Viðskipti innlent

Krónan ætti að geta styrkst gagnvart evrunni

Líklegt er að evran haldi áfram að gefa eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum. Krónan ætti einnig að geta styrkst gagnvart evrunni, samfara áframhaldandi myndarlegum afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að einnig virðist sem svo að Icesave málið sé að þróast í hagstæða átt, en neikvæð áhrif þess á íslenskt hagkerfi hafa verði mun minni en margir óttuðust.

Krónan styrktist í síðustu viku og lækkaði gengisvísitalan um 0,86% samkvæmt opinberu viðmiðunargengi Seðabankans og endaði í 231,27 stigum. Krónan hefur lítillega gefið eftir í þessari viku og stendur vísitalan nú í 232,20 stigum.

Óvissa um þróun mála í Evrópu vegna slæmrar stöðu einstakra ríkja á borð við Grikkland, Portúgal og Írland hefur grafið undan evrunni. Frá áramótum hefur verðgildi evru gagnvart krónu lækkað um 2%, en á sama tíma hefur dollar styrkst um 3% gagnvart krónu.

Gengisvísitalan hefur hins vegar aðeins lækkað um 0,67% frá áramótum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×