Viðskipti erlent

Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku.

Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short.

Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.

60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×