Fleiri fréttir

Microsoft: Ekki nota Internet Explorer 6

Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.

Vanskilaskuldir Dana tvöfaldast milli ára

Vanskilaskuldir Dana tvöfölduðust milli áranna 2008 og 2009. Samkvæmt vanskilaskrá (RKI) Danmerkur námu þessar skuldir 5,1 milljarði danskra kr. árið 2008 en stóðu í 10,5 milljörðum danskra kr., eða rúmlega 250 milljörðum kr., um síðustu áramót.

Fjármálagerningar Bakkavarar á athugunarlista

Kauphöllin vill ítreka athugunarlistamerkingu fjármálagerninga Bakkavarar Group hf. fyrir fjárfestum, vegna umtalsverðrar óvissu varðandi félagið og verðmyndun fjármálagerninga þess.

Krafa um að vísa slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans frá

Í morgun lagði Guðmundur Andri Skúlason inn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, beiðni um að slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans yrði þegar í stað vísað frá og að samhliða því yrðu allar aðgerðir þeirra afturkallaðar og lýstar ógildar.

Rússneskir auðmenn fela auðæfi sín í Danmörku

Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.

Bakkavör óskar eftir heimild til nauðasamings í dag

Bakkavör Group hf. mun í dag óska eftir heimild til að leita nauðasamnings hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Kröfuhafar félagsins sem hafa yfir um 80% af skuldum félagsins að ráða hafa mælt með nauðasamningi.

BBC: Nýr eigandi West Ham líklega tilkynntur í dag

Nýr eigandi að enska úrvalsdeildarliðinu West Ham verður líklega tilkynntur í dag. Þetta kemur fram á BBC sem segir að Tony Fernandes sé líklegastur til að taka við liðinu af Straumi.

S&P: Lánshæfi Íslands skerðist verulega á næstunni

Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að lánshæfi íslenska ríkisins muni skerðast verulega í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave frumvarpið. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni.

Bakkavör greiði allt en fresti gjalddögum

Bakkavör mun í dag óska eftir heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa kröfuhafar rúmlega 70 prósenta skulda félagsins þegar samþykkt innihald nauðasamningsins.

Verður seld í opnu tilboðsferli

Stjórnendum Vestia, eignarhaldsfélagi Landsbankans, var kunnugt um fjölskyldutengsl Sigurðar Arnars Sigurðssonar, nýráðins forstjóra Húsamiðjunnar, við Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóra FL Group, og leituðu ítarlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu hans áður en Sigurður var ráðinn til að taka við forstjórastólnum í síðustu viku.

Bakkabræður að missa Bakkavör

Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru að missa eignarhald sitt á Bakkavör. Þeir létu setja sérstök ákvæði í lánasamninga fyrirtækisins sem gera það að verkum að kröfuhafar Bakkavarar, sem nú eru að taka félagið yfir, geta ekki skipt um stjórnendur. Bræðurnir verða því áfram við stjórnvölinn, þrátt fyrir nýja eigendur.

Gæti verið langt í ákvörðun um sölu Haga

Vikur eða mánuðir gætu verið þar til stjórn Arion banka tekur afstöðu til tilboðs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu í tæplega 96 prósenta hlut Arion í Högum, að sögn stjórnarmanns í bankanum. Tilboð Bónusfjölskyldunnar hafi sett málið í biðstöðu, en hefði það ekki komið til, væru Hagar nú til sölu.

Þýska stjórnvöld vara við Internet Explorer

Þýsk stjórnvöld vara netnotendur við því að nota Internet Explorer til að vafra um á veraldarvefnum og ráðleggja fólki að finna sér annan vafra. Viðvörunin var send út eftir að Microsoft viðurkenndi að forritið væri veiki hlekkurinn í nýlegum árásum á Google leitarsíðuna í Kína.

Blóðtaka fyrir ríkissjóð ef Actavis fer úr landi

Ef Actavis verður yfirtekið af Deutsche Bank hefur það ekki neina afgerandi þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf að undanskildu að íslenska ríkið fer á mis við töluvert af skattekjum, að sögn Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings. Það er þó háð því bankinn færi höfuðstöðvarnar úr landi, en engar vísbendingar eru um að það verði raunin.

Pizzakóngur vill kaupa eignir Baugs

Fjárfestirinn Hugh Osmond hefur áhuga á eignum Baugs og annarra breskra fyrirtækja sem standa illa. Í þarlendum fjölmiðlum í dag er hann sagður leita af ferskum viðskiptatækifærum.

Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta

Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu.

Skiptastjóri Fons kannar riftun arðgreiðslu

Óskar Sigurðsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Fons, er nú að skoða hvort hægt sé að rifta rúmlega fjögurra milljarða arðgreiðslu Fons til félags í eigu Pálma Haraldssonar í Lúxemborg ári fyrir bankahrun. Kröfur í þrotabú Fons nema 40 milljörðum króna.

Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu.

