Viðskipti innlent

REI-aðilar áberandi í fjárstuðningi við Samfylkinguna

Aðilar sem áttu hagsmuna að gæta í REI-málinu svokallaða, það er samruna REI og GGE, eru áberandi meðal þeirra lögaðila sem studdu Samfylkinguna með hámarksframlagi árið 2008.

Samkvæmt yfirliti frá Ríkisendurskoðun um efnahagsreikning Samfylkingarinnar fyrir árið 2008 studdu samtals 44 lögaðilar flokkinn með fjárframlögum. Af þeim eru fjórir aðilar sem áttu hagsmuna að gæta í REI-málinu og allir veittu þeir 300.000 kr. framlag sem er hámark samkvæmt lögum.

Þessi fimm aðilar voru FL Group, Glitnir, Geysir Green Energy (GGE) og VGK-Hönnun hf.

Af öðrum lögaðilum sem veittu flokknum hámarksframlag árið 2008 má nefna Alfesca, Bakkavör, Brim, Hagar, Ístak, Kaupþing, Landsbankinn, Nýsir og Teymi.








Tengdar fréttir

Framsókn rekin með tapi - Íslandshreyfingin skuldar 23 milljónir

Framsóknarflokkurinn var rekinn með 60 milljón króna tapi árið 2007 samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda frá árinu 2007-2008. Mestur kostnaðurinn er tilkominn vegna Alþingiskosninganna árið 2007. Þá hlaut flokkurinn framlög frá ríkinu upp á 79 milljónir en alls voru framlög lögaðila 28 og hálf milljón. Sveitarfélögin styrktu flokkinn um rétt tæpar fimm milljónir.

Ríkisstjórnarflokkarnir högnuðust um 69 milljónir 2008

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Samfylkingin og Vinstri grænir, högnuðust um 69 milljónir kr. á rekstri sínum árið 2008. Þar af nam hagnaður Samfylkingarinnar rúmlega 58,5 miljónum kr. og hagnaður Vinstri grænna nam rúmlega 10,4 milljónum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×