Viðskipti innlent

Meðallaun starfsmanna Glitnis tæpar fimmtán milljónir

Glitnir. Nú Íslandsbanki.
Glitnir. Nú Íslandsbanki.

Meðallaunagreiðslur til hvers starfsmanns Glitnis voru um 14,6 milljónir samkvæmt uppgjöri bankans fyrstu ellefu mánuðina árið 2009 sem hefur verið birt kröfuhöfum. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Þar segir að starfsfólk Glitnis hafi fengið samtals tæpar 700 milljónir króna greitt í laun og tengd gjöld fyrstu ellefu mánuði ársins 2009.

Þá segir ennfremur í fréttinni að samkvæmt skýrslu sem birt var kröfuhöfum í nóvember síðastliðinn voru 48 starfsmenn hjá Glitni. Flestir voru á Íslandi en einnig voru starfsmenn í Lúxemborg, Bretlandi, Noregi og Kanada.

Miðað við það, og þá eru greiðslur til skilanefndarmanna og slitastjórnar ekki meðtaldar, eru meðallaunagreiðslur til hvers starfsmanns Glitnis um 14,6 milljónir króna eða 1,3 milljónir á mánuði þessa ellefu mánuði ársins 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×