GAMMA: Vanhugsað að aflétta gjaldeyrishöftum strax 18. mars 2010 14:19 Það er mat Róberts Helgason sjóðsstjóra GAMMA að aflétting gjaldeyshafta með öllu á þessu ári, eða jafnvel á næsta ári, verði að teljast vanhugsuð ákvörðun sem og illa ígrunduð. Íslenskt efnahagslíf hefur nú þegar fengið að kynnast því mjög náið hvernig er að notast við fljótandi örmynt í því regluverki sem stýrir frjálsu flæði stærstu mynta heims.Í grein um málið sem GAMMA hefur sent frá sér segir Róbert að á Íslandi ríkir nú frekar hefðbundin gjaldeyris- og skuldakreppa, orsökuð af of miklu kviku lánsfé sem streymdi hér inn í hagkerfið í undanfara efnahagshrunsins.Segja má að eini munurinn á gjaldeyris og skulda kreppunni hér og þeim sem hafa reglulega átt sér stað í Asíu og Suður-Ameríku undanfarna áratugi, sé hinn vestræni ,,stimpill" sem við höfum viljað setja á okkar eigin hagkerfi.Flest ríki Asíu og Suður-Ameríku hafa ekki afnumið þau gjaldeyrishöft sem hafa verið hluti lausna þeirra á gjaldmiðla- og skuldakreppum undanfarinna áratuga, einfaldlega af því að stjórnmálamenn og um leið almenningur hafa komist að því hversu hentug þau geta verið smáum ríkjum og um leið að ókostir haftanna geti þrátt fyrir allt verið vel þess virði.Þrátt fyrir það heyrist sú krafa ítrekað frá stjórnmálamönnum, Seðlabankanum, hinum ýmsu hagfræðingum og forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að það sé hið brýnasta hagsmunamál við endurreisn efnahagslífs íslensku þjóðarinnar að við ,,reynum aftur" og komust sem allra fyrst í hinn fámennan klúbb mynta sem eru fljótandi og ekki bundin við nokkur höft.Ekki er algengt að sett séu greinargóð rök fyrir mikilvægi afnámi haftanna, helst að það sé vísað í reynslu Íslendinga af haftastefnu á árum áður en þó má finna til eftirfarandi atriði:,,Fælir frá erlendra fjárfestingu"Þetta er líklega algengasta skýringin en jafnframt sú sem er auðveldast að hrekja. Sjóðir sem fjárfesta í nýmarkaðsríkjum og í gjaldföllnum skuldum (distressed debt) hafa fjárfest árum saman í ríkjum með fjármagnshöft. Það eru í raun mun fleiri ríki sem hafa gjaldeyrishöft með einu eða öðru lagi heldur en ríki með frjálst flæði gjaldeyris; t.d. hafa Brasíla, Kína og Indland mjög stíf gjaldeyrishöft en þrátt fyrir það eiga löndin í mestu erfiðleikum með að stemma stigu við innflæði fjármagns.Ef við gefum okkur það hins vegar að skortur á erlendu fjármagni sé í raun vandinn, m.a. vegna þess að þeir hátt í 2.000 milljarðar íslenskra króna sem liggja inni í bankakerfinu séu einfaldlega ekki jafnnýtir til fjárfestinga og utanaðkomandi fé, þá er líklega hin raunverulega ástæða fólgin í því fjandsamlega viðmóti sem útlendingar hafa jafnan mætt hér í fjárfestingum sínum, t.d. í sjávarútvegi og orkugeiranum, sem og óútreiknanlegt stjórnarfar landsins.,,Aðild okkar að EFTA kemur í veg fyrir að við getum verið með gjaldeyrishöft" Þrátt fyrir áhyggjur um að EFTA ríkin hafi miklar áhyggjur af gjaldeyrishöftum Íslendinga, hefur líklega aldrei heyrst nokkur kvörtun þar að lútandi. Eða hefur okkur verið hótað útgöngu úr EFTA vegna þess að við tökum ekki upp frjálst myntflæði í umhverfi þar sem ,,Ísland" og ,,gjaldþrot" virðast bókstaflega hafa fengið sömu merkingu?,,Trúverðugleiki" Það að fleyting krónunnar eigi að skapa aukinn trúverðugleika á íslensku efnahagslífi, gengur að mati Róberts Helgasonar einfaldlega ekki upp. Ef krónan myndi byrja að falla við afléttingu hafta myndi fólk einfaldlega búast við því að höftin myndu hefja endurreið sína, svo að í hvert sinn sem krónan tæki dýfu myndi fjármagn streyma í átt að útgöngudyrunum.Síðan þarf varla að nefna það hversu freistandi endurfleyting yrði erlendum vogunarsjóðum og spákaupmönnum sem hafa góðan skilning á því hversu auðvelt er að kollvelta lánsfjármögnuðum gjaldeyrisvaraforðasjóði, og hversu oft slíkar gjaldeyrisvarnir hafa mistekist.Aðgerð sem myndi hins vegar í raun búa til trúverðugleika og byggja upp traust væri að setja á gjaldeyrishöft sem útlendingar gætu bæði í senn skilið og notað, líkt og gert hefur verið í fjölmörgum ríkja heims í dag. Lægi það fyrir að slíkum höftum yrði haldið um ákveðinn tíma, eða þar til að undirliggjandi staða krónunnar væri nógu sterk, væri það nokkuð sem gæti í raun aukið á trúverðugleikann og fengið langtímafjárfesta til að fjárfesta hér á landi, að því er segir í grein Róberts. