Reuters: Actavis í kjörstöðu að eignast Ratiopharm 2. febrúar 2010 18:22 Í nýrri frétt á Reuters kemur fram að Actavis sé nú komið í kjörstöðu til að eignast þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Bandaríski lyfjarisinn Pfizer sé dottinn út úr kaupferlinu og Teva frá Ísrael ætli sér í mikinn niðurskurð á starfsfólki í Þýskalandi sem hugnist ekki eigendum Ratiopharm Reuters hefur heimildir fyrir því að kaupin á Ratiopharm séu nú orðin að kapphlaupi milli Actavis og Teva. Actavis er með sænska fjárfestingarsjóðinn EQT sem bakhjarl en sá sjóður er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar í Svíþjóð. Þá mun Deutsche Bank, aðal lánadrottinn Actavis, hafa lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignast Ratiopharm. Augljóst er að Teva hefur mun meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis, þrátt fyrir stuðing Wallenberg fjölskyldunnar, enda er Teva stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins. Hinsvegar hefur kvisast út að Teva hyggur á fjöldauppsagnir í borginni Ulm þar sem höfuðstöðvar Ratiopharm eru. Þetta mun víst standa þversum í kokinu á Merckle-fjölskyldunni sem á Ratiopharm. Á móti þessu hefur Actavis, að sögn Reuters, skuldbundið sig til þess að halda störfunum í Ulm ef svo fari að Actavis kaupi Ratiopharm. Það þykir einnig hafa styrkt stöðu Actavis að fyrirtækið hefur ráðið Claudio Albrecht sem ráðgjafa sinn við kaupin. Albercht er fyrrverandi forstjóri Ratiopharm. Eins og áður hefur komið fram fer Merckle fjölskyldan fram á 3 milljarða evra sem lágmarksverð fyrir Ratiopharm. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í nýrri frétt á Reuters kemur fram að Actavis sé nú komið í kjörstöðu til að eignast þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Bandaríski lyfjarisinn Pfizer sé dottinn út úr kaupferlinu og Teva frá Ísrael ætli sér í mikinn niðurskurð á starfsfólki í Þýskalandi sem hugnist ekki eigendum Ratiopharm Reuters hefur heimildir fyrir því að kaupin á Ratiopharm séu nú orðin að kapphlaupi milli Actavis og Teva. Actavis er með sænska fjárfestingarsjóðinn EQT sem bakhjarl en sá sjóður er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar í Svíþjóð. Þá mun Deutsche Bank, aðal lánadrottinn Actavis, hafa lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignast Ratiopharm. Augljóst er að Teva hefur mun meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis, þrátt fyrir stuðing Wallenberg fjölskyldunnar, enda er Teva stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins. Hinsvegar hefur kvisast út að Teva hyggur á fjöldauppsagnir í borginni Ulm þar sem höfuðstöðvar Ratiopharm eru. Þetta mun víst standa þversum í kokinu á Merckle-fjölskyldunni sem á Ratiopharm. Á móti þessu hefur Actavis, að sögn Reuters, skuldbundið sig til þess að halda störfunum í Ulm ef svo fari að Actavis kaupi Ratiopharm. Það þykir einnig hafa styrkt stöðu Actavis að fyrirtækið hefur ráðið Claudio Albrecht sem ráðgjafa sinn við kaupin. Albercht er fyrrverandi forstjóri Ratiopharm. Eins og áður hefur komið fram fer Merckle fjölskyldan fram á 3 milljarða evra sem lágmarksverð fyrir Ratiopharm.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira