Viðskipti innlent

Íslenskt hugvit í norskum rútum

Rúta hjá fyrirtækinu Tide Buss.
Rúta hjá fyrirtækinu Tide Buss.

Íslenska flotastýringakerfið SAGA-system hefur selt búnað sinn í tæplega eitt hundrað strætisvagna í Noregi sem eru í eigu rútufyrirtækisins Tide Buss.

SAGA-System er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir og þjónustar kerfi til stjórnunar á bílaflota fyrirtækja. Kerfið þjónustar meðal annars Eimskip, Ölgerðina og Vífilfell hér á landi.

Íslenska kerfið gerir stjórnendum meðal annars kleift að fylgjast nákvæmlega með akstri og staðsetningu allra bíla fyrirtækisins auk þess sem það er notendavænna en önnur sambærileg kerfi á alþjóðamarkaði að sögn forsvarsmanna SAGA-System.

Þess má geta að Tide Buss er eitt stærsta rútufyrirtæki Norðurlanda. Þar starfa tvöþúsund manns og notar fyrirtækið þrettán hundruð langferðabíla sem bæði eru gerðir út í Noregi og Danmörku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×