Viðskipti innlent

Margmenni hjá Marel

Matvælavinnsluvél undir merkjum Townsend var sýnd á kynningu Marels á dögunum. Vélar undir þessum merkjum hafa aldrei áður verið sýndar hér.Markaðurinn/Stefán
Matvælavinnsluvél undir merkjum Townsend var sýnd á kynningu Marels á dögunum. Vélar undir þessum merkjum hafa aldrei áður verið sýndar hér.Markaðurinn/Stefán
Rúmlega 130 gestir úr ýmsum áttum komu á kynningu sérfræðinga á nýjustu lausnum Marel í framleiðslusal fyrirtækisins um miðjan mánuðinn. Flestir gestanna voru fulltrúar helstu kjöt- og kjúklingavinnsla landsins auk fulltrúa fiskiðnaðarins. Á meðal helstu nýjunganna var nýjasta gerðin af verðmerkivog til að verðmerkja neytendapakkaðar afurðir og vél undir vörumerkinu Townsend, sem himnudregur kjöt og kjúkling eða roðdregur fisk. Vörumerkið varð hluti af Marel með kaupunum á hollensku iðnsamsteypunni Stork fyrir tveimur árum. Vélar sem þessar hafa aldrei verið sýndar hér áður. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×