskra flugstöðva hafa beðið stjórnvöld um aðstoð eftir að hafa tapað 80 milljónum sterlingspunda vegna röskunar á flugi sem varð vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 25.4.2010 15:34
Hafa tæpan mánuð til að bjarga Grikklandi frá greiðslufalli Grikkir hafa aðeins rétt tæpan mánuð til að komast að samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslur til að forða ríkinu frá greiðslufalli. Sérfræðingar óttast að sá björgunarpakki sem nú er til umræðu dugi hins vegar ekki til bjarga Grikkjum. 25.4.2010 13:26
Á von á að fleiri matsfyrirtæki breyti mati á Íslandi Gylfi Magnússon, efnhags- og viðskiptaráðherra, væntir þess að fleiri matsfyrirtæki muni á næstu mánuðum fylgja í kjölfar Moody's sem á föstudag breytti lánshæfismati ríkisjóðs úr neikvæðum í stöðugar. 25.4.2010 12:00
Eignir ríkasta fólks í Bretlandi aukast á ný - myndir Eignir ríkustu manna í Bretlandi eru að aukast á ný eftir ósköpin sem dundu yfir hagkerfi alheimsins árin 2008 og 2009. Hlutabréfaverð er að hækka, bankarnir eru að hagnast á ný og sjálfstraust fjárfesta eykst. Eignir 1000 milljarðamæringa á lista breska blaðsins Sunday Times yfir ríkustu menn árið 2010 hafa því aukist um tæp 30% frá því árið á undan og er það mesta hækkun á ársgrundvelli í 22 ár. 25.4.2010 10:10
Efnahagsráðherra telur að krónan hljóti að styrkjast brátt Efnhags- og viðskiptaráðherra telur allt benda til þess að krónan fari að styrkjast á næstu misserum. Gjaldeyrishöftum verður hins vegar ekki aflétt í bráð vegna þeirra tafa sem orðið hafa á framvindu efnhagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 24.4.2010 18:30
Aðstæður í Grikklandi einstakar Aðstæður í Grikklandi eru einstakar og ástandið mun ekki breiðast út til annarra ríkja, t.d. Spánar, segir Jean Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu. 24.4.2010 16:25
Eigendur Saab vilja breyta nafninu en geta það ekki Spyker fyrirtækið, sem hefur nýlega keypt Saab bílaframleiðsluna, vill breyta nafni Saab. Stjórnendur Spyker vilja að Saab og Spyker nöfnunum verði skeytt saman. 24.4.2010 15:13
Óska eftir fundi með ráðherra vegna sparisjóðsins Fulltrúar sveitarstjórna Húnaþings vestra og Bæjarhrepps og Samtaka stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda funduðu í gær á Hvammstanga vegna yfirtöku ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík. 24.4.2010 10:49
Áliðnaður nýtir þrjá fjórðu orkunnar Áliðnaðurinn nýtir meira en 75 prósent af allri raforku sem framleidd er í landinu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan jarðhitamarkað. 24.4.2010 07:15
Þýskir kröfuhafar fengu leið á ríkinu „Þetta hefur vissulega neikvæð áhrif á lífeyrissjóðina. En við byrjuðum að færa niður kröfur okkar á sparisjóðina árið 2008 og höfum gert það reglulega síðan þá,“ segir Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festa lífeyrissjóðs, um yfirtöku ríkisins á Sparisjóði Keflavíkur og Byr í gærnótt. Hann segir niðurfærsluna þegar komna fram í ársreikningi. 24.4.2010 06:00
Jákvæð umfjöllun „Þetta er út af fyrir sig ágætt. Umfjöllunin er mjög jákvæð,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýja lánshæfiseinkunn Moody‘s. 24.4.2010 06:00
Horfur úr neikvæðum í stöðugar Moody‘s breytti lánshæfiseinkunn ríkisins þegar fyrir lá samþykki annarrar endurskoðunar áætlunar stjórnvalda og AGS. Þá lá fyrir nýtt óbirt mat sem gerði ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum horfum. 24.4.2010 06:00
Bankinn verði leiðandi afl í endurreisninni Bankinn á að vera leiðandi afl í endurreisn íslensks efnahagslífs, segir nýr bankastjóri Arion banka. Hann getur ekki tjáð sig um hvernig hann hyggst taka á málefnum stærstu skuldara bankans, hann þurfi að kynna sér þau frá sjónarhóli bankans. 23.4.2010 18:47
Hlutabréf Marels lækkuðu um 1,19 prósent Gengi hlutabréfa í Marel lækkaði um 1,19 prósent í Kauphöllinni í dag og gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri um 0,52 prósent. Önnur hreyfing var ekki á markaðnum í dag. 23.4.2010 16:17
GBI vísitalan hækkaði um 0,3% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 7,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 3,7 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,8 milljarða kr. viðskiptum. 23.4.2010 15:52
