Viðskipti innlent

Félag í eigu Sigurðar Helgasonar dæmt til að greiða 1100 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Helgason er stjórnarformaður Icelandair. Mynd/ Pjetur.
Sigurður Helgason er stjórnarformaður Icelandair. Mynd/ Pjetur.
Eignarhaldsfélagið Skildingur, sem er í eigu Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns Icelandair, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til þess að greiða Glitni banka 1100 milljónir króna vegna gjaldfallinnar skuldar. Skuldin er vegna láns sem var tekið árið 2007.

Fyrirtækið Skildingur var stofnað árið 2004 um hlutabréf í FL Group. Sigurður stofnaði félagið ásamt þáverandi lykilstjórnendum Flugleiða. Samkvæmt ársreikningi Skildings frá árinu 2007 átti félagið hluti í Bakkavör, Kaupþingi og Landsbankanum. Eignir félagsins hafa rýrnað til muna við bankahrunið.

Þá staðfesti dómurinn kyrrsetningu Sýslumannsins í Reykjavík á rúmlega 91 milljóna króna inneign Skildings á bankareikningi í Íslandsbanka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×