Viðskipti innlent

S&P: Lánshæfi Íslands skerðist verulega á næstunni

Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að lánshæfi íslenska ríkisins muni skerðast verulega í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave frumvarpið. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni.

Matsfyrirtækið gengur út frá að frumvarpið verði fellt og það muni hafa í för með sér að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Íslands kemst í uppnám.

Þar að auki telur Standard & Poors að ríkisstjórnin muni falla í kjölfarið og stjórnarkreppa verða í landinu. Lánshæfiseinkunn Íslands er þegar í ruslflokki hjá Fitch Ratings og á neikvæðum horfum hjá bæði Standard & Poors og Moodys.

Bloomberg vitnar í Moritz Kraemer forstjóra S&P fyrir Evrópu sem segir að hætta sé á því að áætlun AGS og Íslands muni renna út í sandinn. "Ef útlitið fyrir áætlunina batnar ekki er hætta á að ríkisstjórnin falli," segir Kraemer.

Kramer segir að yfirlýsing forseta Íslands um að Ísland standi við skuldbindingar sínar hafi lítið að segja í stöðunni. "Sú yfirlýsing sýndi að framkvæmd pólitískra ákvarðana er ekki eins og við töldum hana vera," segir Kraemer.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×