Ný stjórn Arion banka kosin í dag - sænskur stjórnarformaður 18. mars 2010 17:37 Ný stjórn Arion banka var kosin á hluthafafundi bankans í dag, fimmtudaginn 18. mars. Á stjórnarfundi Arion banka sem var haldinn í kjölfarið var Monica Caneman kjörin stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, varaformaður, Kristján Jóhannsson, Steen Hemmingsen og Theodór S. Sigurbergsson. Varamenn stjórnar eru: Agnar Kofoed-Hansen, Jóhannes R. Jóhannesson, Ólafur Helgi Ólafsson, María Grétarsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Skipan stjórnar er samkvæmt skilyrðum Fjármálaeftirlitsins um eignarhald Kaupskila á Arion banka, en þau kveða m.a. á um að meirihluti stjórnarmanna, þar á meðal stjórnarformaður, skuli vera óháður Kaupþingi og einstökum kröfuhöfum. Auk þess er heimilt að einn stjórnarmaður komi úr röðum skilanefndar. Bankasýsla ríkisins skipar einn stjórnarmann samkvæmt tillögum valnefndar. Í kjölfar skipunar stjórnarinnar mun FME meta stjórnarmenn Arion banka með tilliti til þess hvort þeir uppfylli kröfur, m.a. um þekkingu og reynslu af fjármálastarfsemi. Hér má lesa um stjórnarmennina: Monica Caneman, stjórnarformaður. Monica er sænsk og býr í Svíþjóð. Hún útskrifaðist sem hagfræðingur frá Stockholm School of Economics 1976. Hún starfaði hjá Skandinaviska Enskilda Banken (nú SEB) frá 1977 til 2001 og gegndi ýmsum störfum innan viðskiptabankahlutans. Árið 1995 tók hún sæti í framkvæmdastjórn bankans og varð aðstoðarforstjóri 1997. Samtímis varð hún varamaður í stjórn bankans. Monica lét af störfum í bankanum 2001. Síðan hefur hún helgað sig setu í stjórnum fyrirtækja. Um þessar mundir situr hún í stjórnum margra fyrirtækja og félagasamtaka og er formaður nokkurra þeirra, að Arion banka meðtöldum. Guðrún Johnsen, varaformaður. Guðrún lauk BA-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999. Árið 2002 lauk hún MA-prófi í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum og ári síðar MA-prófi í tölfræði frá sama háskóla. Guðrún starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) 1999-2001, sem aðstoðarkennari og aðstoðarmaður í rannsóknum hjá University of Michigan, Ann Arbor 2002-2003 og sem sérfræðingur hjá RAND Corporation í Bandaríkjunum 2004. Á árunum 2004-2006 starfaði hún sem sérfræðingur í fjármálakerfis- og peningamáladeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Guðrún hefur verið lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006. Hún hefur setið í stjórn Rekstrarfélags MP Fjárfestingarbanka, er stjórnarformaður ÞOR (Þróunar og rannsókna) og situr í ráðgjafarráði Talsmanns neytenda. Kristján Jóhannsson, stjórnarmaður. Kristján nam viðskiptafræði og hagfræði við Copenhagen Business School og útskrifaðist með MSc-gráðu 1981. Sérgreinar hans í námi voru fjármálafræði, mat á fjárfestingum og stefnumótun fyrirtækja. Kristján var hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda 1981-1983 og framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1983-1990. Árin 1990-1992 starfaði hann sem rekstrarráðgjafi og varð lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1992. Kristján hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og félagasamtaka, þar á meðal sem formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 1986-1990 og forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar við Háskóla Íslands. Steen Hemmingsen, stjórnarmaður. Steen er danskur og býr í Danmörku. Hann lauk MSc-prófi 1969 og hlaut Ph.D.-gráðu frá Copenhagen Business School 1973. Doktorsverkefni hans fjallaði um fjárfestingarhegðun danskra fyrirtækja. Steen starfaði sem ráðgjafi í Privatbanken 1972-1975, fjármálastjóri stálframleiðandans Det Danske Staalvalseværk 1975-1983, sparisjóðsstjóri Sparekassen Sydjylland 1983-1986, forstjóri tryggingafélagsins Baltica Forsikring 1986-1993 og fjármálastjóri í Det Östasiatiske Kompagni 1993-1997. Frá 1999 hefur hann verið forstjóri Lundbeck-sjóðsins og fjárfestingarfélags hans, LFI, sem er stærsti eigandi lyfjaframleiðendanna H. Lundbeck og Alk-Abello, auk þess að styðja myndarlega við bakið á rannsóknum í lífvísindum og raunvísindum. Steen situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka, auk þess sem hann er prófdómari við Copenhagen Business School. Theodór S. Sigurbergsson, stjórnarmaður. Theodór lauk Cand.Oecon.-prófi við viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1982 af endurskoðunarsviði. Hann varð löggiltur endurskoðandi árið 1989 og varð einn eigenda endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton síðar það ár. Hann hefur verið virkur meðlimur í Félagi löggiltra endurskoðenda á Íslandi og átt sæti í nefndum á vegum félagsins. Theodór hefur víðtæka reynslu á vettvangi endurskoðunar og reikningsskila. Hann hefur verið í skilanefnd Kaupþings frá október 2008. