Viðskipti innlent

Rannveig Rist stjórnarformaður Skipta

Rannveig Rist.
Rannveig Rist. MYND/Páll Bergmann

Rannveig Rist hefur tekið við formennsku í stjórn Skipta hf. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar Skipta fyrr í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir að með formennsku Rannveigar sé tryggð samfelldni í stjórn fyrirtækisins.

Ennfremur segir að Rannveig hafi mikla reynslu og þekkingu á rekstri þess. Rannveig hefur setið í stjórn Skipta og Símans frá árinu 2002 þegar fyrirtækið var í eigu íslenska ríkisins. Hún var formaður stjórnar frá 2002 til 2005 en hefur síðan verið varaformaður stjórnar.

Lýður Guðmundsson lætur nú af formennsku en mun sitja áfram í stjórn Skipta, að því er segir að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×