Viðskipti innlent

Eyrir Invest tapaði fjórðum milljörðum króna

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði rúmum 23,6 milljónum evra í fyrra. Þetta jafngildir fjórum milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist félagið um 8,8 milljónir evra í hittifyrra.

Tapið nú er að mestu tilkomið vegna niðurfærslu á bókfærðu verði hlutabréfa Eyris í Marel og Össuri vegna hlutafjárútboðs félaganna á lægra gengi en raunvirði.

Eyrir á 32 prósenta hlut í Marel og 19 prósent í Össuri.

Í tilkynningu frá Eyri Invest kemur fram að eigið fé hafi í lok síðasta árs numið 153 milljónum evra, jafnvirði 27,6 milljarða króna, og eiginfjárhlutfallið numið 38 prósentum.

Uppgjör Eyris Invest









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×