Velta á fasteignamarkaði jókst

Velta á fasteignamarkaði jókst um tæpar 200 milljónir króna í síðustu viku miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef fasteignamats ríkisins. Alls var 31 kaupsamningi vegna fasteigna þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra var 21 samningi þinglýst. Heildarvelta nam tæpum 730 milljónum króna.

Skuldatryggingarálag hækkar

Skuldatryggingar­álag hækkaði á fimmtudag eftir að hafa staðið í stað um skamma hríð í rúmlega 500 punktum og hækkaði upp í rúmlega 540 punkta.

Hækkun hugsanleg á árinu

Seðlabanki Evrópu ákvað í vikunni að stýrivöxtum yrði haldið í einu prósentustigi. Stýrivextir voru færðir niður í eitt prósent í maí í fyrra og hafa þeir aldrei verið lægri.

Sjóvá í söluferli

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast formlegt söluferli á Sjóvá-Almennum tryggingum en söluferlið verður opið öllum fjárfestum er uppfylla tilgreind skilyrði samkvæmt tilkynningu frá Sjóvá. Þar segir einnig að tilboðin verða opnuð í viðurvist óháðs aðila.

Undirbúa rannsókn á starfsemi írsku bankanna

Stjórnvöld á Írlandi hafa ákveðið að láta undan þrýstingi frá stjórnarandstöðunni sem hefur krafist þess að opinber rannsókn fari fram á starfsemi írsku bankanna í aðdraganda fjármálakreppunnar. Undirbúningur er hafin að rannsókninni.

Landsbankinn stefnir Stím-feðgum

Fyrirtaka fór fram í morgun í skuldamáli sem Landsbankinn hefur höfðað gegn útgerðamanninum Flosa Valgeiri Jakobssyni og félags í eigu sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar.

JPMorgan hnyklar vöðvana, hagnaðurinn fjórfaldast

Hagnaður bandaríska stórbankans JPMorgan á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam 3,3 milljörðum dollara eða um 412 milljarðar kr. Er þetta meir en fjórfaldur hagnaður miðað við sama tímabil árið 2008.

Landsbankinn leysir til sín allt hlutafé Icelandic Group

Landsbankinn mun á næstunni leysa til sín allt hlutafé í Icelandic Group. Áður hafði bankinn veitt nýstofnuðu skúffufyrirtæki í eigu fyrrum stjórnenda Icelandic Group 30 milljarða kr. kúlulán til að forða félaginu frá gjaldþroti.

FME hefur lokið rannsókn í 50 málum

Fjármálaeftirlitið hefur (FME) hefur haft sjötíu og sjö mál til rannsóknar til þessa dags sem tengjast falli bankanna. Eftirlitið hefur lokið rannsókn í fimmtíu málum og tuttugu og sjö eru enn í rannsókn. Alls hefur FME vísað þrjátíu og einu máli, þar sem grunur er um refsiverða háttsemi, til embættis sérstaks saksóknara.

Árið 2009 var stærsta ferðamannaárið frá upphafi

Heildarfjöldi ferðamanna á Íslandi að meðtöldum farþegum skemmtiferðaskipa var árið 2009 0,7% meiri en árið 2008, eða 566 þúsund miðað við 562 þúsund og því má gera ráð fyrir að um sé að ræða stærsta ferðamannaárið á Íslandi frá upphafi.

Langtímaatvinnuleysi hefur þrettánfaldast á einu ári

„Eins við mátti búast þá heldur áfram að fjölga í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár og í lok desember voru þeir alls 3.224 en höfðu verið 2.505 í lok nóvember. Þetta jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 29% í mánuðinum. Þess má geta að á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 255 einstaklingar verið án atvinnu í ár og hefur fjöldi þeirra þar með nánast 13 faldast á einu ári."

Ekki hægt að skulda Kredia meir en tæp 50.000

Öll umræða um að ungt fólk sökkvi sér í skuldir með SMS lánum vekur furðu forsvarsmanna Kredia. Í yfirlýsingu um málið segja þeir að ekki sé hægt að skulda Kredia meira en 49.511 kr. með kostnaði.

Joly skammar Norðmenn fyrir lítinn stuðning við Ísland

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.

Yfirtaka kröfuhafa á Atorku rædd á hluthafafundi

Á dagskrá hluthafafundar Atorku í næstu viku er einungis eitt mál til umræðu, eða tillaga stjórnar Atorku Group hf. um að núverandi hlutafé í félaginu verði fært niður að fullu. Samhliða því að samþykkt verði að hækka hlutafé að nýju og að kröfuhafar félagsins skrái sig fyrir nýju hlutafé.

Frávísunarkröfu gegn Imon vísað frá

Frávísunarkröfu Landsbankans gegn eignarhaldsfélaginu Imon var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Imon ehf. er eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Ármann þar sem hann situr einn í stjórn.

Góðgerðarsjóður fjármagnar Verne Global á Íslandi

Verne Holdings ehf., móðurfélag Verne Global, tilkynnti í dag að það hefur undirritað endanlegan samning um hlutafjárframlag frá Wellcome Trust. Hlutafé frá Wellcome Trust fjármagnar að öllu leyti fyrsta áfanga heildsölugagnavers Verne Global á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir