Viðskipti innlent

Gríðarleg aukning á löglegu niðurhali á Íslandi öfugt við önnur lönd

Tónlist.is.
Tónlist.is.

Löglegt niðurhal á tónlist hjá Tónlist.is hefur aukist til muna undanfarið öfugt við þá þróun sem er að eiga sér stað í heiminum. Samkvæmt tilkynningu frá Tónlist.is þá hefur sala á Tónlist.is aldrei verið meiri en í byrjun ársins 2010.

Ef borið er saman janúarmánuði milli áranna 2009 og 2010 þá er aukning á sölu tónlistar hjá Tónlist.is 120% samkvæmt tilkynningu.

Ef sala síðustu þriggja ára er skoðuð þá er aukningin um 247% (2006-2009).

Forsvarsmenn Tónlistar.is telja margar ástæður sem liggi að baki aukningarinnar en þar má einna helst nefna þá ákvörðun Tónlist.is að taka læsingar af seldu efni (DRM læsingar) en Tónlist.is var ein af fyrstu tónlistarveitum í heimi sem gerðu það.

Nú hafa flestar aðrar gert slíkt hið sama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×