Viðskipti innlent

Arev og Auður Capital sektuð fyrir orðið „fjárfestingasjóður"

Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arev verðbréfafyrirtæki hf, og Auði Capital um hálfa milljón kr. hvert fyrir að hafa notað orðið „fjárfestingarsjóður" við kynningu á fagfjárfestingasjóðum á heimasíðum sínum.

Fjármálaeftirlitið gerði sátt við báða þessa aðila í síðasta mánuði. Í umfjöllun um málið á heimasíðu eftirlitsins segir að samkvæmt lögum sé fjárfestingarsjóðum einum heimilt að nota í heiti sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni orðið „fjárfestingarsjóður".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×