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Það er mat Róberts Helgason sjóðsstjóra GAMMA að aflétting gjaldeyshafta með öllu á þessu ári, eða jafnvel á næsta ári, verði að teljast vanhugsuð ákvörðun sem og illa ígrunduð. Íslenskt efnahagslíf hefur nú þegar fengið að kynnast því mjög náið hvernig er að notast við fljótandi örmynt í því regluverki sem stýrir frjálsu flæði stærstu mynta heims.Í grein um málið sem GAMMA hefur sent frá sér segir Róbert að á Íslandi ríkir nú frekar hefðbundin gjaldeyris- og skuldakreppa, orsökuð af of miklu kviku lánsfé sem streymdi hér inn í hagkerfið í undanfara efnahagshrunsins.Segja má að eini munurinn á gjaldeyris og skulda kreppunni hér og þeim sem hafa reglulega átt sér stað í Asíu og Suður-Ameríku undanfarna áratugi, sé hinn vestræni ,,stimpill" sem við höfum viljað setja á okkar eigin hagkerfi.Flest ríki Asíu og Suður-Ameríku hafa ekki afnumið þau gjaldeyrishöft sem hafa verið hluti lausna þeirra á gjaldmiðla- og skuldakreppum undanfarinna áratuga, einfaldlega af því að stjórnmálamenn og um leið almenningur hafa komist að því hversu hentug þau geta verið smáum ríkjum og um leið að ókostir haftanna geti þrátt fyrir allt verið vel þess virði.Þrátt fyrir það heyrist sú krafa ítrekað frá stjórnmálamönnum, Seðlabankanum, hinum ýmsu hagfræðingum og forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að það sé hið brýnasta hagsmunamál við endurreisn efnahagslífs íslensku þjóðarinnar að við ,,reynum aftur" og komust sem allra fyrst í hinn fámennan klúbb mynta sem eru fljótandi og ekki bundin við nokkur höft.Ekki er algengt að sett séu greinargóð rök fyrir mikilvægi afnámi haftanna, helst að það sé vísað í reynslu Íslendinga af haftastefnu á árum áður en þó má finna til eftirfarandi atriði:,,Fælir frá erlendra fjárfestingu"Þetta er líklega algengasta skýringin en jafnframt sú sem er auðveldast að hrekja. Sjóðir sem fjárfesta í nýmarkaðsríkjum og í gjaldföllnum skuldum (distressed debt) hafa fjárfest árum saman í ríkjum með fjármagnshöft. Það eru í raun mun fleiri ríki sem hafa gjaldeyrishöft með einu eða öðru lagi heldur en ríki með frjálst flæði gjaldeyris; t.d. hafa Brasíla, Kína og Indland mjög stíf gjaldeyrishöft en þrátt fyrir það eiga löndin í mestu erfiðleikum með að stemma stigu við innflæði fjármagns.Ef við gefum okkur það hins vegar að skortur á erlendu fjármagni sé í raun vandinn, m.a. vegna þess að þeir hátt í 2.000 milljarðar íslenskra króna sem liggja inni í bankakerfinu séu einfaldlega ekki jafnnýtir til fjárfestinga og utanaðkomandi fé, þá er líklega hin raunverulega ástæða fólgin í því fjandsamlega viðmóti sem útlendingar hafa jafnan mætt hér í fjárfestingum sínum, t.d. í sjávarútvegi og orkugeiranum, sem og óútreiknanlegt stjórnarfar landsins.,,Aðild okkar að EFTA kemur í veg fyrir að við getum verið með gjaldeyrishöft" Þrátt fyrir áhyggjur um að EFTA ríkin hafi miklar áhyggjur af gjaldeyrishöftum Íslendinga, hefur líklega aldrei heyrst nokkur kvörtun þar að lútandi. Eða hefur okkur verið hótað útgöngu úr EFTA vegna þess að við tökum ekki upp frjálst myntflæði í umhverfi þar sem ,,Ísland" og ,,gjaldþrot" virðast bókstaflega hafa fengið sömu merkingu?,,Trúverðugleiki" Það að fleyting krónunnar eigi að skapa aukinn trúverðugleika á íslensku efnahagslífi, gengur að mati Róberts Helgasonar einfaldlega ekki upp. Ef krónan myndi byrja að falla við afléttingu hafta myndi fólk einfaldlega búast við því að höftin myndu hefja endurreið sína, svo að í hvert sinn sem krónan tæki dýfu myndi fjármagn streyma í átt að útgöngudyrunum.Síðan þarf varla að nefna það hversu freistandi endurfleyting yrði erlendum vogunarsjóðum og spákaupmönnum sem hafa góðan skilning á því hversu auðvelt er að kollvelta lánsfjármögnuðum gjaldeyrisvaraforðasjóði, og hversu oft slíkar gjaldeyrisvarnir hafa mistekist.Aðgerð sem myndi hins vegar í raun búa til trúverðugleika og byggja upp traust væri að setja á gjaldeyrishöft sem útlendingar gætu bæði í senn skilið og notað, líkt og gert hefur verið í fjölmörgum ríkja heims í dag. Lægi það fyrir að slíkum höftum yrði haldið um ákveðinn tíma, eða þar til að undirliggjandi staða krónunnar væri nógu sterk, væri það nokkuð sem gæti í raun aukið á trúverðugleikann og fengið langtímafjárfesta til að fjárfesta hér á landi, að því er segir í grein Róberts.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun