Viðskipti innlent

Konur ragari en karlar við hlutabréfakaup

Konur hagnast vel á hlutabréfum Konur kjósa þó fremur að fjáfesta í skuldabréfum en hlutabréfum.
Konur hagnast vel á hlutabréfum Konur kjósa þó fremur að fjáfesta í skuldabréfum en hlutabréfum.

Konur gætu hagnast meira ef þær væru hugaðri í hlutabréfakaupum en raun ber vitni. Þetta sýnir rannsókn sem Greens Analyseinstitut vann fyrir danska viðskiptablaðið Børsen og birtist á laugardag.

Konur kjósa fremur að kaupa skuldabréf en hlutabréf þegar kemur að því að leggja fyrir til efri áranna. Ástæðan er sú að þær telja skuldabréfin öruggari fjárfestingu en hlutabréf.

Fyrir bragðið verða konurnar af hagnaði vegna þess að til lengri tíma litið gefa hlutabréfin talsvert meiri ávöxtun en skuldabréfin.

Rannsóknin sýndi enn fremur fram á að þær konur sem þó fjárfesta í hlutabréfum hagnast meira á þeim viðskiptum en karlar. Ástæðan er sú að þær versla ekki eins mikið með hlutabréf sín og karlarnir sem hafa meiri trú á að þeir geti grætt á að kaupa og selja bréf. Þannig gera þeir í raun fleiri mistök en konurnar sem með þolinmæði sinni hagnast meira á bréfunum þegar upp er staðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×