Viðskipti innlent

Auglýst eftir rektor

Háskólarektor Kristín Ingólfsdóttir tók við embætti rektors Háskóla Íslands af Páli Skúlasyni í júnílok 2005. Markaðurinn/Stefán
Háskólarektor Kristín Ingólfsdóttir tók við embætti rektors Háskóla Íslands af Páli Skúlasyni í júnílok 2005. Markaðurinn/Stefán

Embætti rektors við Háskóla Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar.

Í auglýsingu háskólaráðs í Lögbirtingablaðinu kemur fram að það sé gert í samræmi við lög númer 85 frá 2008 um opinbera háskóla og sjöttu greinar númer 569 frá 2009 fyrir Háskóla Íslands.

Kristín Ingólfsdóttir hefur gegnt starfinu frá árinu 2005 og tók þá við af Páli Skúlasyni.

„Menntamálaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs," segir í auglýsingunni, en tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum. „Miðað er við að rektorskjör fari fram 12. apríl næstkomandi."- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×