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Ný stjórn Arion banka var kosin á hluthafafundi bankans í dag, fimmtudaginn 18. mars. Á stjórnarfundi Arion banka sem var haldinn í kjölfarið var Monica Caneman kjörin stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, varaformaður, Kristján Jóhannsson, Steen Hemmingsen og Theodór S. Sigurbergsson. Varamenn stjórnar eru: Agnar Kofoed-Hansen, Jóhannes R. Jóhannesson, Ólafur Helgi Ólafsson, María Grétarsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Skipan stjórnar er samkvæmt skilyrðum Fjármálaeftirlitsins um eignarhald Kaupskila á Arion banka, en þau kveða m.a. á um að meirihluti stjórnarmanna, þar á meðal stjórnarformaður, skuli vera óháður Kaupþingi og einstökum kröfuhöfum. Auk þess er heimilt að einn stjórnarmaður komi úr röðum skilanefndar. Bankasýsla ríkisins skipar einn stjórnarmann samkvæmt tillögum valnefndar. Í kjölfar skipunar stjórnarinnar mun FME meta stjórnarmenn Arion banka með tilliti til þess hvort þeir uppfylli kröfur, m.a. um þekkingu og reynslu af fjármálastarfsemi. Hér má lesa um stjórnarmennina: Monica Caneman, stjórnarformaður. Monica er sænsk og býr í Svíþjóð. Hún útskrifaðist sem hagfræðingur frá Stockholm School of Economics 1976. Hún starfaði hjá Skandinaviska Enskilda Banken (nú SEB) frá 1977 til 2001 og gegndi ýmsum störfum innan viðskiptabankahlutans. Árið 1995 tók hún sæti í framkvæmdastjórn bankans og varð aðstoðarforstjóri 1997. Samtímis varð hún varamaður í stjórn bankans. Monica lét af störfum í bankanum 2001. Síðan hefur hún helgað sig setu í stjórnum fyrirtækja. Um þessar mundir situr hún í stjórnum margra fyrirtækja og félagasamtaka og er formaður nokkurra þeirra, að Arion banka meðtöldum. Guðrún Johnsen, varaformaður. Guðrún lauk BA-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999. Árið 2002 lauk hún MA-prófi í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum og ári síðar MA-prófi í tölfræði frá sama háskóla. Guðrún starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) 1999-2001, sem aðstoðarkennari og aðstoðarmaður í rannsóknum hjá University of Michigan, Ann Arbor 2002-2003 og sem sérfræðingur hjá RAND Corporation í Bandaríkjunum 2004. Á árunum 2004-2006 starfaði hún sem sérfræðingur í fjármálakerfis- og peningamáladeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Guðrún hefur verið lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006. Hún hefur setið í stjórn Rekstrarfélags MP Fjárfestingarbanka, er stjórnarformaður ÞOR (Þróunar og rannsókna) og situr í ráðgjafarráði Talsmanns neytenda. Kristján Jóhannsson, stjórnarmaður. Kristján nam viðskiptafræði og hagfræði við Copenhagen Business School og útskrifaðist með MSc-gráðu 1981. Sérgreinar hans í námi voru fjármálafræði, mat á fjárfestingum og stefnumótun fyrirtækja. Kristján var hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda 1981-1983 og framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1983-1990. Árin 1990-1992 starfaði hann sem rekstrarráðgjafi og varð lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1992. Kristján hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og félagasamtaka, þar á meðal sem formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 1986-1990 og forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar við Háskóla Íslands. Steen Hemmingsen, stjórnarmaður. Steen er danskur og býr í Danmörku. Hann lauk MSc-prófi 1969 og hlaut Ph.D.-gráðu frá Copenhagen Business School 1973. Doktorsverkefni hans fjallaði um fjárfestingarhegðun danskra fyrirtækja. Steen starfaði sem ráðgjafi í Privatbanken 1972-1975, fjármálastjóri stálframleiðandans Det Danske Staalvalseværk 1975-1983, sparisjóðsstjóri Sparekassen Sydjylland 1983-1986, forstjóri tryggingafélagsins Baltica Forsikring 1986-1993 og fjármálastjóri í Det Östasiatiske Kompagni 1993-1997. Frá 1999 hefur hann verið forstjóri Lundbeck-sjóðsins og fjárfestingarfélags hans, LFI, sem er stærsti eigandi lyfjaframleiðendanna H. Lundbeck og Alk-Abello, auk þess að styðja myndarlega við bakið á rannsóknum í lífvísindum og raunvísindum. Steen situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka, auk þess sem hann er prófdómari við Copenhagen Business School. Theodór S. Sigurbergsson, stjórnarmaður. Theodór lauk Cand.Oecon.-prófi við viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1982 af endurskoðunarsviði. Hann varð löggiltur endurskoðandi árið 1989 og varð einn eigenda endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton síðar það ár. Hann hefur verið virkur meðlimur í Félagi löggiltra endurskoðenda á Íslandi og átt sæti í nefndum á vegum félagsins. Theodór hefur víðtæka reynslu á vettvangi endurskoðunar og reikningsskila. Hann hefur verið í skilanefnd Kaupþings frá október 2008.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira