Viðskipti innlent

Bauð 50% af kostnaðaráætlun í vinnubúðir við Búðarháls

Tilboð í byggingu vinnubúða við Búðarhálsvirkjun voru opnuð á skrifstofu Landsvirkjunar í gær. Snilldarverk ehf. og Hnullungur ehf. áttu lægsta boðið eða rúmlega 30,6 milljónir kr. Nam tilboðið rúmlega helmingi af kostnaðaráætlun verksins.

Alls buðu 20 aðilar í verkið og voru tilboðin opnuð í þeirri röð sem þau bárust til Landsvirkjunnar. Kostnaðaráætlun nam rúmlega 58,2 milljónum kr. Af fyrrgeindum 20 aðilum buðu 14 í verkið á verði undir kostnaðaráætlun.

Hæsta tilboðið átti Óskaverk ehf. hinsvegar en það hljóðaði upp á 81,9 milljónir kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×