Íslandsbanki býður fyrirtækjum höfuðstólslækkun „Íslandsbanki mun í næstu viku hefja að bjóða fyrirtækjum sem eru með tekjur í íslenskum krónum og lán í erlendri mynt að sækja um höfuðstólslækkun þannig að höfuðstóll lánanna færist eins og hann var 29. september 2008. Um leið verður lánunum breytt í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum og við það getur höfuðstóll erlendra lána til fyrirtækja lækkað allt að 30%." 23.4.2010 15:41
Áfram dræm sala á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl til og með 22. apríl 2010 var 40. Þar af voru 30 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.168 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,2 milljónir króna. 23.4.2010 15:03
Lánshæfimat ÍLS einnig sett á stöðugar horfur Matsfyrirtækið Moody's greindi frá því í dag að það hefði breytt horfum á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs (ÍLS), sem er Baa3, í stöðugar úr neikvæðum. 23.4.2010 14:58
Yfirmönnum sagt upp hjá BYR Fjórum starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Byr eftir að ríkið tók bankann yfir í gærkvöldi. 23.4.2010 14:35
Ríkið leggur Byr og Spkef til samtals 1,7 milljarð Eiginfjárframlag ríkisins inn Byr og Sparisjóði Keflavíkur (Spkef) nemur samtals rúmum 1,7 milljörðum kr. Í hvorn sparisjóð nemur framlagið 5 milljónum evra, eða um 860 milljónum króna. Bankasýsla ríkisins muni síðan taka ákvörðun um framtíðar fjármögnun sparisjóðanna. 23.4.2010 14:15
Höskuldur Ólafsson ráðinn bankastjóri Arion banka Stjórn Arion banka hefur ráðið Höskuld H. Ólafsson í starf bankastjóra Arion banka og mun hann taka til starfa eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Höskuldur var valinn úr hópi 40 umsækjenda sem sóttu um stöðuna þegar Arion banki auglýsti eftir bankastjóra í desember sl. 23.4.2010 14:03
Ný framkvæmdastjórn SA skipuð Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) í vikunni var skipuð ný framkvæmdastjórn SA fyrir starfsárið 2010-2011. Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni samtakanna ásamt 6 mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna. 23.4.2010 13:58
Atlantic Airways tapar 57 til 100 milljónum á gosinu Færeyska flugfélagið Atlantic Airways, sem skráð er í Kauphöllinni, hefur tapað 2,5 til 4,5 milljónum danskra kr. eða 57 til 100 milljónum kr. á eldgosinu í Eyjafjallajökli. 23.4.2010 13:22
Stofnfjáreigendur missa allt sitt í Byr og Spkef Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og eru þeir nú að fullu í eigu ríkisins. Stofnfjáreigendur missa allt sitt. 23.4.2010 12:23
Moodys´s telur hagstæðari Icesavesamninga framundan Matsfyrirtækið Moody´s segir að líklega muni nýr Icesavesamningur við Breta og Hollendinga verða Íslendingum hagstæðari en fyrri samningar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s þar sem horfum á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er breytt úr neikvæðum í stöðugar. 23.4.2010 11:30
Dreifing flytur í nýtt vöruhús Dreifing heildverslun hefur flutt í nýtt vöruhús sem eigendur fyrirtækisins hafa byggt undir starfsemi þess og er nýtt heimilsfang að Brúarvogi 1-3, rétt um 1 km sunnar en Vatnagarðar 8 eða nánar tiltekið við hliðina á Samskip beint fyrir neðan Húsasmiðjuna og Bónus í Skútuvogi. 23.4.2010 11:15
Moody´s breytir horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar Matsfyrirtækið Moody´s hefur breytt horfum sínum fyrir lánshæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum og yfir í stöðugar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s sem birt er í dag. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá Moody´s stendur í Baa3. 23.4.2010 11:06
Hátækni og þjónusta 5,5% af útflutningstekjum þjóðarinnar Verðmæti útflutnings á hátæknivörum og þjónustu á síðasta ári nam 37 milljörðum íslenskra króna. Það jafngilti 5,5% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. 23.4.2010 10:29
Samband íslenskra sparisjóða segir óvissu lokið „Með þessum atburðum lýkur þeirri óvissu sem hefur ríkt um einstaka sparisjóði og sparisjóðanetið alveg frá bankahruninu í október 2008," segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða um fréttirnar af Byr og Spkef. 23.4.2010 10:17
Kauphöllin lokar á BYR og Spkef í viðskiptakerfi sínu Kauphöllin hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir aðgang Byr sparisjóðs (Kauphallarauðkenni: BYR) og Byr verðbréfa (Kauphallarauðkenni: BYRV) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar, með vísan til yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á rekstri Byrs. 23.4.2010 09:33
Ofsahræðsla meðal fjárfesta vegna stöðu Grikklands Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau. 23.4.2010 09:21
Sala skuldabréfa í útboðum stóð í stað milli mánaða Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í mars 2010 nam 29,35 milljarða kr. á söluverði samanborið við 29,94 milljarða kr. mánuðinn áður. 23.4.2010 08:44
Höfnuðu sátt FME, borga tvöfalda upphæðina í sekt Tvö sveitarfélög, Reykjanesbær og Langanesbyggð, brutu gegn lögum um verðbréfaviðskipti í fyrra að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Báðum félögunum var boðin sátt í málinu en þau höfnuðu bæði þeirri sátt. Þá fengu þau stjórnvaldssekt á sig í staðinn og nam sektin tvöfaldri sáttarupphæðinni í báðum tilvikum. 23.4.2010 08:22
Starfsemi útibúa Byrs og SpKef óbreytt í dag Ríkið hefur tekið yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs-sparisjóðs. Þetta var staðfest í tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá að ganga hálfeitt í nótt en fyrr um kvöldið hafði Vísir greint frá fyrirætlunum ríkisins. 23.4.2010 06:26
Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. 23.4.2010 00:01
Hagur sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast „Hagur íslenskra sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast að neinu ráði eftir hrun bankanna,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja, einn frummælenda á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag. 23.4.2010 00:01
Byr og SpKef teknir yfir af ríkinu Byr Sparisjóður verður tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í fyrramálið. Heimildir Vísis herma að stjórn sjóðsins hafi farið fram á þetta í kvöld. Á vef Víkurfrétta er greint frá því að stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hafi farið fram á hið sama og að sá sjóður verði því einnig tekinn yfir á morgun. 22.4.2010 23:43
Veit ekki til þess að eignir verði kyrrsettar Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 frá í gær um kyrrsetningu eigna stjórnarmanna félagsins. Hann viti ekki til þess að standi til að skattrannsóknarstjóri hyggist kyrrsetja eignir hans. 22.4.2010 19:45
Eldgosið hraðar einkavæðingu í Svíþjóð Eldgosið á Eyjafjallajökla hefur flýtt fyrir einkavæðingu járnbrauta í Svíþjóð. Líkt og víða annars staðar lág flug niðri í nokkra daga vegna eldgossins hér á landi og olli það miklum truflunum og auknu álagi á lestakerfi Svíþjóðar. Til stóð að einokun ríkisins á helstu leiðum yrði afnumin í haust en vegna flugbannsins hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að flýta ferlinu. 22.4.2010 15:29
Fylgist áfram með rekstri Fljótsdalshéraðs Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem hefur verið með rekstur Fljótdalshéraðs til athugunar í ljósi hallareksturs bæjarfélagsins á árinu 2008 hyggst ekki aðhafast frekar í málinu. Ákvörðunin byggir á þeim gögnum sem sveitarfélagið hefur lagt fram þar sem m.a. er gert ráð fyrir viðsnúningi í rekstri og að afgangur verði af rekstrinum. Eftirlitsnefndin muni þó áfram fylgjast með framvindu rekstrar og fjárhagsáætlunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Eiríki B. Björgvinssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. 22.4.2010 12:25
Boltinn er hjá bönkunum „Helstu lykilstærðir eru betri en menn spáðu. Samdráttur í fyrra var talsvert minni en menn gerðu ráð fyrir og góður afgangur var af vöruskiptum. Í raun erum við aðeins á undan áætlun þótt mörg verk séu enn eftir,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna annarrar endurskoðunar 22.4.2010 08:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent